Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 65
menning 65Helgarblað 19. janúar 2018 Aldrei úr augsýn Metsölulisti Eymundsson Vikuna 8.–14. janúar Vinsælast í bíó Helgina 12.–14. janúar Vinsælast á Spotify 18. janúar 2018 1 Þorsti - Jo Nesbø 2 Bætt melting betra líf - Michael Mosley 3 Sigraðu sjálfan þig - Ingvar Jónsson 4 Náttbirta - Ann Cleeves 5 Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir 6 Dóra Bruder - Patrick Modiano 7 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 8 Ný tölfræði fyrir framhaldsskóla - Björn Einar Árnason 9 Svanurinn - Guðbergur Bergsson 10 Þyrluránið - Jonas Bonnier 1 Paddington 2 2 Jumanji 3 The Commuter 4 Star Wars: The Last Jedi 5 The Greatest Showman 6 Ferdinand 7 Pitch Perfect 3 8 Downsizing 9 Coco 10 The Disaster Artist 1 Út í geim - Birnir 2 Já ég veit - Birnir og Herra Hnet- usmjör 3 Ungir strákar - deep mix - Floni 4 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 5 Trappa - Floni 6 River - Eminem og Ed Sheeran 7 Havana - Camilla Cabello og Young Thug 8 B.O.B.A. - JóiPé og Króli 9 Perfect duet - Ed Sheeran og Beyoncé 10 Labbilabb - Herra Hnetusmjör AlsjáinFangelsi með stöðugu eftirliti sem gerir það að verkum að fangarnir fara að aga sig sjálfir. Eru sömu lögmál að verki í eftirlitssamfélagi samtímans? „Vangaveltur um eftirlit ná að minnsta kosti aftur til hugmyndarinnar um Guð, hið alsjáandi auga sem fylgist alltaf með þér og sér allar syndir þínar. eftirlits tæknifyrir- tækja er allt annar en ríkisins. Neytandi samþykkir eftirlitið í skipt- um fyrir auðvelt aðgengi að ýmiss konar tækjum og staf- rænum tólum, en tilgang- ur fyrirtækjanna er fyrst og fremst að reikna út langanir neytanda og selja viðeigandi auglýsendum aðgang að viðkom- andi. Ljósmyndin í þágu eftirlitsins Ég geri ráð fyrir að ljósmynda- tæknin hafi mjög snemma verið nýtt í þágu eftirlits yfirvalda. Hvað er hægt að segja um áhrif ljós- myndarinnar á þróun eftirlits? „Já, ljósmyndamiðillinn hefur alveg frá upphafi verið samtvinn- aður eftirliti yfirvalda. Hann hef- ur til dæmis verið notaður sem hluti af skrifræðinu, sem mið- ill til að skrá stóra hópa fólks í skjalasöfn. Klassískt dæmi er til dæmis hvernig franski afbrota- fræðingurinn Alphons Bertillion fann upp fangamyndina (e. mug shot) í kringum 1880, það er skýrt dæmi um hvernig ljósmyndin var notuð til eftirlits og söfnun upp- lýsinga. Frá upphafi hefur eftir lit helst beinst að ýmiss konar óæski- legum aðilum á borð við glæpa- menn. En á sama tíma hefur hún alltaf verið notuð til að skrásetja ýmsa aðra minnihlutahópa – til dæmis í mannfræðilegum til- gangi. Þetta hefur verið leið til að safna saman og flokka þá sem gætu kallast „hinn“.“ Er framþróun í myndavélar- tækninni þá ekki líka drifkraftur í auknu eftirliti, hvaða áhrif hefur það til dæmis að stafræna mynda- vélin kemur fram? „Jú, hún hefur haft áhrif að mörgu leyti. Til dæmis hvað varðar hvernig stór tæknifyrir- tæki geta fylgst með okkur – og svo hvernig það getur verið fært áfram til bandarískra eftirlitsyfir- valda á borð við NSA. En stafræna myndavélin hefur líka haft áhrif á það hvernig við erum farin að stunda hversdagslegra eftirlit með jafningjum okkar, þetta er það sem hefur verið kallað „lá- rétt eftirlit“ milli fólks. Með þessu lárétta eftirliti verð- ur það mjög óskýrt í hug- um fólks hvort eft- irlit sé af hinu góða eða slæma. Í dag hrærumst við í flóknu sam- tvinnuðu neti margs konar ólíks eftirlits sem stafræn ljós- myndun, aðgengileiki, auðveld dreifing og geymsla stafrænna gagna hefur haft afgerandi áhrif á.“ Gagnrýnisleysi á Norðurlöndum Louise segir að það sé ekki síst mikilvægt að ræða eðli og af- leiðingar eftirlitsins á Norður- löndum enda hafa rannsóknir sýnt að þar sé fólk mun jákvæðara en annars staðar í garð hvers kon- ar eftirlits. Hún bendir á að vanda- málið við eftirlit stjórnvalda sé ekki bara í framtíðinni eins og margir telji, í þeirri pólitísku óvissu um hvort andlýðræðislegir stjórnmálamenn geti einn daginn náð stjórnartaumunum og nýtt eftirlitstæknina á ómannúðlegan hátt gagnvart heiðvirðu fólki, því jafnvel þegar lýðræðisleg stjórn- völd séu við lýði mismuni tæknin og komi oftar en ekki illa niður á varnarlausustu aðilum samfélags- ins. „Á Norðurlöndum er viðkvæð- ið gagnvart eftirlitinu yfirleitt það að ef þú hefur ekki gert neitt rangt þá hafir þú ekkert að fela. Fólk að- hyllist hálfgerða útópíu um al- gjöran sýnileika – en það er ekk- ert annað en útópía því það er aðeins sá sem býr við mikil for- réttindi sem myndi óska eftir slíku. Sýnileiki getur aukið hætt- una fyrir þann sem þarf á einhvern hátt að óttast að vera opin beraður eða gerður sýnilegur, hvort sem hann er óskráður innflytjandi eða starfsmaður í kynlífsiðnaði,“ segir Louise. Eitt verkið í sýningunni ÁHORF! er til að mynda byggt á ljósmyndum sem teknar hafa ver- ið af kortlagningarbíl Google og sýna kynlífsverkakonur þar sem þær bíða eftir kúnnum við vegi í Suður-Evrópu. Karlmenn hafa svo nýtt myndirnar til að staðsetja konurnar og umhverfið, en það gæti verið dæmi um hvernig algjör sýnileiki getur aukið líkamlega hættu fyrir hinn valdalitla. En af hverju eru Norðurlanda- búar svona jákvæðir í garð eft- irlitsins? „Það þarf eflaust að rannsaka það betur, en það hefur meðal annars verið bent á að þetta hafi með velferðarsamfélagið að gera. Við erum vön því að njóta félags- legra ávaxta velferðarsamfélags- ins, ávinningurinn næst að hluta til með félagslegu eftirlit og að- haldi. Það sem skiptir líka máli er að við höfum ekki upplifað al- ræðistilburði af hálfu ríkisins í sama mæli og aðrir hlutar Evrópu og heimsins. Að lokum eru þetta mjög einsleit samfélög og fólk veltir lítið fyrir sér stöðu þeirra sem koma nýir inn í samfélagið og gætu verið sérstaklega berskjald- aðir fyrir sýnileikanum. Þetta virð- ist vera frekar blindur punktur hjá mörgum Norðurlandabúum og vantar samstöðu með þeim sem minna mega sín og þyrftu kannski öryggi gagnvart eftirlitinu.“ Trufla stigveldi áhorfsins Eftirlit nútímans snýst ekki síður um söfnun og greiningu mikils magns upplýsinga um hegðun einstaklings en sjónrænt eftirlit með myndavélum. Hvað getur svið ljósmyndunar komið með inn í umræðuna um eftirlit? „Ég held að myndlist og ljós- myndun hafi ýmsilegt upp á að bjóða. Það er löng hefð fyrir gagn- rýnni heimildaljósmyndun, löng hefð fyrir því að vera meðvitað- ur um augnaráð, um sjónarhorn og það hvernig vald getur birst í áhorfi. Velta fyrir sér hvaða áhrif það hefur að sumir geti horft á og skrásett tilveru annarra. Margir ljósmyndarar og listamenn hafa velt fyrir sér hvernig hægt er að breyta eða brjóta upp þetta ójafn- vægi, hvernig er hægt að trufla stigveldi áhorfsins. Þessar aðferðir geta verið mjög gagnlegar og við- eigandi enn þann dag í dag, jafn- vel þó að mikið af eftirlitinu fari bara fram í gegnum hreinar tölu- legar upplýsingar. Listamenn og ljósmyndarar geta auðvitað líka sett hluti fram á sjónrænan hátt sem við erum ekki vön að sjá.“ Er eitthvert dæmi um ljós- myndaverk úr sýningunni sem þér dettur í hug sem varpar upp nýjum hliðum á umræðuna um eftirlit í samtímanum? „Ég get til dæmis nefnt verkefni Albertos Frigo, en hann dregur fram þetta hversdagslega eftirlit í brjálæðislegu verkefni þar sem hann tekur ljósmyndir af hverjum einasta hlut sem hann snertir með hægri hönd sinni. Hann byrjaði á þessu árið 2004 og ætlar að halda þessu áfram til 2040. Þegar maður hittir hann og fær sér kaffi með hon- um byrj- ar hann á því að taka mynd af kaffibollanum með lítilli myndavél. Hverri einustu mynd safnar hann í skjalasafn á netinu, þetta eru nú þegar orðnir tugir þúsunda mynda. Hann safn- ar þeim saman fyrir sýningar og prentar út, en maður þarf nánast stækkunargler til að skoða þær. Þetta verkefni minnir mann auð- vitað á hvernig við höfum tilhneig- ingu til að taka og deila mynd- um af alls konar hversdagslegum athöfnum og vekur upp spurningar um þetta. Með því að fara enn lengra með þetta sýnir hann okkur hvað sé í gangi í raun og veru.“ n Skrásetning hinna ósýnilegu Danska listakonan Tina Enghoff hefur skrásett tilveru óskráðra og heimilslausra innflytjenda, sem forðast hvað best þeir geta eftirlit yfirvalda í Danmörku. Þessi mynd er af blóði eins innflytjandans sem hefur þurft að fá læknisaðstoð frá Rauða krossinum. MyNd TiNA ENGhoff Louise Wolthers Hélt fyrirlestur um áhorf, eftirlit, ljósmyndir og listir á Ljósmyndahátíð Íslands í vikunni. MyNd dV Ehf / SiGTryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.