Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 19. janúar 2018fréttir Í síðustu viku fjallaði DV um að fyrrverandi skjólstæðingur Krýsuvíkursamtakanna hefði kært fyrrverandi starfsmann, Björn Ragnarsson, fyrir kynferðis- brot. Björn hafði starfað sem ráð- gjafi nokkru fyrr en var sagt upp störfum eftir að meint kynferðis- brot hans gegn öðrum kvenkyns skjólstæðingi komst upp á yfir- borðið. Björn var síðar endurráð- inn tveimur mánuðum síðar sem bílstjóri fyrir samtökin. Aftur kom upp óásættanlegt atvik sem varð til þess að annar skjólstæðingur kærði Björn til lögreglu fyrir kyn- ferðisbrot. Þá var hann loks lát- inn taka poka sinn. Björn gekkst við óeðlilegum samskiptum í sam- tali við DV en neitaði staðfastlega að um kynferðisbrot hefði verið að ræða. Í kjölfar umfjöllunarinnar bárust DV ábendingar úr nokkrum áttum um að annar starfsmaður Krýsuvíkursamtakanna hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. Þá hafi tvær aðrar konur sakað hann um að hafa brotið gegn þeim. DV hefur öruggar heimildir fyrir því að maðurinn hafi viðurkennt á AA-fundum að hafa keypt vændi af konum, stúlkum og drengjum sem stríða við fíkniefnavanda. „Þetta vita allir starfsmenn í Krýsuvík. Það er verið að samþykkja hegðun þessa starfsmanns með því að hafa hann á launaskrá,“ segir heimildarmaður DV. Umræddur maður hefur í starfi sínu aðgang að trúnaðargögnum um skjólstæðinga samtakanna. Hann er ekki í daglegum samskiptum við þá en hefur farið í ferðir með ráðgjöfum og skjólstæðingum, meðal annars í Þórsmörk. Starfsmaðurinn hefur verið án áfengis og vímuefna í lengri tíma en er sagður þjást af kynlífsfíkn. „Ekki reyna að kenna fólki mannkosti sem þið getið svo ekki farið eftir sjálf“ Maðurinn er í dag í sambúð með konu frá Austur-Evrópu en kon- an kom hingað til að vinna á súlu- stað. Samkvæmt heimildum DV innan lögreglunnar var maður- inn fjarlægður í nokkur skipti af heimili sínu vegna heimilisofbeld- is í fyrra sambandi sínu, sem lauk fyrir nokkrum árum. Maðurinn hefur verið án áfengis í um 10 ár. Annar heimildarmaður DV seg- ir: „Krýsuvík bjargaði lífi mínu og hjálpaði mér mikið. En þarna eru hlutir sem þarf að laga. Hinir með- virku sjá það ekki og verja Krýsu- vík eins og kirkjuna sína. Það er enginn yfir gagnrýni hafinn og okkur er kennt í samtökunum og af ráðgjöfum í Krýsuvík, af AA- bókinni að viðurkenna bresti okk- ar og biðjast fyrirgefningar. Af hverju getur starfsfólk og fyrrver- andi skjólstæðingar ekki horfst í augu við það í stað þess að styðja við mann sem hefur beitt maka sinn ofbeldi, kaupir vændi og sýn- ir engin merki um iðrun. Þetta er meðvirkt og sjúkt heimili sem gerir vel en getur gert betur. Ekki reyna að kenna fólki mannkosti sem þið getið svo ekki farið eftir sjálf,“ segir heimildarmaðurinn. Kynferðislega brenglaður ráðgjafi Annar ráðgjafi sem starfaði um árabil á Meðferðarheimilinu í Krýsuvík er sagður kynferðis- lega brenglaður. Tveir heimildar- manna DV segja hann hafa tekið bæði skjólstæðinga og aðstand- endur í einkaviðtöl heima hjá sér á kvöldin. Þá leigði hann herbergi miðsvæðis þar sem hann tók upp kynlíf sitt með konum án þess að láta þær vita. Tveir skjólstæðingar hafa svipaða sögu af þeim ráðgjafa að segja eftir veru sína í Krýsu- vík: „Ég fékk hann sem ráðgjafa og hann settist niður og það fyrsta sem hann sagði við mig var: „Á hvaða hátt ertu virk kynferðislega. Þú ert svo falleg stelpa. Þú þarft að fara í heitt bað og taka með þér spegil og finna út hvað þér finnst gott og virkja þig kynferðislega.“ DV hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi kvikmyndað fjölda kvenna þegar hann stundaði með þeim kynlíf án þess að gera þeim grein fyrir því. Einn heimildar- manna DV sem sá myndskeiðin sagði að „þetta væri það ógeðs- legasta sem hún hefði séð á ævi sinni.“ Önnur stúlka sem átti í stuttu sambandi við hann eftir áfengis- meðferð í Krýsuvík fékk aðstoð þekktra manna í undirheimunum til að ná í tölvur og annan búnað af ótta við að hann hefði kvikmynd- að hana á meðan þau stunduðu kynlíf. Konan treysti sér ekki til að ræða við DV um málið þegar eftir því var leitað. DV hefur einnig heimildir fyrir því að maðurinn hafi verið með í fórum sínum les- efni um hvernig eigi að læra að lesa konur, bæði varalestur og að vinna traust og trúnað þeirra og brjóta niður. Annar heimildarmaður heldur fram að Þorgeir Ólason, forstöðu- maður Meðferðarheimilisins í Krýsuvík, hafi verið kunnugt um afbrigðilega hegðun undirmanns- ins en þegar í ljós kom hversu langt ráðgjafinn hafði gengið og Þorgeiri gert kunnugt um það var ekki hjá því komist að láta hann taka pokann sinn. Maðurinn fékk í kjölfarið vinnu á Hlaðgerðarkoti sem ráðgjafi en starfar í dag sem crossfit-þjálfari. n Kynlífsfíkn í Krýsuvík Kynferðislega brenglaður ráðgjafi kvikmyndaði kynlíf með grunlausum konum Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Óhugnaður Fjölmargir óhæfir aðilar hafa starfað og starfa enn fyrir Meðferðarheimilið í Krýsuvík. → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.