Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 28
28 Helgarblað 19. janúar 2018 1993 DV dæmir kæfu Í nóvember árið 1993 fékk DV matreiðslumeistarana Sigmar B. Hauksson, Úlfar Eysteinsson og Dröfn Farestveit hússtjórn- arkennara til að dæma kæfu frá átta fyrirtækjum. Aðeins var um fínbakaða lifrarkæfu að ræða en sá fyrirvari hafð- ur á að tvær þeirra (frá KEA og ORA) komu úr niðursuðu- dósum. Gefin var einkunn á skalanum 1 til 5 og þótti besta kæfan koma frá Karó og Goða. „Góð og útlit gott,“ sagði Úlf- ar um Karó-kæfuna. Kæfan frá Ali klauf dómnefndina í tvennt, Dröfn gaf henni 4 en Sigmar 1. Versta kæfan kom frá ORA og SS að mati dómnefndar, tvistur á línuna í báðum tilvikum. „Furðulegt bragð og ljót á lit- inn,“ var sagt um ORA-kæfuna. Úlfar Eysteinsson Þefar af kæfu sem hann gaf svo tvo í einkunn S íðasti geirfuglinn var veidd- ur í Eldey, suðvestur af Ís- landi, árið 1844 að beiðni erlends safnara. Tæpum 130 árum síðar, þann 27. febrúar árið 1971, var efnt til þjóðarsöfn- unar og uppstoppaður geirfugl keyptur skömmu síðar á metfé hjá uppboðsstofunni Sotheby's í London. Valdimar Jóhannesson, blaðamaður sem átti frumkvæðið að söfnuninni, ræddi við DV um þennan sögulega áfanga. Stórri upphæð safnað á 5 dögum „Ég var að vinna sem ritstjórnar- fulltrúi á Vísi á þessum tíma og las um það að síðasti geirfuglinn sem settur yrði í almenna sölu yrði boðinn upp hjá Sotheby's eftir fimm daga,“ segir Valdimar sem sá þarna tækifæri til að koma geirfuglinum aftur heim til Ís- lands. Hér var til beinagrind geir- fugls og egg sem Náttúrugripa- safn Íslands hafði fengið að gjöf frá Harward-háskóla árið 1953 en enginn hamur. Snör handtök þurfti til og bæði fjölmiðlar, góðgerðasamtökin Lions, Kiwanis og Oddfellows og félög kennara og skólastjóra komu að þjóðarsöfnun til að kaupa fuglinn. Á einungis fimm dögum söfnuðust um tvær milljónir króna, sem var um andvirði einbýlishúss á þeim tíma. Vitað var að önnur söfn og einkaaðilar höfðu hug á að næla í fuglinn enda einstakur gripur, þá helst hin ameríska Du Pont- iðnjöfrafjölskylda sem var þá að koma sér upp einkareknu náttúru- gripasafni við Delaware-ána. Leynd heimild frá ríkisstjórninni Valdimar fór út með dr. Finni Guð- mundssyni frá Náttúrugripasafni Ís- lands þar sem fuglinn skyldi geymd- ur. Valdimar segir að það hefði ekki komið til greina að fara tómhentir heim. „Það hefði verið fráleitt ef fuglinn hefði farið eitthvert annað.“ Geirfuglinn var aðalgripurinn á uppboðinu og fór á langhæstu upp- hæðina. Mikil spenna var í loftinu og fjölmargir blaðamenn á svæð- inu og einnig margir Íslendingar sem búsettir voru í London. Ís- lenski hópurinn fékk lögmann frá Sotheby's sem kunni tæknina við að bjóða fyrir svo háar upphæðir. „Þetta gerðist hratt, tók ekki nema fimm eða sex mínútur.“ Fyrsta boðið var fimm hundruð pund frá bresku safni. Síðan hækk- aði þetta jafnt og þétt og ljóst var að íslenski hópurinn og útsendari Du Pont myndu berjast um grip- inn. Fram að þessu voru notaðar merkjasendingar en þegar Ís- lendingar höfðu boðið sex þús- und pund stóð útsendari Du Pont upp og hrópaði: „Ég býð átta þús- und pund!“ sem var mikil hækk- un og augljóslega gerð til að slá Ís- lendinga út af laginu. Íslendingar svöruðu með níu þúsund og var það slegið við gríðarlegan fögnuð. Í erlendum blöðum var talað um heimsmet fyrir náttúrugrip. Valdimar segir: „Aðeins örfáir vissu að ég hafði heimild frá ríkis- stjórninni til að bjóða þrefalt þetta verð. Ef þetta hefði farið hærra hefði ég sjálfur gripið inn í. En þetta mátti ekki spyrjast út.“ Með fuglinn í leigubíl Eftir að fuglinn var keyptur tók Sotheby's enga frekari ábyrgð á hon- um. „Þetta var svolítið ógnvænlegt og við höfðum ekki gert ráð fyrir þessu. Ég varð að taka fuglinn í fang- ið og fara með hann í leigubíl að ís- lenska sendiráðinu.“ Þegar þangað var komið var fuglinn tryggður og Flugfélag Íslands sá um að pakka honum inn og koma honum til landsins. Þegar þeir sneru aftur heim með fuglinn var þeim tekið sem þjóð- hetjum. „Ég reyndi að halda mig svolítið til hlés en Finnur var and- litið út á við. Ég fékk hins vegar þann heiður að afhenda Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra fuglinn á Þjóðminjasafninu. Þá var nokkurs konar þjóðhátíðarstemn- ing í landinu.“ n 1973 Nixon kallaði Keflavík guðsvolaðan stað Í gegnum tíðina hefur Ísland þótt ágætis staður fyrir ráð- stefnur og fundi. Leiðtogafund- ur Richards Nixon Bandaríkja- forseta og Georges Pompidou á Kjarvalsstöðum árið 1973 var einn af þeim stærstu þar sem Atlantshafsbandalagið var rætt ásamt öðru. Nixon hafði þó komið áður til Íslands, árið 1956, þegar hann var varafor- seti undir Eisenhower. Kom hann hingað bæði til þess að hitta bandaríska hermenn á Keflavíkurflugvelli og íslenska ráðamenn. Á flugi sínu til Ís- lands árið 1973 minntist hann þessa fundar og þeirrar hlýju móttöku sem hann fékk frá hermönnunum í Keflavík, „þeim guðsvolaða stað“. Spurn- ing er hvort Donald Trump hafi lært af forvera sínum þegar hann kallaði heilu löndin og heimsálfurnar „skítaholur“. Richard Nixon ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Muccio sendiherra. MorgunbLaðið, dESEMbEr 1956 Í leigubíl í London með síðasta geirfuglinn n Íslendingar keyptu geirfuglinn á uppboði n „Þjóðhátíðarstemning“ Kristinn Haukur guðnason kristinn@dv.is Tímavélin Gamla auglýsinginÞjóðviljinn, 4. júní 1946 geirfuglinn heim F.v. Þórarinn og Kristján Eldjárn, Valdimar og kona hans, Fanný Jónmundsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason. Þ ann 1. febrúar árið 1997 tók gildi reglugerð sem bannaði allan innflutning, fram- leiðslu og sölu á fínkorna neftóbaki. Þetta var viðbragð við aukinni notkun á blautu snusi sem á uppruna sinn í Svíþjóð snemma á 19. öld en var bannað árið 1994 með Evrópulöggjöf. Svíþjóð fékk hins vegar undanþágu frá þessari löggjöf vegna menningarstöðu snusins þar í landi. Hér á Íslandi féll íslenskt nef- tóbak ekki undir reglugerðina. Kæft í fæðingu Á tíunda áratug síðustu aldar not- uðu fjölmargir ungir karlmenn sænskt snus en færri þurra og grófa íslenska neftóbakið. Það þótti gamal dags og hallærislegt og aðal- lega fyrir eldri menn sem tóku í nef- ið. Halldóra Bjarnadóttir, þáverandi formaður Tóbaksvarnarnefnd- ar, sagði í umfjöllun í dagblaðinu Degi: „Grófkorna neftóbakið eða gamli ruddinn virðist aftur á móti á undanhaldi og hverfur trúlega af sjónarsviðinu með þeirri kynslóð sem nú er komin á efri ár.“ Með auknum vinsældum snus- ins minnkaði salan á íslensku nef- tóbaki með hverju árinu. Sígarett- ureykingar voru sem áður talinn mesti vágesturinn en vegna út- breiðslu þeirra var ekki talið æski- legt að banna þær með einu pennastriki. Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, seg- ir við DV að hún hafi skrifað undir reglu- gerðina sem bann- aði sænska snusið alfarið. „Þetta kom til vegna tilmæla frá Landlæknisemb- ættinu. Snusið var talið innihalda mun meira af skaðleg- um efnum en íslenska neftóbakið.“ ÁTVR trassaði það hins vegar að gefa upp nákvæma innihaldslýsingu í mörg ár. Árið 2015 var það upplýst að nikótínmagn ruddans er margfalt á við snusið en snusið inniheldur meira af krabbameinsvaldandi efn- um. Árið 1997 var snusið það nýtt og svo vinsælt hjá ungu fólki að talið var óhætt að kæfa það í fæðingu. ruddinn rýkur upp Fyrstu árin eftir bannið var töluvert mikið um smygl og ungir neytend- ur streittust við að nota íslenskt nef- tóbak undir vör. Sumir fluttu inn töluvert magn og seldu á yfirverði. Þegar á leið minnkaði fram- boðið og verðið hækkaði og neyt- endur sættu sig við að nota hið íslenska. Salan á rudda jókst með hverju árinu. Árið 2000, þremur árum eftir snusbannið, seldi ÁTVR tíu tonn af neftóbaki. Sjö árum seinna hafði það magn tvöfaldast og nú seljast um 40 tonn árlega. Flestir neytendur eru ungir karlmenn. Til að bregðast við þessu hafa yfirvöld reynt að stýra neyslunni með verðhækkunum um mörg hundruð prósent frá árinu 2003. Tóbaksgjaldið var hækkað mikið árið 2013 sem skilaði sér í tímabundinni minnkun neyslu neftóbaks. Í janúar 2017 var gjaldið hækkað um 77% sem skil- aði sér einnig í minni neyslu. En mun það haldast? n Snusið bannað 1997 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.