Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 31
fólk - viðtal 31Helgarblað 19. janúar 2018 kjarna. Stefán er þó mun þekktari fyrir skipulagningu tónleika. Hann og Hrefna fluttu til Neskaupstað- ar þar sem vantaði bæði íþrótta- kennara og hjúkrunarfræðing og bjuggu þar um skeið. Þar komu þau rokkhátíðinni Eistnaflugi á laggirnar árið 2004. Hátíðin var smá í sniðum fyrstu árin og aðeins um 50 mið- ar seldir. Það voru mikil viðbrigði fyrir Stefán og Hrefnu að flytja austur og búa fjarri rokkglaumn- um sem þau vildu ekki missa af. „Ég lét á þetta reyna og fékk 400 þúsund kall í styrk fyrir rútu frá menningar ráði. Hljómsveitirnar komu og spiluðu einn dag og svo var partí heima hjá mér.“ Ákveðið var að halda hátíðina aftur næsta ár og svo koll af kolli. Hún stækkaði mjög hratt milli ára og árið 2010 voru gestirnir orðnir um 1.500 talsins. Stefán segir árið 2008 vissan vendipunkt. „Þarna komu guðirnir í HAM á svæðið. Þetta var líka árið þegar fyrsta er- lenda bandið kom á hátíðina.“ Sífellt fjölgaði einnig í hópnum sem kom að skipulaginu. Meðal þeirra voru Guðný Thorarensen, Gísli Sigmundsson og Karl Óttar Pétursson. Flestar hljómsveitirnar sem spila á Eistnaflugi eru íslenskar, bæði stór nöfn á borð við Skálmöld, Dimmu og Sólstafi, en einnig minna þekkt bönd sem eru að brjótast fram á sjónarsviðið. Risa- stór erlend rokkbönd hafa einnig stigið þar á svið. Má þar helst nefna Napalm Death, Meshuggah, Opeth, At the Gates og Cavalera- bræður. „Ég sagði það alltaf í gríni að ég myndi hætta þegar ég fengi Slayer til að koma … og það mun- aði engu nú í sumar. Þeir buðu mér dagsetningu en hún var á sama tíma og Secret Solstice.“ Banaslysið 2010 breytti öllu Árið 2010 voru tekin stór skref í að gera hátíðina fagmannlegri en áður, með betri aðstöðu, lög- gæslukostnaði og fleiru. Þá spil- aði stór erlend hljómsveit í fyrsta skipti, Napalm Death, og áhuginn var gríðarlegur á hátíðinni. Stef- án segir jafnframt að þetta hafi verið erfiðasta hátíðin þar sem ung kona lést af slysförum. „Þetta breytti öllu,“ segir Stefán og það er augljóst að það er erfitt fyrir hann að rifja þennan tíma upp. Hugsaðir þú um að hætta? „Já, Jesús minn. Ég skil enn þá ekki af hverju ég hætti ekki eftir þetta. Við fengum mikinn stuðn- ing en þetta var rosalegt áfall fyrir alla sem tengjast Eistna- flugi, sama hvort um er að ræða hátíðahaldara, björgunarsveit og öryggisgæslu, heimamenn og svo auðvitað Eistnaflugsgesti, sem þekkjast margir hverjir mjög vel. Á þessum árum töluðum við um Eistnaflugsfjölskylduna.“ Stefán segist alla tíð hafa kennt sjálfum sér um slysið. „Þetta hefði ekki gerst ef ég hefði ekki verið að halda Eistnaflug. Ég hef aldrei get- að sætt mig við þetta og senni- lega er það eðlilegt. Maður hugs- ar oft til fjölskyldu hennar og vina. Það misstu margir mikið þarna og Eistnaflug varð aldrei eins fyrir mig eftir þetta, ekki fyrir mig. Þetta fyllti mann kvíða og það var sér- staklega erfitt að koma aftur ári seinna og árin þar á eftir. Ég drakk bara þeim mun meira um Eistna- flugshelgina til að komast í gegn- um dagana.“ Í annað skiptið sem Stefán hugsaði verulega um að hætta var árið 2014. „Hátíðin var sérstaklega stór það árið og ég var alveg úr- vinda. Ekki bara út af Eistnaflugi heldur var almennt mikið álag á mér það árið. Ég fékk til dæm- is tvisvar sinnum lungnabólgu og var útkeyrður.“ Leitaðir þú þér aðstoðar? „Já, ég fór og hitti sálfræðing og ræddi málin eins og ég mögulega gat. Þegar ég horfi til baka hefði ég átt að hætta á þessum tíma. Það var orðið of erfitt að halda þetta.“ Varstu undir þrýstingi um að halda áfram? „Já, og eðlilega. Þessi hátíð er orðin ákveðin stofnun og próf- steinn fyrir yngri hljómsveitir. Sjá- um Auðn núna, Kontiuum, Vin- tage Caravan, Sólstafi, Une Misere, Zhrine og Skálmöld. Allar þessar hljómsveitir sem hafa verið að spila erlendis hafa komist í kynni við fólk á Eistnaflugi sem kemur þeim svo áfram. Stökkpallurinn er þarna.“ Stóð með sjálfum sér og hætti Kom til tals að flytja hátíðina til Reykjavíkur? „Já, þetta er það heimskasta sem þú gerir, að vera með hátíð á Íslandi svo langt í burtu frá höfuðborginni. Sérstaklega þegar ferðakostnaður- inn er tekinn inn í. Það er ekkert vit í þessu. En kosturinn við fjar- lægðina er sá að fáir myndu keyra í tíu klukkutíma til þess að vera leiðinlegir. Ég er sannfærður um að vegalengdin grisji út fávitana í þessu tilviki.“ Eins og flestir vita þá er einkennisorð Eistnaflugs: Bann- að að vera fáviti! Eins og greint hefur verið frá var mætingin á Eistnaflug árið 2017 langt undir væntingum og mikill halli á rekstrinum það árið. Stefán segir ástæðuna hafa verið hrun í komu erlendra gesta. „Við vorum með stærsta og opnasta hljómsveitaúrval frá upphafi og auglýstum vel. En krónan er sterk og ferðakostnaður hár. Erlendir gestir hafa aldrei verið færri en 500 undanfarin ár og hæst farið upp í 800. Ég held að við höfum ekki náð 50 í sumar.“ Þetta reyndist vendipunkturinn hjá Stefáni þegar kom að Eistna- flugi. „Það kom að því að ég myndi standa með sjálfum mér. Ég gerði það ekki 2010 og ekki 2014, en þarna gat ég ekki meir. Að klára þessa stór- kostlegu hátíð þar sem allt gekk vel og sjá að niðurstaðan var þessi.“ Stefán ákvað að hætta að skipu- leggja hátíðina en Karl Óttar náði á fjórum mánuðum að safna hópi til að halda Eistnaflugi gangandi, hópi sem meðal annarra inniheldur Helgu Dóru Jóhannesdóttur, Guð- mund Rafnkel Gíslason og Ólaf Pál Gunnarsson útvarpsmann. „Ég var mjög svekktur að hætta við þess- ar aðstæður en er afar ánægður að þetta haldi áfram.“ Fimm sjálfsvíg í senunni Á síðasta Eistnaflugi voru haldnar umræður í tengslum við geð- heilbrigði. Þunglyndi og sjálfsvíg hafa verið eitt stærsta vanda- mál samfélagsins undanfarin ár og þungarokkheimurinn hefur ekki farið varhluta af því. Á árinu 2017 sviptu fimm ungir strákar í rokksenunni sig lífi. Þar á meðal Bjarni Jóhannes Ólafs- son, forsprakki hljómsveitarinnar Churchhouse Creepers. „Þetta ár, 2017, var svo erfitt. Það voru góðar stundir inni á milli en það kom hvert áfallið á eftir öðru. Við höfðum talað um að halda svona umræður áður en þegar Bjarni dó urðum við að gera þetta.“ Sálfræðingur stýrði umræðun- um og Hrefna og Jónas Sig tón- listarmaður voru í panel. Stefán segist ánægður með að hafa stig- ið þetta skref en dagurinn hafi ver- ið ákaflega erfiður þegar umræð- urnar og sögurnar byrjuðu. „Það var troðfullt og fólk hafði mikla þörf fyrir að tjá sig um þessi mál. Kvíði og þunglyndi eru mjög al- geng í þessari senu eins og annars staðar í samfélaginu. Ef einhver þekkir kvíða þá er það ég. Ég var með brunakvíða þar til fyrir þrem- ur árum þegar hann hvarf af ein- hverjum óútskýrðum ástæðum.“ Er þetta sérstaklega mikið vandamál í tónlist? „Ég held ekki. Íslendingar eru kvíðnir og þunglyndir. Ég er skít- hræddur um að þessi síma- og spjaldtölvuvæðing sé að aftengja fólk frá því sem veitir okkur ham- ingju. Heimurinn er rammaður inn í skjáinn. Unga fólkið fylgist frekar með Snapchat-stjörnun- um sem eru misgáfulegar í stað þess að fara í ræktina eða hitta fólk, en við sem erum eldri þurf- um líka að vara okkur. Þetta hef- ur áhrif á hjónabönd og sam- veru með börnum okkar. Það þarf líka að keyra einhverja almenni- lega neyðaráætlun í gang hérna á landi. 26 manns létust í bílslysum en 40 sviptu sig lífi á síðasta ári. Að stofna nefndir er ekki nóg, það þarf að setja fjármagn í geðheil- brigðiskerfið og hvaða bull er það að þjónusta tengd geðheilbrigði sé ekki niðurgreidd.“ Úr kennslunni í veitingarekstur Stefán starfaði sem íþrótta- kennari í 14 ár en hætti vegna reglugerðar um sundpróf. „Menntamálaráðuneytið stillti íþróttakennurum upp við vegg. Allir sem ætluðu að kenna áfram urðu að taka prófið sem meðal annars fólst í því að kafa eftir hlut- um eins og smábörn. Ég streittist við í tvö ár en tók svo prófið þegar skólastjórinn var kominn í vand- ræði. Þegar ég kom heim grét ég, mér fannst þetta svo niðurlægj- andi og skildi ekki í því af hverju íþróttakennaraprófið dugði ekki. Ég ákvað að hætta að kenna eftir þetta próf. Ég var svo ósáttur við þessi vinnubrögð að ég ákvað að gera eitthvað annað.“ Um tíma starfaði Stefán sem einkaþjálfari og einnig rak hann Skúla Craft bar. Í ágúst bauðst honum staða framkvæmdastjóra Hard Rock Café. Hann fór út til Flórens í svokallaðan Hard Rock- skóla og kynntist þar öllum hliðum rekstursins og prófaði allar stöður. Þegar hann sneri heim var verið að opna nýja staðinn við Lækjargötu, sem er töluvert öðruvísi en sá gamli í Kringlunni. Á efri hæðinni er veitingastaður, á jarðhæðinni búð og í kjallaranum er glæsileg- ur salur með fullkomnu hljóð- og ljósakerfi. Í kjallaranum er hægt að halda alls konar viðburði. Tónleik- ar, uppistand og aðrar skemmtan- ir eru tíðar og einnig giftingar- og fermingarveislur. Telur þú að reynslan frá Eistna- flugi hafi hjálpað þér? „Alveg klárt mál. Ég var með þrjú þúsund manns á herðunum í alls konar ástandi og þurfti að glíma við allan fjandann. Eistna- flug var mjög góður skóli. Mér finnst kjallarinn hérna skemmti- legastur og að skipuleggja tónleika og viðburði á vel við mig. Þetta er krefjandi en líflegt starf og ég tekst á við nýja hluti á hverjum degi. Mér líður mjög vel núna, við fjöl- skyldan erum brosandi, hress og kát, og þá er lífið gott. Mér líst vel á hvernig árið 2018 er að byrja.“ n „Við höfðum talað um að halda svona umræður áður en þegar Bjarni dó urðum við að gera þetta Með Eistnaflug í 13 ár „Eistnaflug varð aldrei eins fyrir mig eftir þetta, ekki fyrir mig“ Myndir Sigtryggur Ari ungur pabbi „Síðasta árið vorum við komin í séríbúð því það var ekki hægt að vera á vistinni með hann. Gleðin á staðnum var einfaldlega of mikil.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.