Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 24
24 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 19. janúar 2018 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Ritstjóri: Sigurvin Ólafsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 Er þetta í lagi? Miðflokkur á eigin fótum Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hyggst bjóða fram lista í komandi sveitar­ stjórnarkosningum. Flokkurinn er búinn að stofna sérstakt fé­ lag í Suðvesturkjördæmi og mun stofna félag í Reykjavík á mánudag sem mun halda utan um framboðin. Sigmundur Davíð, þrátt fyrir að vera mikill áhugamað­ ur um borgarmál, verður ekki í forsvari í Reykjavík og því verður spennandi að sjá hvort flokkurinn nái að standa einn og óstuddur í Reykjavík. Ýmsir hafa verið nefndir á nafn sem mögulegir oddvitar, þá er helst hvíslað að Guðfinna J. Guðmunds- dóttir hætti við að hætta. Líta vel út í saman- burðinum Viðari Guðjohnsen hefur tekist að gefa froðukenndri borgarpóli­ tík allhressilegt hjartastuð á síðustu dögum. Viðar er ekki talinn líklegur til að leiða Sjálf­ stæðisflokkinn í komandi kosn­ ingum og segir hann sjálfur að sigurlíkur sínar í leiðtogakjöri flokksins séu litlar sem engar. Tilgangurinn, ef hann er ekki að verða oddviti, hlýtur þá að vera að láta hina frambjóðend­ urna líta út fyrir að vera hóf­ stilltir skynsemissinnar í sam­ anburði. S tjórn Krýsuvíkursamtak­ anna sakar DV um að vega að starfsemi og starfs­ heiðri Meðferðarheimilis­ ins í Krýsuvík með harkalegri og villandi umfjöllun. Vísar stjórnin gagnrýni á bug en hefur ákveðið að óska eftir því að Landlæknis­ embættið geri úttekt á starf­ seminni. Í frekar aumri yfirlýsingu hreykja stjórnendur sér af góðum árangri en gangast ekki við neinum mistökum. DV hefur lagt spurn­ ingar fyrir Sigurlínu Davíðsdóttur, stjórnarformann Krýsuvíkursam­ takanna, vegna fyrri greinar DV. Þar gengst hún við því að eitt og annað hafi farið úrskeiðis. Þá er líka forvitnilegt að stjórnin hafi óskað eftir úttekt Landlækn­ is einmitt þegar DV greindi stjórn­ endum frá því að til stæði að birta rúmlega árs gamla úttekt þar sem Landlæknir gaf meðferðarheim­ ilinu falleinkunn. Fékk með­ ferðarheimilið hálft ár til að bregð­ ast við því sem var að en í stuttu máli var ekki brugðist við. Það ber því að fagna því að til standi að óska eftir aðkomu Landlæknis. Sigurlína hrósar Birni Ragnars­ syni fyrir vel unnin störf í skriflegu svari til DV. DV greindi frá því að hann hefði verið látinn fara vegna samneytis við sjúkling. Hann var samt ráðinn aftur og var þá kærð­ ur fyrir kynferðisbrot. Björn var fær í sínu starfi. Björn sagði sjálf­ ur að hann hefði enga þekkingu til að hjálpa skjólstæðingum Sigur­ línu og hefði verið settur í erfiða stöðu. Sigurlína staðfestir einnig óeðlileg samskipti á milli Þorgeirs Ólasonar forstöðumanns og stúlku sem var skjólstæðingur hans. „Forstöðumaðurinn er nú búinn að upplýsa mig og aðra í stjórninni um þetta mál, sem er allt mjög erfitt og leiðinlegt,“ segir Sigurlína. Þá þykir Sigurlínu eðlilegt að skilja fólk eftir á bensínstöðvum hér og þar þegar skjólstæðingum hefur verið vísað burt. Eftir fyrri úttekt DV mátti lesa í athugasemdakerfi DV, þar sem DV var sakað um að ráðast með ósann­ gjörnum hætti á meðferðarheim­ ilið, að með umfjölluninni væri DV að reyna að láta loka heimil­ inu. Auðvitað vill enginn starfs­ maður að meðferðarheimilinu sé lokað. Blaðamenn DV eru í þess­ um greinum að benda á alvarlega hluti sem þarf að laga svo hægt sé að veita okkar veikasta fólki fag­ lega meðferð og ráða þangað gott fólk, en ekki níðinga eins og hefur gerst oftar enn einu sinni. Þá hafa sett sig í samband við DV tugir manns, úr öllum stétt­ um, sem þekkja vel til og hafa tek­ ið undir umfjöllun DV. Bæði fyrr­ verandi skjólstæðingar, ráðgjafar og fólk innan heilbrigðiskerfisins sem hefur haft aðkomu að með­ ferðarheimilinu. DV spyr einfaldlega, er þetta í lagi? Er í lagi að reka mann fyrir litlar sakir í opinn dauðann. Er í lagi að ráða mann aftur eftir samneyti við sjúklinga? Er í lagi að forstöðumaður sé í óeðlilegum samskiptum við kvenkyns sjúklinga? Er í lagi að hafa mann á launaskrá sem hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi og kaupir sér vændi? Er í lagi að hafa kynferðislega brenglaðan mann í starfi sem tekur sjúklinga í einkatíma heim til sín á kvöldin? Er í lagi að skilja sjúklinga eftir klukkan 16.00 og vitja þeirra ekki fyrr en morguninn eftir? Er í lagi að hundsa athugasemdir Landlæknis eins og gert var í lok árs 2016? n Spurning vikunnar Styður þú borgarlínu? „Nei. Ég held að það fyrirbæri muni ekki koma til með að borga sig.“ Guðlaugur Birgisson „Ég get ekki alveg sagt til um það. Ég myndi vilja kynna mér þetta svolítið betur en hugmyndin er góð.“ Teitur Þorkelsson „Ég styð alla góða hluti.“ Geir Ólafsson „Já, ég bjó sjálf í Danmörku og það er miklu þægilegra að ferðast þannig um og svo minnkar bílaumferðin.“ Anna Pálsdóttir Þ að er alltaf rangt að gera fólk ábyrgt fyrir misgjörð­ um annarra sem tilheyra hópi sem viðkomandi hef­ ur ekkert val um að tilheyra, eins og gert er þegar þess er krafist að allir karlar, en ekki konur, taki ábyrgð á kynferðislegri áreitni og ofbeldi sumra karla, þá er það sér­ staklega klikkað þegar einu gögn­ in sem við höfum um hversu al­ gengt slíkt sé segja að það sé mjög sjaldgæft. Það er alveg jafn fárán­ legt, og skaðlegt, að gera alla karla ábyrga fyrir ofbeldi sumra og það væri að gera allar konur ábyrgar fyrir umgengnistálmunum sumra kvenna gagnvart barnsfeðrum sínum. Kynjastríð er vont, og það mun ekki bæta samskipti fólks. Það er líka ógeðfellt að krefjast þess bæði að allir karlar taki ábyrgð og samtímis að þeir hlusti og þegi. Þær hugmyndir eru ekkert skárri en sú kúgun sem konur hafa orðið fyrir gegnum aldirnar þegar þær voru með­ höndlaðar sem annars flokks fólk. Málstaðurinn að vinna gegn kynferðislegri áreitni, yfirgangi og ofbeldi er mjög góður. Og vonandi hefur þessi hreyfing jákvæð áhrif í þá átt. Til þess þurfa ekki síst þau sem eru í valdastöðum, sem eru bæði karlar og konur, gleymum því ekki, að gera það sem þau geta til að vinna gegn slíku á vinnustöðum sínum. En með því að reyna að gera alla seka um það sem fáir stunda er hættan sú að enginn beri ábyrgð. Þ að er mikilvægt að draga fram á yfirborðið kynja­ kerfið sem við búum í og hvernig samfélag okkar birtist annars vegar konum og hins vegar körlum út frá kyn­ ferði. Markmiðið er að bæta það til að allir séu jafnir óháð kynferði. #metoo dregur fram að hættan á að verða fyrir of­ beldi og áreitni margfaldast ef þú ert kvenkyns og það hefur áhrif á framgang í starfi og laun og annað. Metoo er samfélagslega mikilvægt því ef við viljum virkilega ná fram jafnrétti í samfélaginu þá þurfum við að ræða þessi mál. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þá þurfum við að varpa ljósi á hversu kynjað samfélagið er, það vill enginn ala börn sín upp í samfélagi þar sem áreitni er liðin. Þetta snýst ekki um hversu alvarleg brotin eru því það getur hamlað þér í lífinu ef þú upplifir áreiti sem sumum finnst vera minniháttar. Metoo­byltingin snýst um að fá karla til að hlusta á konur og hugsa um sína framkomu, að allir karlmenn taki þessar sögur til sín og hugsi með sér „hef ég gert eitthvað?“ Allir karlar þurfa að axla ábyrgð því annars geta þeir talið sér trú um að #metoo eigi ekki við þá og sleppt því að hlusta. Það er enginn að segja að það megi ekki reyna við ein­ hvern af hinu kyninu því það er ekki það sama og áreitni. Ef þú ert ekki viss þá er einmitt gott að velta þessu fyrir sér. Með oG á MÓTi – #mEtoo-byltingin Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Einar Steingrímsson, prófessor í stærðfræði. Með á MÓTi Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.