Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 64
64 Helgarblað 19. janúar 2018
Menning
Aldrei úr augsýn
Menningartoppur „Þetta snýst of mikið um það hvaða
nöfn eru að koma. Við erum komin með svo hæft fólk hérna til þess að spila verkin sem við
þurftum áður að fá aðra til þess að flytja fyrir okkur. Fullt af hæfu fólki sem bara situr heima
hjá sér.“
Bjarni Frímann Bjarnason, nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, velti því fyrir sér í
viðtali í Fréttablaðinu hvort nauðsynlegt væri að flytja svo marga erlenda tónlistarmenn til
landsins þegar hérlendir listamenn gætu vel tekist á við sömu verk af svipaðri færni.
n Eftirlit með einstaklingum verður stöðugt umfangsmeira og margþættara
n Louise Wolthers ræðir um ljósmyndun og eftirlitssamfélagið
M
anneskjur búa við marg
falt umfangsmeira eftirlit
í dag en nokkur tímann í
sögunni – við erum nán
ast alltaf sýnileg og aldrei algjör
lega úr augnsýn. Stjórnvöld setja
upp eftirlitsmyndavélar, stórfyrir
tæki safna saman öllum okkar
stafrænu fótsporum og teikna
upp nákvæma mynd af hegðun
okkar, þar að auki tökum við sjálf
viljug þátt í eftirlitinu með því að
taka óteljandi myndir og opinbera
smæstu smáatriði hversdagslífs
okkar á samfélagsmiðlum. Eftir
litið er ekki lengur einfalt fyrirbæri
sem er á ábyrgð eins aðila heldur
flæðir um allt mannfélagið, yfir og
á milli okkar – „fljótandi eftirlit“
hefur þessi nýi sýnileiki stundum
verið kallaður.
Ljósmyndun og sjónlistir eru
það svið menningarinnar sem
hefur tekið hvað ítarlegast á við
spurningar um sýnileika og sjón
arhorn, valdið sem felst í því að sjá
og valdaleysinu sem hinn sýnilegi
getur upplifað. Það er einmitt þess
vegna sem sú þekking og tilrauna
starfsemi sem fer fram á þess
um sviðum ætti að geta hjálpað
okkur að átta okkur á eftirlitinu,
myndgert þessa alsjá samtím
ans, gagnrýnt hana og ögrað.
Þetta segir danski listfræðingur
inn og yfirmaður rannsóknasviðs
Hasselbladstofnunarinnar í
Gautaborg, Louise Wolthers.
Louise fjallaði um eftirlit og ljós
myndun í opnunarfyrir
lestri Ljósmyndahátíðar Íslands
í Þjóðminjasafninu á fimmtudag,
en hún hefur rannsakað efnið í
sýningunni ÁHORF! Eftirlit, list
og ljósmyndun sem var sýnd í
Hasselblad Center í Gautaborg, í
Kunsthall Aarhus og C/O í Berlín,
sem hún fylgdi svo eftir með sam
nefndri bók.
Blaðamaður DV ræddi við
Louise skömmu áður en hún kom
til landsins í gegnum vefmyndavél
og spjallrás sem er að öllum lík
indum auðhleranleg af óskamm
feilnum hökkurum eða upplýs
ingafíknum stjórnvöldum.
Ytra og innra eftirlit
Við hugsum oft um eftirlitssamfé-
lagið sem sérstaklega nútímalegt
fyrirbæri, en er þessi tilhneiging
valdamikilla aðila til að fylgjast
með undirsátum sínum ný af nál-
inni?
„Nei, eftirlit er alls ekki nýtt
fyrirbæri. Upphafspunkturinn
hjá mér, eins og mörgum öðrum
sem hafa rannsakað þetta, er fræg
grein franska heimspekingsins
Michel Foucault, en hann setur
fram þá kenningu að eftirlit sam
tímans eigi sér fyrirmynd í sér
stöku fangelsiskerfi sem Jeremy
Bentham hannaði á 18. öld, al
sjánni (e. Panopticon),“ segir Lou
ise og vísar til fangelsishugmynda
sem fólust í því að hafa varðturn í
miðju hringlaga fangelsis. Fanga
vörðurinn í turninum gæti alltaf
séð inn í hvern klefa en ómögulegt
væri fyrir fanga að sjá úr klefanum
inn í turninn.
„Þetta fangelsi var hannað
þannig að fangarnir vissu aldrei
almennilega hvort fangaverðirn
ir væru að fylgjast með þeim
en arkitektúr fangelsisins gerði
það að verkum að það var alltaf
möguleiki. Fangarnir bjuggu því
stöðugt við þá tilfinningu að það
væri fylgst
með þeim,“ segir Louise.
Hugmynd Foucault var að þessi
stöðugi sýnileiki í fangelsinu, og
nútímasamfélagi almennt, gerði
það að verkum að hver einstak
lingur sæi um það að ritskoða
sjálfan sig og móta hegðun sína
á viðeigandi hátt. Yfirvaldið þurfi
smám saman í minna mæli að sjá
um að refsa fólki – það sæi bara
um það sjálft.
Öryggi og aðgengi
„En auðvitað nær hugmyndin um
algjört eftirlit enn lengra aftur,“
bætir Louise við. „Vangaveltur um
eftirliti ná að minnsta kosti aftur til
hugmyndarinnar um Guð, hið al
sjáandi auga sem fylgist alltaf með
þér og sér allar syndir þínar. Það er
áhugavert að eftirlitið hefur alltaf
haft þessar tvær hliðar. Það er
annars vegar þessi ógnun, athug
un, eftirlit sem sér til þess að þér
verði refsað ef þú gerir eitthvað
rangt. Á sama tíma er þetta líka
hugmyndin um að einhver sjái um
þig, fylgist með þér svo hann geti
passað upp á þig.“
Sögulega hefur þetta verið
helsta röksemdin fyrir réttmæti
eftirlits, aðeins þannig geti ríkið
tryggt öryggi borgara sinna sem
best. Þetta er svo samtengt þró
un á undanförnum áratugum þar
sem ýmiss konar áhætta og leiðir
til að útrýma áhættuþáttum er eitt
helsta umhugsunarefni samfé
lagsins – það sem félagsfræðingar
hafa kallað áhættusamfélagið (e.
risk society). Í óorðuðum sam
félagslegum sáttmála samþykk
ir borgari að gangast undir eftirlit
ríkisins gegn því að yfirvöld tryggi
öryggi hans.
Á undanförnum árum hefur
myndin þó orðið talsvert flóknari
þar sem tilgangur og röksemdir
Fyrstu fangamyndirnar Á áttunda
áratug 19. aldar voru teknar portrett-
myndir af fangelsuðum byltingarsinnum
sem höfðu tekið þátt í uppreisninni sem
nefnd hefur verið Parísarkommúnan.
Nokkrum árum síðar var þróað í París
skrásetningarkerfi og ljósmyndatækni
sem enn er notuð í dag, hin alræmda
fangamynd.
Ljósmynda-
hátíð Íslands
Fer fram 18.–21. janúar 2018
Hátíðin: Haldin í fyrsta skipti árið 2012
og fer fram annað hvert ár. Markmið
hátíðarinnar er að vinna að framþróun
ljósmyndunar sem listforms.
Dagskrá: Ljósmyndasýningar með
erlendum og íslenskum listamönnum,
fyrirlestrar, ljósmyndabókakynningar
og ljósmyndarýni. Allar upplýsingar um
dagskrána eru að finna á vefsíðunni
www.tipf.is.
Staðsetning: Ljósmyndasafn Reykjavík-
ur, Gerðarsafn, Hafnarborg, Listasafn
Íslands, Ljósmyndasafn Íslands í
Þjóðminjasafni og Ramskram.
Listrænir stjórnendur: Pétur Thomsen
og Katrín Elvarsdóttir
DNA hvers-
dagsins Al-
berto Frigo hefur
síðan árið 2004
tekið myndir af
hverjum einasta
hlut sem hann
hefur snert með
hægri hendinni.
Myndirnar geta
sýningargestir
rýnt í með
stækkunargleri.
MYND Alberto Frigo
Kristján guðjónsson
kristjan@dv.is