Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 74
74 lífsstíll - kynlíf Helgarblað 19. janúar 2018 Reynslusögur Mikill meirihluti þeirra sem hneigjast til kynlífs á annað borð hefur kynóra. Þeir eru fyrirtaksstaður til að prófa eitt- hvað sem kann að vera for- boðið en er á sama tíma svo ógurlega kitlandi. Allur gang- ur er á því hvort kynverur hafa áhuga á að láta óra verða að veruleika – sumt fær að búa í hugarfylgsnunum á meðan annað verður kannski að lífs- reynslu við réttar aðstæður. Reykvískir órar Við undirbúning kynlífssíð- unnar að þessu sinni ákvað ég að óska eftir kynlífsórum frá vinum og fylgjendum á Facebook. Hér eru tvær þeirra sem bárust. Reyndar passa þær ótrúlega vel saman – og ég vona sannarlega að þetta ágæta fólk hittist einhvern tíma ef það langar að láta órana verða að veruleika. Maðurinn í skóginum „Síðan ég var unglingur og byrjaði að stunda sjálfsfróun hef ég haft svipaðar fantasíur í kollinum í hvert sinn sem ég fróa mér. Ég hugsa um að vera ein í kvöldgöngu, stundum í Hljómskála- garðinum eða Öskjuhlíðinni, og stundum í ókunnugum þéttum skógi í útlöndum. Í fantasíunni er kvöld, oftast þoka og ég er léttklædd í kjól. Það er ekki sála á ferli, fyrr en ég sé mann koma gangandi á móti mér. Þegar hann er kominn þokkalega nálægt sé ég að hann er í þröngum buxum. Hann horfir í augun á mér og brosir smá þegar hann sér að ég hef horft á hann miðjan. Hann gengur rakleiðis að mér en stoppar þegar nokkur skref eru á milli okkar. Oft er þetta ókunnugur maður, myndarlegur, dálítið hærri en ég – en stundum er hann einhver sem ég þekki og langar í. Hann segir mér blíðlega að krjúpa og opna munninn. Eitt leiðir af öðru. Það sem gerist eftir á er mismunandi, en svona byrjar fantasían alltaf. Ég hugsa að ég væri til í að upplifa þetta í alvöru ef aðstæður mundu skapast.“ Kona, 49 ára Ævintýri í Öskjuhlíðinni „Ég ákvað að fara í göngutúr um Öskjuhlíðina til að hreinsa hugann eftir sérlega langan dag. Það var fyrir löngu tekið að rökkva, enda dagarnir stuttir um þessar mundir. Ég gekk í mínum þungu þönkum og varð litið fram fyrir mig, í mistrinu sá ég móta fyrir mann- eskju sitja á bekk ekki svo langt frá mér. Mér fannst ég heyra deyfðar stunur, eins og hún væri að reyna að halda aftur af sér. Ég nálgaðist hljóðlega og sá að hún var með annan fótinn upp á bekknum og var að leika við sjálfa sig. Konan var stór- glæsileg, en nokkrum árum eldri en ég. Við náðum augnsambandi og ég varð æstur við tilhugsunina um hvað væri að detta í fangið á mér. Ég glotti út í annað og gekk nær henni. Hún horfði beint í augun á mér og hélt áfram að leika við sig. Þegar ég var kominn alveg upp að henni losaði ég um buxurnar mínar. Áður en við höfðum svo mikið sem heilsast vorum við komin á fullt. Ég var svo æstur að ég varð að fá hana aftur eftir að ég hafði klárað í fyrsta skiptið. Eftir að ég hafði lokið mér af renndi ég upp buxunum og hélt áfram minni leið og fór aftur til vinnu, ferskur og endurnærður. Eftir þetta hef ég alltaf farið í göngutúr á sama tíma um Öskjuhlíðina til að hitta viljugu vinkonu mína, sem ég veit ekki enn hvað heitir.“ Karlmaður, 35 ára G uðríður er grandvör kona á fimmtugsaldri sem vinn- ur í banka. Á daginn klæð- ist hún óaðfinnanlegum drögtum og fjarsýnisgleraugun hanga jafnan framan á henni í fín- legri gylltri keðju. Tvisvar á ári hitt- ir Guðríður spænskan fyrrver- andi kærasta sinn í evrópskri borg þar sem þau njóta samvista, sam- ræðna og samræðis. Láta ekkert trufla sig Þess á milli er hún sjálfri sér næg, eða kannski ættum við að segja hér um bil, því hún notar reglulega titrara þegar hún á ástarstundir í einrúmi. Þegar Guðríður elskar sjálfa sig notar hún kynóra til að æsa sig upp. Hún hugsar oftast um kynlíf með öryggisverðinum sem kemur alla daga í lok vinnudags og læsir bankanum. Manninn þekkir hún nákvæmlega ekki neitt en hún hugsar endurtekið um þau tvö í hamslausum ástarleik á ýmsum húsgögnum í bankanum. Í sum- um útgáfum óranna uppgötva þau að samstarfsfélagi liggur á gæjum – þau láta það síst trufla sig. Algeng fantasía Guðríður er afskaplega eðlileg, og fantasían hennar fellur meira að segja í flokk þeirra sem eru al- gengastar hjá konum. Jú viti kon- ur! Það er búið að rannsaka hvers kyns fantasíur eru algengastar hjá konum og körlum. Í kanadískri rannsókn sem gefin var út 2014 í Journal of Sexual Medicine var reynt að varpa ljósi á algengi ýmiss konar kynóra. Rúmlega 1.500 fullorðnir einstaklingar svöruðu spurningalista á netinu – en list- inn kallast Wilson's Sex Fantasy Questionnaire og hefur verið not- aður til að rannsaka eðli kynóra frá því að hann kom út árið 1978. Í út- gáfunni sem rannsakendur lögðu fyrir voru 55 fullyrðingar sem svar- endur voru beðnir um að taka af- stöðu til. Hér eru dæmi um fullyrðingar af listanum: - Ég hef látið mig dreyma um kyn- líf með ókunnugri manneskju - Ég hef látið mig dreyma um kyn- líf á opinberum stað - Ég hef látið mig dreyma um endaþarmskynlíf - Ég hef látið mig dreyma um kyn- líf með dýri Svarendur áttu að taka afstöðu á skala sem spannaði 1–7, þar sem 1 táknaði ósammála og 7 mjög sammála. n Algengustu fantasíur karla og kvenna Fantasíur kvenna Rómantískt kynlíf Kynlíf á óvenjulegum stað Að taka þátt í munngælum Að veita karlmanni munngælur Að vera fróað af kynlífsfélaga Að fróa kynlífsfélaga Kynlíf með vini eða kunningja Að láta drottna yfir sér í kynlífi Kynlíf á opinberum stað Kynlíf með þremur eða fleiri í einu Fantasíur karla Að veita eða þiggja munngælur Kynlíf með tveimur konum Kynlíf með öðrum en maka Kynlíf á óvenjulegum stað Að horfa á tvær konur elskast Að hafa sáðlát inn í kynlífsfélaga Kynlíf á rómantískum stað Að veita konu munngælur Að fróa konu Kynlíf með þremur eða fleiri konum n Kanadísk rannsókn varpar ljósi á kynóra kynjanna n Reynslusögur Íslendinga Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.