Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 19. janúar 2018fréttir Jón Garðar í samkeppni við Eldum rétt Í vikunni var nýtt fyrirtæki á máltíðamarkaði kynnt til leiks. Fyrir tækið heitir Einn, tveir & elda og mun bjóða upp á til­ búna matarpakka til eldunnar líkt og Eldum rétt. Íslendingar hafa tekið hugmyndafræðinni fagnandi en hið nýja fyrirtæki hyggst skapa sér sérstöðu með því bjóða upp á aukið úrval rétta og gestapakka með uppskriftum frá vinsælu­ stu kokkum landsins, til dæmis Ragnari Frey (Lækninum í eldhús­ inu) og Jóa Fel. Í forsvari fyrir fyrirtækið er athafnamaðurinn Jón Arnar Guð­ brandsson, einn eigenda Lemon, og Gunnar Már Sigfússon einka­ þjálfari, sem hefur getið sér gott orð sem talsmaður lágkolvetna­ lífsstílsins. Í fréttatilkynningu kemur fram að Einn, tveir og elda sé í eigu Dagný & co. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis er Jón Garðar Ög­ mundsson, fyrrverandi rekstrar­ aðili McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. Rekstrarsaga Jóns Garðars er ekki beysin en fyrir tæpum tveim­ ur árum hlaut hann tvo dóma fyrir umfangsmikil skattsvik. Annars vegar vegar í fimm mánaða skil­ orðsbundið fangelsi fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald's frá árinum 2009 og 2010. Hins vegar hlaut hann 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skil­ orðsbundið, fyrir sömu brot hjá Metro á árun­ um 2011 og 2012. Sam­ tals þurfti Jón Garðar að greiða 115 milljónir í sektir í ríkis­ sjóð fyrir brotin. Í kjölfarið var Jón Garðar úrskurðaður gjaldþrota en engar eignir fundust upp í 166 milljón króna kröfur. Jón Garðar Ögmundsson Gerir strand- högg á hinum sívaxandi máltíðamarkaði. Viðar er í yfirþyngd: „Ég er með mikið magn af vöðvum“ Þyngd: 94 kíló Hæð: 185 sentimetrar Blóðþrýsting- ur: 120/82 Líkams- þyngdarstuðull: 27,5 Viðar Guðjohnsen, athafnamaður og leigusali, hefur vakið mikla athygli sem frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ummæli Viðars eru vægast sagt umdeild, hafa þau valdið reiði og vakið kátínu, hafa sumir haft á orði að nú sé kominn fram á sjónarsviðið Donald Trump Íslands. Viðar hefur sagt í við- tölum að hann hafi miklar áhyggjur af holdafari þjóðarinnar, þá sérstaklega kvenna og barna, sem hann segir að sé til marks um að fólk taki ekki ábyrgð á sjálfu sér. Blaðamaður DV gat því ekki stillt sig um að spyrja Viðar hversu þungur hann væri sjálfur. „Ég er 94 kíló. 185 á hæð. En þú mátt ekki gleyma að ég er með mikið magn af vöðvum. Ég tek á því. Þótt ég sé kominn yfir sextugt þá held ég mér í formi. Blóðþrýstingurinn er 120/82 núna síðast þegar ég var mældur, en sykurinn var í lagi. Hins vegar má ég taka mig á í að borða ekki á kvöldin,“ segir Viðar í samtali við DV. Miðað við BMI-líkamsþyngdarstuðulinn þýðir þetta að Viðar er í yfirþyngd. Nokkur umdeild ummæli Viðars: Viðar segir að leikskólar séu „… geymslur fyrir konur sem eru í einhverri metnaðargræðgi að koma sér út á vinnumarkaðinn.“ Viðar var spurður hvað eigi að gera fyrir fíkla og útigangsmenn: „Ekkert. Þeir ákváðu sjálfir að vilja tortíma sjálfum sér. Á ég allt í einu að taka þátt í því að vekja þá til lífsins? Vitið þið ekki að það er mannfjölgunarvandamál hérna? Það vantar ekki að halda lífi í fólki sem vill ekki lifa.“ Viðar vill hækka laun karlmanna í skólum: „Við verðum að bjóða í þá. Þeir eru greinilega eftirsótt vara í grunnskóla. Því við getum ekki alltaf látið konurnar ráða yfir öllu. Þetta er orðið vandamál.“ „Ég vil að konur hafi peninga eða efnahag og tíma til að eignast börn og hugsi það áður og sinni þeim.“ Viðar að svo virðist sem að konur „… elti lág laun.“ Viðar mætti í viðtal í þættinum Harmageddon og rak augun í að þáttastjórnendurnir, Frosti og Máni, væru með undirhöku: „Það þýðir að þið eruð í yfirþyngd, sem þýðir það að hugsan- lega verðið þið veikari fyrr. Sem þýðir það að skattborgarinn þarf að borga fyrir ykkar veikindi úr okkar sameiginlega sjóði. Þannig að þetta er ábyrgðarleysi ykkar strax í augsýn. Ég sé þetta strax. Það er ábyrgðarleysi hérna.“ Viðar segir að feitt fólk eigi að taka ábyrgð á eigin heilsu: „Einstaklingurinn á að taka ábyrgð. Ekki að búa til einhverjar stofnanir og einhver kerfi og fundarhöld um það hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál eða of breiðar mjaðmir eða klessufeitt fólk.“ Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Þ etta kemur mér ekkert á óvart. Það er verið að reyna að brjóta mig nið­ ur en það mun ekki tak­ ast. Ég mun að sjálfsögðu áfrýja þessum dómi,“ segir Hreggviður Hermannsson, bóndi að Lang­ holti 1b í Árnessýslu, í samtali við DV. Hreggviður var í vikunni dæmdur í 30 daga skilorðsbund­ ið fangelsi fyrir að stela tíu bráða­ birgðagirðingarstaurum, sófa­ setti og að hafa snúið upp á hönd nágrannakonu sinnar, Fríðar Sólveigar Hannesdóttur. Segist ekki fá réttláta meðferð hjá lögreglu Dómurinn yfir Hreggviði er ein af ótalmörgum uppákomum sem átt hafa sér stað í nágrannaerj­ um sem vart eiga sinn líka hér­ lendis og DV hefur aðeins fjall­ að um. Að mati Hreggviðs fær hann ekki réttláta málsmeðferð hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem helgast af því að dóttir ná­ grannakonu hans er yfirmaður hjá embættinu. „Allar ákærur á hendur nágrönnum mínum eru látnar niður falla en hver einasti tittlingaskítur sem ég er sakað­ ur um er keyrður af krafti í gegn­ um réttarkerfið,“ segir Hreggvið­ ur. Nefnir hann sem dæmi tvær kærur vegna alvarlegra líkams­ árása sem hann og gestkomandi kona urðu fyrir en lögregla að­ hefst ekkert í. Hann segir að ná­ grannar hans hafi yfir 50 sinn­ um kært hann til lögreglu og lögreglumenn hafi komið í rúm­ lega 170 útköll vegna ýmissa um­ kvartana nágrannanna. Deilurnar milli Hreggviðs og nágranna hans, Ragnars Vals Björgvinssonar og Fríðar Sól­ veigar, ábúenda að Langholti 2, byrjuðu í deilum um veiðirétt í Hvítá árið 2005. Hreggviður vann málið fyrir dómstólum og síðan þá hafa samskiptin verið hatrömm, svo vægt sé til orða tekið. Nú deila nágrannarnir um landamerki spildu sem eitt sinn tilheyrði jörð Ragnars. Það mál verður senn tekið fyrir í héraðs­ dómi en út af þeirri deilu hafa ýmsar skærur átt sér stað milli Hreggviðs og nágranna hans. Dæmdur fyrir að stela girðingu og sófasetti Eins og áður segir er dómur­ inn yfir Hreggviði í þremur lið­ um. Í fyrsta lagi er hann sakfelld­ ur fyrir að hafa, í október 2014, tekið niður og stolið tíu bráða­ birgðarafmagnsstaurum og raf­ magnsþræði sem Ragnar og Fríður höfðu sett upp. Kannaðist Hreggviður ekki við verknaðinn en var hann sakfelldur á grund­ velli vitnisburðar annars ná­ granna. Kvaðst Hreggviður ekki muna eftir atvikinu fyrir dómi en kannaðist við að hafa tekið upp aðra girðingu ári fyrr, sem hann var einnig kærður fyrir. Í öðru lagi var Hreggviður dæmdur fyrir að hafa flutt sófa­ sett og stóla úr sumarhúsi í eigu annars manns og í sitt eig­ ið veiðihús. „Þessi maður keypti sumarhús sem stóð á minni jörð. Hann ætlaði að flytja það í burtu en sveik það, ég losnaði ekki við húsið fyrr en eftir 20 mánuði. Hann var með húsið í sölumeð­ ferð á sínum tíma og ég varð fyrir miklu ónæði út af hugsanlegum kaupendum sem voru að ráfa um jörðina og skoða húsið,“ segir Hreggviður. Hann hafi síðan tek­ ið að sér að losa og rýma hús­ ið fyrir flutning og þá fært hús­ gögnin í veiðihús sitt til geymslu. „Það vissu allir hvar húsgögnin voru og ekki voru þetta merki­ legir munir,“ segir Hreggviður og hristir hausinn. „Þau voru sturluð af bræði sem endranær“ Í þriðja lagi var Hreggviður sak­ felldur fyrir líkamsárás gegn Fríði. Talið var sannað að hann hafi snúið upp á hönd henn­ ar þegar, í eitt skipti af mörgum, skarst í odda milli nágrannanna. „Hún reif í skyrtuna á mér og hristi mig til, á meðan stóð eigin­ maðurinn fyrir aftan hana með grjót í hönd. Þau voru sturluð af bræði sem endranær,“ seg­ ir Hreggviður. Hann heldur því fram að Fríður hafi tekið um gleraugu sem voru í brjóstvasa á skyrtunni. Hafi hann þá tekið í hægri hönd hennar með vinstri hendi og ýtt henni í burtu. Í dómnum kemur fram að Fríður hafi ekki vitað á hvorri hönd hún hefði meitt sig þegar lögreglu bar að garði. „Hún hafi sagt hægri, nei vinstri hægri“ eins og þar stendur. Fyrir dómi kom fram að hún þjáðist af dyslexíu og ruglaðist því oft á hægri eða vinstri. Í læknisvottorði kemur fram að Fríður hafi fundið fyrir þreifieymslum á tveimur stöð­ um og á handlegg hennar hafi verið þrír ljósir marblettir en engin bólga. Niðurstaða lækna­ kandídats var sú að áverkarn­ ir samrýmdust best tognun eða ofreynslu á vöðva. Hreggviður segir niðurstöðuna vera algjöra þvælu. „Það er ekki furða að hún hafi ofreynt á sér vöðvana. Hún hafði eytt drjúgri stund í að henda grjóti úr vegghleðslu út á veg. Það er talsvert þrekvirki því þetta eru þungir steinar. Auðvit­ að var hún þreytt eftir átökin,“ segir Hreggviður. Telur lögreglu misbeita valdi sínu Hreggviður er hvergi banginn þrátt fyrir dóminn en telur lögreglu misbeita valdi sínu. „ Ragnar réðst gegn gestkomandi konu með alvarlegum hætti í júní 2017. Hún kærði hann til lögreglu en ekkert hefur verið aðhafst í því máli,“ segir Hreggviður. Þá rifjar hann upp meinta árás Ragnars á hann rétt fyrir jól, sem DV fjallaði um. Sakaði Hreggviður Ragnar um að hafa reynt að drepa hann með því að keyra hann niður. „Ég kærði það mál, eins og mörg önnur, en það er augljóslega ekki í forgangi á hjá lögreglu. Þá hef ég óskað eftir að fá að skoða mynd­ band, sem náðist á öryggis­ myndavél í eigu Ragnars og Fríð­ ar, ásamt fjölskyldu minni, en það vill lögreglan ekki heimila,“ segir Hreggviður. n „Hver einasti tittlingaskítur sem ég er sakaður um er keyrður af krafti í gegn- um réttarkerfið. Hreggviður hlaut 30 daga dóm n Ætlar að áfrýja dómnum n Sakar lögreglu um misbeitingu valds Dæmdur Hreggviður hlaut þrjátíu daga skilorðs- bundinn fangelsisdóm. Að hans mati er um tittlinga- skít að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.