Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 18
18 Helgarblað 19. janúar 2018fréttir
H
ún er búin að vera í sömu
buxunum, sem ég benti
starfsfólki á um helgina
að væru skítugar. Blússu
bolurinn er einnig haugskítugur.
Tennurnar eru afar afar skítugar!
Mér finnst þetta ekki hægt. Ég var
eiginlega eins og oft áður miður
mín eftir þessa heimsókn margra
hluta vegna.“
Þannig hljómar dagbókarbrot
aðstandenda Elsu Unnar Guð
mundsdóttur, 82 ára konu sem
lést í febrúar 2017 eftir baráttu við
krabbamein. Elsa hafði átt góða
ævi, en hennar síðustu dagar
reyndust sorglegir, bæði fyrir hana
og aðstandendur. Dætur hennar
segja farir sínar ekki sléttar eftir
dvöl hennar á öldrunardeild Vífils
staða í Garðabæ. Snýr óánægjan
meðal annars að þeirri umönnun
sem hún fékk og segja þær að lág
markshreinlæti hafi ekki verið
sinnt. Þeim þykir sárt að hugsa
til þess að Elsa hafi ekki fengið að
deyja með reisn, eins og þær orða
það.
Heilsunni hrakaði hratt
Elsa greindist með heilaæxli þann
18. desember 2016 en áður en
að því kom hafði hún verið mjög
heilsuhraust og ekið bíl örfáum
vikum áður. „Hún var alla tíð afar
virk og félagslynd,“ segja dætur
Elsu í viðtali við DV.
Haustið 2016 var ljóst að heilsu
Elsu var tekið að hraka. Í desem
ber það ár fór hún í rannsókn
á Landspítalanum og í höfuð
myndatöku kom stórt heilaæxli í
ljós sem ekkert var hægt að gera
við. Börnum Elsu var í fyrstu sagt
að hún ætti ekki langt eftir, hugs
anlega nokkra daga, kannski vik
ur. Aðstandendur hennar vildu að
hún fengi inni á líknardeild enda
átti hún ekki að eiga langt eftir.
Eitthvað virtist greining á stöðu
Elsu breytast því lagt var til að hún
færi á hjúkrunarheimili.
Ekki nógu veik fyrir líknardeildina
„Þeir sögðu að hún væri ekki með
nógu mikil einkenni til að fara á
líknardeild af því að hún virtist
ekki vera mjög kvalin,“ segja dæt
ur hennar, Hrönn, Guðfinna og
Arna Bára Arnarsdætur, og úr varð
að fjölskyldan var látin velja hjúkr
unarheimili.
„Við búum tvær systurnar í
Garðabænum og hún hafði verið í
starfi eldri borgara í Sjálandi í mörg
ár. Þannig að við vildum að hún færi
á Ísafold sem er þarna á sama plan
inu,“ segja dæturnar og bæta við að
vegna langs biðlista hafi verið lagt
til að hún færi á Vífilsstaði með
an hún væri að bíða. Þær segja að
umönnunin sem móðir þeirra fékk
á Landspítalanum í Fossvogi hafi
verið góð – þrátt fyrir plássleysi – en
á Vífilsstöðum væri heimilislegra
umhverfi og eitthvað í boði fyrir
vistmenn sem ekki er í boði í Foss
vogi. Úr varð að hún fór á Vífils staði
í lok janúar 2017. Dætur Elsu settu
st niður með blaðamanni vegna óá
nægju þeirra með þá meðferð sem
móðir þeirra fékk á Vífilsstöðum.
Augljóst er að þeim er enn mikið
niðri fyrir nú þegar tæpt ár er liðið
síðan Elsa lést. „Við áttum eiginlega
ekki til orð. Við vorum bara mið
ur okkar. Við vorum í sjokki þegar
við komum og í ennþá meira sjokki
þegar við fórum,“ segja þær.
Benda þær á að fyrsta daginn
sem ein þeirra heimsótti móður
þeirra hafi hún setið í hjólastól inni
í herberginu sínu. „Þá sagðist hún
vera alveg að pissa í sig,“ segir dóttir
hennar en tvær konur, starfsmenn
á Vífilsstöðum, sögðu að hún þyrfti
ekki að fara með hana á klósettið
– þær væru nýbúnar að því. „Ég
segi við þær: „Ef manneskjan segir
við mig að hún þurfi að fara á kló
settið þá fer ég með hana.“ Og hún
þurfti svo sannarlega að fara á kló
settið. Ég get ímyndað mér að það
sé ekki auðvelt fyrir fólk sem hef
ur aldrei þurft aðstoð, að pissa fyr
ir framan ókunnuga. Ég er ekkert
að rengja að þær hafi verið nýbún
ar að fara með hana,“ segir dóttir
in sem bætir við að þetta sé aðeins
lítið dæmi af mörgum um að um
önnun hafi stundum verið ábóta
vant og ákveðið skilningsleysi ríkt.
Í því samhengi nefna þær að
ekki var passað upp á að taka til
lit til lágmarksþarfa hennar, hún
látin afskiptalaus þegar hún þurfti
verulega á aðstoð að halda.
Lágmarkshreinlæti
og þörfum ekki sinnt
Það var dætrum Elsu áfall að upp
lifa það að lágmarkshreinlæti og
þörfum var ekki sinnt þennan
mánuð sem hún dvaldi á Vífils
stöðum. Segja þær að þrátt fyrir
að buxur hennar blotnuðu ítrekað
og fötin væru skítug hafi ekki ver
ið skipt um. Benda þær á að starfs
fólk hafi ítrekað verið beðið um
að sinna henni varðandi hrein
læti en talað hafi verið fyrir dauf
um eyrum. „Það var öllu fögru
lofað, henni yrði sinnt um leið og
heimsóknum lyki en það varð alls
ekki raunin. Dag eftir dag var reynt
að fá starfsfólk til þess að hjálpa
henni en ekkert var gert. Þrátt fyr
ir ítrekuð loforð starfsfólks breytt
ist ekkert. Dag einn var hún þó sett
í hreinar buxur, næfurþunnar bux
ur, allt of litlar af öðrum vistmanni
þrátt fyrir fullan skáp af hreinum
fötum. Rúmið hennar var beint
undir opnum glugga í köldu febr
úarveðri en það var plássleysi og
tveimur rúmum komið fyrir í eins
manns herbergi,“ segja þær.
Þegar nokkrir dagar höfðu liðið
án þess að Elsu væri hjálpað með
hreinlæti og föt, var enn og aftur lof
að að henni yrði sinnt um leið og
heimsóknum til hennar lyki. „Strax
á leið heim frá Elsu, hringdi ein okk
ar í Vífilsstaði til þess að fullvissa sig
um að verið væri að sinna þessu lág
markshreinlæti en það var ekki fyr
ir því að fara frekar en fyrri daginn.“
Tvær af dætrunum ákváðu að koma
aftur seint um kvöldið. „Enn var
ekkert búið að gera,“ segja þær en
að þarna hafi þær fengið endan
lega nóg. Þær hafi tekið upp á því
sjálfar að færa hana í hrein föt, en
það reynst erfitt, enda kunnu þær
ekki réttu handtökin eins og starfs
fólk átti að gera. „Við börnin hennar
hefðum gjarnan viljað sinna þessu
sjálf en móðir okkar var komin í það
ástand að til þurfti tvær manneskjur
sem kunnu til verka.“
Myndi ekki láta nokkra
manneskju í svona aðstæður
Dæturnar segja að á meðan á dvöl
móður þeirra á Vífilsstöðum stóð
Elsa fékk Ekki að
dEyja mEð rEisn
n DV birtir dagbókarbrot n Aðstandendur Elsu ósáttir við Vífilsstaði n Ekki
skipt um buxur þótt þær hefðu ítrekað blotnað n Fólk fái að deyja með reisn
Tjá sig ekki um mál
einstakra sjúklinga
Ingibjörg Tómasdóttir sagðist ekki kannast við
mál Elsu Unnar en kvaðst þó hafa verið hjúkr
unardeildarstjóri á þeim tíma. „Ég er bara ekki
klár á því, ég hreinlega man það ekki,“ sagði Ingi
björg. „Svona spurningar fara allar í gegnum fjöl
miðlafulltrúa Vífilsstaða og Landspítalann. Það
er sér deild sem sér um samskipti við fjölmiðla
[…] Ég myndi aldrei tjá mig um málefni sjúklings við dagblað.“
DV hafði samband við deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, Stefán Hrafn Hagalín. Aðspurð
ur hvort hann kannaðist við mál Elsu Unnar Guðmundsdóttur neitaði Stefán.
„Hér eru 103 þúsund sjúklingar á ári, 250 deildir og 108 byggingar. Við tjáum okkur aldrei um málefni
einstakra sjúklinga.“
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
„Það var öllu
fögru lofað,
henni yrði sinnt
um leið og heim-
sóknum lyki en
það varð alls ekki
raunin.
Elsa Unnur
Var tæplega
83 ára þegar
hún lést.
Aðstandendur
hennar eru
ósáttir við þá
umönnun sem
hún fékk á
Vífilsstöðum.
Standa saman Hrönn, Arna Bára og Guðfinna Arnarsdætur vildu afsökunarbeiðni en
fengu ekki.