Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 57
Vikublað 19. janúar 2018 57 um heiminn. Ég, kornung fyrir- sæta, og hún, umboðsmaðurinn sem foreldrar mínir þurftu bara að treysta,“ segir Ragnheiður og bætir við að hún sjái ekkert eftir þessu enda bara viðbót í reynslubankann. Hún starfaði meðal annars í stór- borgunum London og Mílanó og fékk tækifæri til að kynnast lífinu frá allt öðru sjónarhorni en flestar jafnöldrur hennar. Eftir að hafa starfað sem fyrir- sæta í fimm ár tók Ragnheiður þátt í keppninni Ungfrú Ísland og bar sigur úr býtum. Var fyrst kjörin Ungfrú Reykjavík og síðan Ungfrú Ísland vorið 2001. „Ég var orðin 21 árs og var því ellismellurinn í keppendahópnum. Hafði ágætis bein í nefinu og fannst þetta því ekki svo mikið mál. Ég eignaðist fullt af góðum vinkonum sem ég held enn sambandi við í dag og í raun var það nægilegt tilefni til þátttökunnar. Framhaldið hefði orðið að taka þátt í Ungfrú Heimur en fljótlega eftir keppnina komst ég að því að ég var barnshafandi. Annar keppandi fór út í minn stað og stóð sig frábærlega. Ég hefði ekki getað gert betur,“ segir hún, en Íris Björk Árnadóttir landaði titlin- um Ungfrú Norðurlönd í október 2001 og Ragnheiði fæddist sonur þann 22. desember sama ár. „Svona gerist bara svo auðveld- lega í litlum samfélögum þar sem allir vita allt um alla“ Eins og fyrr segir var Ragnheiður ekki mjög meðvituð um útlit sitt fram að fyrirsætu- keppninni. Spurð að því hvort það hafi haft neikvæð áhrif á hana að vera síðar skilgreind út frá hlutverki sætu stelpunnar segir hún það í raun hafa komið síðar. „Ég upplifði engan samanburð eða aðra neikvæðni hvað varðar útlit mitt fyrr en ég fékk þessa titla. Þá fóru alls konar kjaftasögur og baktal af stað og sumar stelpur, sem ég taldi vinkonur mínar, snerust allt í einu gegn mér. Þetta virðist einhvern veginn loða við margar ungar konur og eflaust þroskaleysi um að kenna enda finn ég ekki fyr- ir neinni afbrýðisemi eða mótlæti í dag og hef ekki gert í mörg ár. Eða kannski tek ég þetta bara minna inn á mig núna? Ég veit það ekki,“ segir hún og ypptir öxlum. „Svona gerist bara svo auðveldlega í litlum samfélögum þar sem allir vita allt um alla. Um leið og maður stígur út úr þeim þægindaramma að eiga einkalífið ekki bara fyrir sig þá er maður um leið berskjaldaðri. Á þessum árum þekktist það ekki að stelpur færu út fyrir normið í þessu litla Alcatraz-samfélagi. Stundum var þetta drulluerfitt en ég sé samt ekki eftir neinu enda lærði ég ósköpin öll af þessu.“ „Fólk annaðhvort elskaði að hata mig, eða hataði að elska mig“ Ragnheiður var í sambúð með barnsföður sínum í tæp þrjú ár en leiðir þeirra skildi eins og gengur. Hún réð sig til starfa hjá sjónvarps- stöðinni PoppTíVí sem var og hét og steig þar sín fyrstu skref í fjölmiðlabransanum þegar hún hélt úti lífsstíls- og dægurmálaþættin- um Prófíl. „Þetta var virkilega skemmti- legt og fjölbreytt starf. Við vorum með fjölbreyttar vörukynningar í verslunum, seldum innslög í þátt- inn og fjölluðum svo um komandi stefnur og strauma, til dæmis í heilsu- og tískubransanum. Það má segja að þetta hafi verið kostaður lífsstílsþáttur, sambærilegur við vöruumfjöllun sem tíðkast á netinu og samfélagsmiðlum í dag en þar vorum við töluvert á undan okkar samtíð held ég með þessum þætti.“ Með jákvæða reynslu af því að koma fram í sjónvarpi færði hún sig yfir á Stöð 2 og tók við af Ingu Lind Karlsdóttur þegar hún hætti í þættinum Ísland í bítið. Ragn- heiður stýrði þessum morgunþætti ásamt Heimi Karlssyni í um eitt ár og segir það hafa tekið verulega á. „Fólk annaðhvort elskaði að hata mig, eða hataði að elska mig. Ég held að ég hafi bara verið stimpluð sem heimsk ljóska enda var mér gert að fjalla um hluti sem ég hafði aldrei haft áhuga á og átti erfitt með að setja mig inn í. Til dæmis póli- tík. Samt var ég eitthvað að reyna að setja mig í stellingar,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég hafði einlægan áhuga á mannlega þættinum meðan Heimir var sterkur í öllu sem sneri að stjórnmálum. Á köflum fékk ég að njóta mín en stundum var ég Ég hef kannski bognað en aldrei brotnað „Ég hef alltaf haft meira gaman af útiveru og einhvers konar hasar heldur en að punta sjálfa mig. „Undir lokin var ég svo ég svo bara algjörlega komin með upp í kok af neikvæðri gagnrýni, aðfinnslum og öðrum leiðindum í minn garð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.