Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 15
Helgarblað 19. janúar 2018 fréttir 15 eða ekki, hvort einhver afbrot hafi átt sér stað.“ BLM: „Það er margt einkenni- legt við þessa aðgerð.“ Jón: „Hver segir það?“ BLM: „Nú, þetta endaði með því að hann var ekki ákærður fyr- ir neitt í tengslum við þessa að- gerð, hann var bara ákærður fyr- ir skattalagabrot. Hann var ekki ákærður fyrir mansal eða milli- göngu vændis …“ Jón: „Hjálmar, Hjálmar, þú get- ur haldið áfram og haldið áfram að tala við þinn heimildarmann og fengið þetta þaðan en ég sé ekki ástæðu til að taka þátt í umfjöllun málsins á þessum stað, á þessum málefnastað.“ BLM: „Ertu þá ósammála því að það hafi verið gerð mistök í þessari aðgerð?“ Jón: „Já, já, algjörlega ósam- mála.“ BLM: „Að þínu mati var ekkert að þessari aðgerð?“ Jón: „Nei, nei.“ BLM: „Voru lögreglumenn drukknir?“ Jón: „Það liggur allt fyrir í málinu […] Hjálmar með fullri virðingu fyrir þessu málefni þá tel ég ekki að það sé eðlilegt að ég svari þessu og ég finn mig ekki í að svara málinu á þessum grunni.“ Jón sendi svo tölvupóst þar sem hann skýrði mál sitt nánar: „Ég get ekki verið sammála þér að það sé eðlilegt að ég svari þessum spurn- ingum. Ég vil þó árétta það að að rannsókn var staðið með skipu- lögðum og lögmætum hætti og margar þeirra aðgerða sem lög- regla framkvæmdi voru bornar undir dómstóla áður en ráðist var í þær með kröfum um úrskurð. Ég ítreka það að allra reglna og laga sem um ræðir var gætt við rann- sókn þessa máls.“ Myndskeið DV birtir eins og áður segir mynd- skeið af lögreglumönnum sem kaupa hverja bjórflöskuna og sterka drykkinn á fætur öðrum. Þá sulla þeir niður áfengi á barborðið og samkvæmt heimildum DV var upphæðin sem þeir greiddu á staðnum 1,1 milljón. Einn heim- ildarmaður DV heldur því fram að lögreglumennirnir hafi verið saklaus peð í höndum yfirstjórnar lögreglunnar sem fól þeim verk- efni sem sé ólöglegt. Öllum æðstu stjórnendum árið 2013 hafi verið kunnugt um málið enda þarf lög- reglustjóri að samþykkja sérstakar aðgerðir yfirvalda ásamt næstráð- endum, hvort sem er að kaupa varning eða falast eftir þjónustu. „Það eru mjög skýr lög varð- andi vændi. Vændi og hugsan- legt mansal eru alvarlegar ásak- anir. Að falast eftir vændi hjá fólki í viðkvæmri stöðu eins og á nekt- arstað er alvarlegt. Þarna er reynt að freista kvenna sem hefðu hugs- anlega aldrei selt líkama sinn. Þá er ólöglegt að falast eftir vændi og með því að gera slíkt er verið að brjóta lög,“ segir einn heimildar- manna DV og bætir við að fall- ið hafi verið frá öllum ákærum og eigandi sætt kæru vegna skatta- lagabrots. „Þá mega lögreglumenn ekki fara í handtökur undir áhrif- um áfengis,“ bætir heimildarmað- ur DV við. Blaðamaður DV kann- aði málið. Til að sérstök aðgerð eins og tálbeituaðgerð sé heimil þarf að uppfylla nokkur skilyrði og eitt af þeim er að brot varði minnst átta ára fangelsi. Rannsókn vegna mansals er þó undanskilin sam- kvæmt heimildum DV. DV hefur óskað eftir svörum frá öllum sem komu að málinu en Jón H.B. var sá eini sem tengist málinu sem svar- aði hluta af spurningum DV. Ekki vandað til verka Helgi Magnús Gunnarsson, fyrr- verandi vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ræddu mál- ið í Kastljósi á miðvikudagskvöld. Þórhildur Sunna sagði: „Það finnast ekki ákveðin sönnunargögn og þetta er enn til skoðunar. Það sem kom út úr þess- um fundi var að reglur um vörslu sönnunargagna eru ekki mjög að- gengilegar svo það er erfitt fyr- ir okkur sem eru inni í kerfinu að kynna okkur nákvæmlega hvern- ig þessu er háttað og hvar staðirnir ættu að vera.“ Þá sagði Helgi: „Þetta mál er enn þá í sakamálarannsókn gagn- vart þeim lögreglumönnum sem að þessu komu. Það var fellt niður í janúar en er kæranlegt til ríkissak- sóknara. Það sem er augljóslega helsti vandinn er skortur á utan- umhaldi og ábyrgðarsviði þeirra sem komu að þessari aðgerð. Það á að vera verkstjóri yfir þessu sem ber ábyrgð […] Þarna er eins og oft vill verða að enginn keðja er sterk- ari en veikasti hlekkurinn. Þarna eru starfsmenn ekki að vanda sig og er kennt í lögregluskóla. Þetta er alltaf vinnan eftir húsleit að halda utan um alla pappíra.“ Þingmenn funda Sigríður Björk Guðjónsdótt- ir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuð borgarsvæðinu, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í fyrradag og svaraði fyrir- spurnum um hin týndu sönnunar- gögn. Tekið skal fram að hún hafði ekki tekið við embætti þegar ákvörðun um tálbeituaðgerðina var tekin. Píratar höfðu frumkvæði að fundinum. Sigríður greindi einnig frá því að hvorki tangur né tetur hefði fundist af skartgripum og öðrum fjármunum. Á Vísi var haft eftir Sigríði Björk: „Þessir munir hafa ekki kom- ið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lög- reglustjóraembættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er.“ Bætti Sigríður við að málið væri litið alvarlegum augum innan emb- ættisins. Heimildarmenn DV segja að lögreglustjórinn leggi þunga áherslu á að málið sé rannsakað til að draga af því lærdóm. Líklegasta niðurstaðan að mati heimildar- manns DV er að engin niðurstaða fáist í hvarf verðmætanna og ríkið greiði á endanum skaðabætur. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af full- um þunga og af mikilli alvöru.“ n n Umdeild rassía lögreglu á Strawberries n Jón H.B.: Engin mistök gerð n DV birtir tvö myndskeið sem sýna lögreglumenn hella í sig áfengi 1 bjór, 2 bjórar, gin og svo koníak Spurningar DV til stjórnenda lögreglu - Jón H.B. Snorrason svaraði að hluta DV vill spyrja eftirfarandi spurninga: n Má lögregla vera drukkin við störf? n Hver tók ákvörðun um þessa aðgerð og skipulagði hana? Hver stýrði henni? n Lágu fyrir upplýsingar um vændisstarfsemi eða mansal áður en aðgerðin var sett af stað? n Hvaða fjárupphæðir var lögreglumönnum ráðstafað? n Hvernig var gerð grein fyrir þessum upphæðum sem lögregla fékk til að eyða á barn- um. Nú hlýtur að vera bókhald í lögreglunni? Hvernig var þetta útlistað? n Hvað fór fram áður en farið var af stað? Það þurfa að liggja fyrir ákveðnar grunsemdir. Voru þær nægar? Lá á að gera þetta? n Hefði verið hægt að vinna þetta með öðrum hætti. Yfirheyrslum? Samtölum við starfsmenn? n Það er regla um meðalhófsreglu sem er mjög mikilvæg. Var henni framfylgt? n Væri hugsanlega hægt að lögsækja lögreglumenn eða stjórnendur vegna aðkomu þeirra að málinu? n Aðgerðin er skipulögð af löglærðum mönnum sem þekkja lögin. Eru þeir þarna að fela lögreglumönnum að gera eitthvað ólöglegt eins og að drekka áfengi og fara svo í handtökur? n Voru einhverjir ófaglærðir lögreglumenn á svæðinu? n Hver stjórnaði á vettvangi? Var einhver stjórnandi inni á staðnum? n Var stjórnandi fyrir utan? n Stóð það til frá upphafi að fara í handtökur? Átti þetta að vera upplýsingaöflun sem síðan breyttist? Og hvað breyttist svo það varð þess valdandi að þetta var gert? Tekin með valdi Lögreglumaðurinn ýtti stúl- kunni á myndinni nokkuð harkalega í stólinn. Stúlkan starfaði á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.