Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 58
Vikublað 19. janúar 2018 58 þvinguð til að fjalla um hluti sem ég hafði litla sem enga þekkingu á og þá kemur maður svo sem ekkert vel út. Svo var þetta á þeim tíma sem NFS, eða Nýja Fréttastöðin, var að fæðast þannig að það var gríðarleg áhersla lögð á allt sem sneri að fréttum og pólitík. Þeir ætluðu sér að verða BBC News Íslands. Ég var fróðleiksfús og gerði mitt besta til að afla mér upplýsinga um hin ýmsu mál – en kannski gaf fólk mér bara ekki séns? Ég veit það ekki. Undir lokin var ég svo bara algjörlega komin með upp í kok af neikvæðri gagnrýni, aðfinnslum og öðrum leiðindum í minn garð enda má segja að þetta niðurrif hafi flæmt mig úr fjölmiðlabransanum,“ segir Ragnheiður og rifjar upp færslur og athugasemdir sem hún las um sjálfa sig, meðal annars á Barnalandi og ýmsum bloggsíðum sem þá gegndu svipuðu hlutverki og Facebook og Twitter gera í dag. Hefur bognað en aldrei brotnað „Maður las alls konar rugl eins og til dæmis að maður gæti eins verið með póstkassa í staðinn fyrir haus, fólk var ekkert að spara sitt ömurlega álit. Fyrst um sinn hafði þetta mjög niðurbrjótandi áhrif á mig og ég lét þetta stjórna því hvernig mér leið en þegar NFS fór á hausinn, hætti ég í fjölmiðlum og fór inn á önnur svið,“ segir hún, en Ragnheiði var sagt upp ásamt fjölda annarra starfsmanna þegar fyrirtækið hætti. „Að vera sagt upp er reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Margir líta á uppsögn úr starfi sem gríðarlega höfnun en í dag er ég þakklát fyrir þetta því þrátt fyrir allt sem á hefur gengið í lífi mínu hef ég, innst inni, alltaf einhvern veginn vitað fyrir hvað ég stend. Ég hef kannski bognað en aldrei brotnað – og ég held að ég sé komin með ansi þykkan skráp. Gagnrýnin, afbrýðisemin, mót- lætið, umtalið og aðfinnslurnar byrjuðu auðvitað þegar ég var bara fimmtán ára en það var ekki fyrr en eftir þessa reynslu að ég tók þá ákvörðun að álit annarra skyldi aldrei ráða því hvernig mér liði eða hvað mér þætti um sjálfa mig og ef það væri einhver sem ætti að bera ábyrgð á minni líðan þá væri það einungis ég sjálf,“ segir hún. „Pabbi var alltaf kletturinn í mínu lífi“ Eftir þetta beindist athygli hennar inn á önnur svið. Hún skráði sig í nám í mannauðsfræðum hjá Endurmenntun Háskólans og það- an lá leiðin í sálfræðina en Ragn- heiður útskrifaðist með meistara- gráðu í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Í dag starfar hún sem framkvæmdastjóri Forvarna ehf. og sinnir bæði einstaklingum og fyrirtækjum, ásamt fleira fólki sem þar starfar, en aðaláherslu leggur Ragnheiður á að hjálpa fólki að fyrirbyggja heilsubrest sem orsakast af völdum streitu og álags. Áhuga hennar á þessu orsakasamhengi má meðal annars rekja til ótímabærs dauða föður hennar sem lést úr krabba- meini aðeins 56 ára að aldri. „Hann vann mikið álagsstarf og ég er viss um að partur af hans veikindum orsakaðist af streitu en hann var bráðkvaddur í sömu viku og hann greindist með krabbamein í ósæðinni við hjartað. Okkur fjölskyldunni var tilkynnt um veikindin á þriðjudegi og svo var hann látinn á föstudegi. Maður veit eiginlega ekki hvort það er betra að missa fólk skyndilega eða fá tíma til að kveðja það, en við áttum góða stund saman áður enn hann fór. Pabbi var alltaf kletturinn í mínu lífi og að missa hann var auðvitað innlegg í reynslubankann líka,“ segir hún og ljóst er að henni þótti ákaflega vænt um pabba sinn. „Erum við sífellt að bera okkur saman við annað fólk?“ Hún segist trúa því að samhengið á milli þess að veikjast alvarlega og/eða deyja fyrir aldur fram megi oft rekja beint til mikillar streitu. Streitan geti orðið allsráðandi í lífi margra og þá sé það ýmist innri streita, ytri streita eða hvort tveggja, sem hafi tögl og hagldir. Ytri streitu skilgreinir hún sem uppákomur og aðstæður sem við höfum enga eða litla stjórn á, til dæmis dauðsföll, veikindi, tekjumissi eða þess háttar, en innri streitu segir hún vanalega orsakast af hugsunum sem við gætum oft haft miklu betri stjórn á. Hún telur að margt ungt fólk, á aldrinum tuttugu til fjörtíu ára, glími við innri streitu sem í flestum tilfellum mætti draga stórlega úr. „Fyrst og fremst þurfum við að byrja á því að skoða viðhorfin okkar og komast að því hvort þau séu að gagnast okkur. Erum við til dæmis á kafi í lífsgæðakapp- hlaupinu eða föst í einhvers konar útlitsdýrkun? Erum við sífellt að bera okkur saman við annað fólk og kannski setja okkur óraunhæf markmið? Og erum við haldin of mikilli þörf fyrir viðurkenningu? Þetta eru mikilvægar spurningar sem er gott að svara, því ef viðhorf- in gagnast okkur ekki þá keyrum við okkur stundum í gegnum lífið, með slæmum afleiðingum, ekki að- eins fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir okkar nánasta fólk, bæði börn og maka,“ segir Ragnheiður. Áróður um fullkomið líf Hún segir að mörg gerum við þau mistök að lifa lífinu á forsendum annarra og gleymum stundum að staldra við og spyrja hvort það sem við séum að gera sé raunverulega það sem okkur langar til. Sýndar- veruleikinn á samfélagsmiðlum geti til dæmis gert fólki lífið leitt ef það er ekki meðvitað um andlegu áhrifin sem geta fylgt því að verða fyrir stöðugu áreiti og áminningum um einhvers konar fullkomið líf. „Það dynur á okkur þessi endalausi áróður um að eignast fullkomið heimili, keyra um á fullkomnum bíl, vera í góðu sambandi við fullkominn maka og eiga fullkomin kurteis börn – og síðast ekki síst hafa fullkomið útlit til að lífið geti orðið gott. Auðvitað er ekki til neitt sem heitir fullkomið líf og þetta vita flestir en við þetta áreiti getur samt sem áður myndast ósamræmi milli innri og ytri veruleika sem skilar sér svo í vanlíðan. Fólk veltir því fyrir sér hvernig það muni nokkurn tímann ná að höndla hamingjuna þegar lífið er eins ófullkomið og raun ber vitni. Með öðrum orðum verður bilið á milli þess hver þú ert, og hver þig langar til að verða, of breitt. Og svo er það annað mál að „hver mig langar til að vera“ stjórnast oft allt of mikið af því sem maður telur að aðrir haldi um mann, eða áliti annarra.“ Þú hefur þá kannski dregið þennan lærdóm beint upp úr eigin reynslubrunni? „Já, auðvitað lærði ég af því að hafa lent á þeim stað í lífinu að skoðanir, álit, hugsun og hegðun annarra stjórnuðu því næstum alfarið hvernig mér sjálfri leið og þótt hún hafi ekki verið skemmtileg þá hefur þessi lífsreynsla einnig nýst mér mjög vel í starfinu. Ég hef til að mynda lært að þekkja eigin tilfinningar nokkuð vel og stjórna þeim eftir bestu getu, en um leið hef ég líka öðlast ágætis tilfinninga- læsi og á auðvelt með að skilja fólk og setja mig í spor annarra.“ Áreitið verður alltaf til staðar Hún segir, að þrátt fyrir margs konar vonbrigði og erfiðleika, hefði hún aldrei viljað að henni hefði verið hlíft við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni til þessa. Í sumum tilfellum hafi hún haft takmarkaða stjórn á aðstæðum og öðrum ekki, en allt hafi þetta verið góðar lexíur sem nýtist vel í dag. Í starfi sínu þakkar Ragnheiður Ólafi Þór Ævars- syni, geðlækni og eiganda Forvarna, sérstaklega fyrir góða handleiðslu en með honum hefur hún starfað allt frá því að hún byrjaði að læra sálfræði. Með tímanum hefur hún svo öðlast mikla sérþekkingu á áhrifum streitu og starf hennar gengur aðallega út á að liðsinna fólki á því sviði. Þrátt fyrir áðurnefnda útgangspunkta um innri og ytri streituvalda segir hún það þó mjög einstaklingsbundið hvað það sé sem stressar fólk upp. „Þegar ég tala um streituvarnir þá á ég oftast við svefn, mataræði, hreyfingu og hugarfar. Áreitið verður alltaf til staðar í lífinu en hvert og eitt þurfum við að byggja upp markvissar varnir með því að passa upp á þessi grundvallaratriði.“ Smátt og smátt verður hamingjan meiri Hvað finnst þér þá um það þegar fólk er að mæla hreyfingu sína og birta svo árangurinn, tíma, þyngd og þess háttar á samfélagsmiðl- um eða í þar til gerðum öppum? Verður þessi viðleitni til að lifa heilbrigðara lífi kannski til þess að auka streituna hjá sumum? „Vissulega. Hjá mörgum verða þessi smáforrit, og aðrir sam- félagsmiðlar, einmitt til þess að samanburðurinn við annað fólk verður meiri og óheilbrigðari. Í kjölfarið líður mörgum sífellt verr ef árangurinn er ekki í samræmi við markmiðin. Þessari tækni er vissulega ætlað að bæta líf okkar og einfalda það en ef við kunnum ekki að fara með hana þá getur tilveran orðið erfiðari. Með sam- félagsmiðlatengd útivistarforrit á borð við Endomodo, Strava og þess háttar er kannski málið að byrja á því að spyrja til hvers maður sé að stunda hlaup og hjólreiðar? Er maður að þessu til að aðrir geti fylgst með manni, séð hvað maður er fljótur og hvað maður hjólar langt, eða erum við fyrst og fremst að þessu í þeim tilgangi að bæta eigin lífsgæði?“ Hún lýsir huganum sem félags- legu líffæri og að í honum mótist öll okkar félagslega hegðun allt frá því við erum börn. „Frá upphafi er okkur sagt hvernig við eigum að haga okkur við ákveðnar félagslegar aðstæður, hvernig við ættum að bregðast við og svo framvegis, og smám saman skilyrðist hugarfarið inn á ákveðna hegðun. Þess vegna er fyrsta mál á dagskrá að skoða hugann ef við viljum breyta einhverju í lífinu,“ segir hún og bendir um leið á að allt snúist þetta um ákvarðanir. Að alla daga stöndum við frammi fyrir því að velja ýmist A eða B en styrkurinn og hamingjan séu í raun fólgin í því að velja það sem er betra fyrir mann þegar til lengri tíma er litið. „Maður hugsar fyrst, ákveður sig og framkvæmir svo. Stundum ákveðum við hlutina svo fljótt að við tökum ekki einu sinni eftir því en því oftar sem maður staldrar við, hugsar málið og velur svo þann kostinn sem er betri fyrir mann til lengri tíma – eins og til dæmis að borða hollan mat í staðinn fyrir skyndibita, því betur líður manni og smátt og smátt verður hamingj- an meiri.“ „Maður veit eiginlega ekki hvort það er betra að missa fólk skyndi- lega eða fá tíma til að kveðja það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.