Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 66
66 menning Helgarblað 19. janúar 2018 B resk-íslenska popprokk- sveitin Dream Wife hefur vakið umtalsverða athygli frá því að hún var stofnuð fyrir hartnær þremur árum. Hún hefur þróast úr gáskafullum listaskóla- gjörningi yfir í kraftmikla rokksveit með skýrar femínískar hugsjónir, sem sést jafnt í textum, ímynd og tónleikaumgjörð sveitarinnar. Í næstu viku kemur út fyrsta breið- skífa hljómsveitarinnar, sem nefn- ist einfaldlega Dream Wife, og hefur nokkur spenningur verið að byggj- ast upp í Bretlandi vegna plötunnar. Fyrsta smáskífan, Hey Heartbreaker, var til að mynda kynnt sem heims- ins heitasta plata – „world's hottest record“ – af breska ríkisútvarpinu BBC1 í byrjun janúar. Einnig prýðir sveitin forsíðu nýjasta tölublaðs tón- listartímaritsins NME ásamt fleiri tónlistarmönnum sem eru taldir lík- legir til stórræða á nýju ári. Blaðamaður DV sló á þráðinn til Lundúna þar sem Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona Dream Wife, er í örstuttri pásu frá rokkstjörnu- lífinu áður en plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferðalögum víða um heiminn. Fyrirheitna landið, Kanada. Dream Wife var stofnuð í Brighton í Suður-Englandi þar sem með- limir sveitarinnar höfðu kynnst í listaháskóla. Rakel rifjar upp að stofnun hljómsveitarinnar hafi að vissu leyti verið óvenjuleg enda var megintilgangurinn að komast á tónleikaferðalag um Kanada. „Við Bella bassaleikari vorum að ræða það eitt kvöld hvað okkur langaði mikið að fara til Kanada, vegna þess hvað við áttum marga vini þar. En okkur langaði samt ekki að ferðast án tilgangs, svo við ákváðum að stofna hljómsveit og fara þangað í tónleikaferðalag,“ rifj- ar Rakel Mjöll upp. Á þessum tíma stundaði Rakel nám í sjónlistum við listaháskólann í Brighton og þegar hún átti að standa fyrir sjón- og hljóðrænum gjörningi sem hluta af skólaverkefni ákvað hún að fara alla leið með hugmyndina. Í galleríinu steig á svið fullskip- uð hljómsveit, þrjár stelpur sem sóttu innblástur í tísku níunda ára- tugarns, gerðu grín að gamaldags hlutgervingu poppsöngkonunnar sem draumaeiginkonu og kölluðu sig Dream Wife. Þær sungu hressi- leg stúlknapopplög sem öll fjölluðu á einn eða annan hátt um Kanada, fegurð lands og þjóðar, og hvern- ig sveitin þráði að komast þangað. Gjörningurinn vakti mikla lukku og í kjölfarið skipulagði sveitin mánað- arlangt tónleikaferð um fyrirheitna landið – þrátt fyrir að eiga enn bara fjögur frumsamin lög og engar hug- myndir um framhaldið. „Þetta var algjör draumur. Þarna fundum við að þetta small fullkomlega hjá okk- ur. Þetta var svolítið eins og þegar maður prufukeyrir bíl og finnur að maður verður að kaupa hann.“ Karlrembuviðhorf í bransanum Eftir að heim var komið hélt sveitin áfram að spila reglulega og varð strax ljóst að áhuginn frá tónlistar- bransanum var mikill, enda útlit og andi hljómsveitarinnar sérstakur. „Í upphafi gerðust hlutirn- ir mjög hratt. Við vorum ekkert að ofhugsa hlutina en lærðum bara með því að gera þá. Það sem var samt mikilvægast var að við lærð- um hvað við vildum ekki,“ segir Rakel. „Við fórum til dæmis á marga fundi þar sem við fengum að kynnast rosalega steríótýpískri og gamaldags karlrembulegri sýn tónlist- arheimsins. Við vorum enn- þá að finna út úr því hvernig hljómsveit við vildum vera en þarna voru mættir eldri menn að útskýra hvernig þeir myndu vilja móta okk- ur. Það var mjög óþægilegt,“ útskýrir hún. „Við sögðum bara nei við öllum tilboðum og fór- um að finna okkar eigið „sánd“. Mað- ur vill vinna með þeim sem elska tónlistina sem maður gerir, en ekki þeim sem finnst skipta meira máli hvernig maður lítur út eða af hvaða kyni maður er. Ég held að ef við hefð- um skrifað undir einhvern samning þarna í byrjun værum við ekki starf- andi í dag – þetta hefði bara endað sem verkefni einhvers annars.“ Í fótspor Rolling Stones Undanfarin ár hefur hljómsveitin verið iðin við kolann, notað stíft tónleikahaldið (meðal annars með hljómsveitum eins og Sleigh Bells og The Kills) og sjálfútgefna stuttskífu til að finna og þróa sinn rétta tón. Rakel segir það hafa haft mikil áhrif að bæta trommuleik- ara í hljómsveitarskipunina og þá hafi hljómurinn orðið pönkaðri. Tónlistin er kraftmikið og einfalt popprokk kryddað með áhrifum frá sápukúlupönki og nýbylgju. Þann 26. janúar verður ávöxtur erfiðisins svo loksins opinberaður, fyrsta breiðskífa sveitarinnar. Ell- efu lög sem eru tekin upp í Eastcote Studios - „gömlu 70's stúdíói í Notting Hill-hverfinu“ þar sem ekki ófrægari hljómsveit en Rolling Stones hefur tekið upp í. Notast var við segulbandsupptökur og tók sveitin upp grunna að lögunum lif- andi í sameiningu til að fanga hrá- an tónleikahljóminn. Platan kem- ur út hjá útgáfufyrirtækinu Lucky Number í London, en einnig hefur verið samið um dreifingu plötunn- ar í Japan og Ástralíu. Það sem skiptir þó kannski enn meiru er að í janúar skrifaði Dream Wife undir samning við Universal Music um höfundar- rétt á lögum sveitarinnar, en fyrir- tækið mun þá vinna að því að selja tónlist sveitarinnar í aðra miðla, svo sem kvikmyndir, tölvuleiki og auglýsingar – en þetta er ein helsta leiðin til að fá greitt fyrir tónlistina í dag að sögn Rakelar. Slæmar tíkur í „mosh-pitt“ Þó að lögin og flutningurinn séu oftar en ekki léttleikandi brýst út sérstakur kraftur í þeim lögum sem takast á við alvarlegri málefni, kynferðisofbeldi og stöðu kvenna. Þar sýnir Rakel á sér nýja og ágengari hlið. Dream Wife hefur ekki aðeins flutt lög um stöðu kvenna held- ur einnig lagt sérstaka áherslu á að bjóða ungar stelpur velkomnar á tónleika hjá sér og hvetja þær til að taka pláss. Þær hafa unnið með sam- tökunum Girls Against sem vinna að vitundarvakningu um kynferðis- áreitni á tónleikastöðum í Bretlandi. „Eftir að við fórum að tala um þetta kom svo margt úr manns eigin for- tíð upp á yfir borðið. Atvik sem mað- ur hafði nánast gleymt, því mað- ur hafði tekið þeim sem sjálf- sögðum hlut. Maður man eftir því að fara á tón- leika eða rokkbúðir á þessum aldri og líða eins og maður væri ekki velkominn af því að mað- ur var eina stelpan. Svo að það sé bara norm á rokktónleikum að ein- hver „random“ gæi bak við þig setji hendur á rassinn á þér. Þetta er eitthvað sem ég myndi aldrei vilja að gerðist á tónleikum sem ég væri að halda,“ segir Rakel. Þá hafa þær fengið ljósmyndara til að mynda stelpusamfélag- ið sem mætir á tónleika hjá þeim og síðast en ekki síst – innblásn- ar af femínísku pönkgoðsögninni Kathleen Hanna – hvatt stelpur til að troða sér fremst við sviðið á tón- leikum og taka pláss. „Vinkona okkar, sem sá um að taka ljósmyndir fyrir okkur, var að taka portrettmyndir af stelpum sem komu á tónleika og fór að spyrja þær hvað það þýddi í þeirra huga að vera „bad bitch“, sem við syngjum um í einu laginu. Svo fór ég alltaf að biðja allar „bad bitches“ í salnum að koma fremst og taka pláss áður en við spil- uðum lagið „Somebody“, sem fjallar um kynbundið ofbeldi,“ segir Rakel, en textinn í laginu er í senn átakan- legur og valdeflandi: I am not my body, I am somebody. „Oftast varð alveg geggjuð stemning, „mosh-pittur“ og ein- hverjar stelpur að hlaupa upp á svið og alls konar. Það er svo frábært að sjá hóp af stelpum koma saman á rokktónleikum, sjá að þeim er alveg sama – láta bara eins og þær vilja – og það er enginn að angra þær.“ n Stelpur sem taka pl ás s Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Fyrsta breiðskífan Fyrsta plata Dream Wife kemur út þann 26. janúar á vegum Lucky Number í London. „Við vorum enn- þá að finna út úr því hvernig hljómsveit við vildum vera en þarna voru mættir eldri menn að útskýra hvernig þeir myndu vilja móta okkur. Rakel Mjöll og hljómsveitin Dream Wife gefa út sína fyrstu plötu í næstu viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.