Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 29
skrýtið 29Helgarblað 19. janúar 2018 1815 Ólafur eitraði barnaði og smitaði stúlkur Ólafur Loftsson frá Fljóts­ hlíð ólst upp í fátækt en lærði til læknis við Edinborgarhá­ skóla. Þar eignaðist hann barn með skoskri stúlku en skildi hana þar eftir eina. Hér á Ís­ landi var hann sagður eitrað­ ur vegna þeirra slúðursagna og rógburðar sem hann bar í útlendinga um Íslendinga, sér í lagi í tengslum við rann­ sóknarleiðangur kollega hans frá Edinborg sem hann aðstoð­ aði árið 1810. Ólafur var einnig kvennaflagari af verstu sort og barnaði alls sjö íslenskar stúlk­ ur á örfáum árum, þar af voru þrjár óléttar eftir hann á sama tíma haustið 1805. Ekki nóg með það þá dreifði hann einnig sárasótt sem hann hafði fengið í Skotlandi. Síðast var vitað um ferðir hans á bandarísku her­ skipi árið 1815, þá var hann 32 ára gamall. Úr annálum 1753 Lamb var dregið frá á á Ölversvatni um Ólafsmessu seinni, gömlu. Höfuðið sneri upp í loft að hryggnum, með öngvum augum og öngvum nasaholum, vantaði efra skoltinn, dautt. - Ölfusvatnsannáll E itt af óhugnanlegustu morð­ málum Íslandssögunnar átti sér stað við Grenimel í vestur bæ Reykjavíkur að­ faranótt 17. september árið 1981. Fórnarlambið var þýskur innflytj­ andi en gerandinn íslenskur mað­ ur sem var ekki í andlegu jafnvægi. Það sem flækti málið var að fyrir morðið hafði Þjóðverjinn brotið gróflega á Íslendingnum kynferðis­ lega. Hittust á Óðali Hans F.J.A. Wiedbusch var 45 ára gamall, vesturþýskur ríkisborgari, sem hafði flutt hingað til lands fimmtán árum fyrr, árið 1966. Hann nam blómaskreytingar í Hamborg og starfaði um tíma í Ósló áður en hann flutti til Íslands. Hann var ókvæntur og barnlaus en vinmargur og vinir hans hér á landi vissu fullvel að hann hneigðist til karlmanna. Tvo bræður átti Hans í Austur­Þýskalandi sem hann reyndi að fá til Íslands en þar­ lend stjórnvöld komu í veg fyrir það. Hans starfaði í 14 ár í versluninni Blóm og ávextir en nokkrum mánuð­ um fyrir hina örlagaríku nótt hafði hann hafið störf hjá Blómavali. Þetta kvöld átti Hans von á tveimur stúlk­ um í heimsókn en þær afboðuðu sig og því ákvað hann að fara einsamall á skemmtistaðinn Óðal við Austurvöll. Gestur Guðjón Sigurbjörnsson var 28 ára gamall iðnverkamaður í sælgætisgerð. Gestur hafði lengi átt við mikla erfiðleika að stríða, bæði geðræna kvilla og misnotk­ un áfengis. Hann átti í erfiðleikum í skólagöngunni og var á þessum tíma orðinn tauga­ og kvíðasjúklingur. Við kvillum sínum notaði hann sterk lyf og dvaldi á geðdeild Landspítalans. Þann 15. september árið 1981 var Gestur útskrifaður af geðdeildinni en var þó ekki í góðu jafnvægi og nóttina eftir svaf hann lítið. Hann hélt þá á Óðal til að skemmta sér og hitti þar fyrir Hans Wiedbusch. Vaknaði við nauðgun Hans og Gestur höfðu aldrei hist áður en þeir ræddu þar saman við drykkju. Eftir nokkra stund bauð Hans Gesti heim til sín á Grenimel 24 og sagðist eiga nóg af áfengi þar. Þeir fóru þangað, settust niður og héldu drykkjunni áfram. Plötur voru settar á fóninn og kveikt í ha­ sspípu. Seinna kom í ljós að Hans ræktaði sjálfur kannabisplöntur, bæði á heimili sínu og í Blómavali. Við þetta varð Gestur mjög slappur en Hans bauð honum þá að gista hjá sér. Gestur tjáði Hans að hann ætti í erfiðleikum með svefn en Hans færði honum þá tvær svefntöflur sem Gestur tók og sofnaði skömmu síðar. Um nóttina vaknaði Gestur skyndilega og fann að eitthvað var að. Hans hafði þá klætt hann úr fötunum og var að hafa enda­ þarmssamfarir við hann. Brá hon­ um mjög við þetta, stökk upp og hljóp inn á salernið. Þar fékk hann þá hugmynd að drepa Hans og greip skæri sem hann fann. Hann gekk inn í stofu að Hans með skærin fyrir aftan bak og rak þau svo beint í brjóstið á Hans sem greip um úlnlið Gests og hrópaði: „Biddu guð að hjálpa þér!“. Hans náði skærunum af Gesti sem fór þá inn í eldhús og náði í búrhníf og önnur skæri. Stakk Gestur Hans þá ótal sinn­ um með hnífnum, lagðist ofan á hann og reyndi að kæfa hann með höndunum. Þegar það gekk ekki tók hann hin skærin og rak þau í augntóftina, inn í heila, og lést Hans þá samstundis. Gestur gekk nú um íbúðina og tók peninga og ýmis rafmagnstæki sem hann fann. Fór hann síðan út án þess að fela líkið eða slökkva ljósin. Samkynhneigðir undir grun Strax daginn eftir fór samstarfsfólk Hans í Blómavali að hafa áhyggjur þegar hann skilaði sér ekki til vinnu, enda var hann talinn sam­ viskusamur með eindæmum og ólíkt honum að tilkynna ekki for­ föll. Þær áhyggjur jukust þegar Hans svaraði hvorki síma né dyra­ bjöllu. Gestur fór hins vegar til vinnu morguninn eftir en augljóslega ekki í jafnvægi. Hann sagði vinnu­ félaga sínum frá því að hann hefði drepið mann en henti jafnframt þýfinu í Reykjavíkurtjörn þennan sama dag. Næstu nótt svaf Gestur ekkert og mætti síðan ekki til vinnu föstudaginn 18. september. Það var einmitt dagurinn sem nágranni úr kjallaranum á Greni­ mel fann Hans látinn og gerði lög­ reglu viðvart. Þegar lögregla kom fann hún Hans á stofugólfinu, nakinn og þakinn stungusárum. Skærin stóðu enn þá út úr öðru auganu og blóðslettur sáust um alla íbúðina. Hnífsblað sat fast í rifjabeini og við krufningu kom í ljós að hnífurinn hafði skemmt flest öll mikilvægustu líffærin. Rannsóknin beindist fyrst að hópi samkynhneigðra karl­ manna sem vitað var að Hans hafði umgengist reglulega. En eft­ ir að ábending barst frá samstarfs­ manni Gests í sælgætisgerðinni var farið að heimili hans á laugar­ deginum og hann handtekinn mótþróalaust. Gestur játaði strax verknaðinn og lýsti skilmerkilega frá öllu því sem hann mundi eftir frá þessari nótt. Vinir stigu fram Vinum Hans fannst yfirlýsingar lögreglunnar og skrif dagblaða um málið ósanngjörn en þar var greint frá frásögn Gests. Þeir gáfu út yfir­ lýsingu sem birt var í nokkrum dagblöðum þann 23. september þar sem umfjölluninni var harð­ lega mótmælt. „Okkur var vel kunnugt um að Hans var „homo­ sexual“, en það kom ekki í veg fyrir að hann átti stóran hóp vina, karla sem kvenna, fjölskyldna sem einhleypra, sem kunnu að meta manngildi hans … Þar sem hinn látni getur ekki varið sig sjálfur, krefjumst við þess í minn­ ingu hans að leiðrétt sé sú villandi mynd sem af honum hefur verið gefin í fjölmiðlum.“ Við geðrannsókn var Gestur metinn sakhæfur en ýmsir fyrir­ varar þó settir á. Að sögn lækn­ isins var hann treggefinn, með persónuleikatruflanir og skorti hæfileika til að mynda varanleg tengsl við fólk. Í skýrslunni segir: „Að öllum þessum atriðum sam­ anlögðum er ekki að undra þótt viðbrögð hans geti orðið heiftar­ leg og allt að því tilviljunarkennd þegar hann er undir miklu álagi.“ Gestur sagði sjálfur að runnið hefði á hann æði inni á salerninu. Í apríl árið 1982 var Gestur dæmdur í héraði til 12 ára fang­ elsisvistar fyrir manndráp. Var það metið til refsiminnkunar að hann hafði verið í æðiskasti og því ekki um morð að yfirlögðu ráði að ræða. Einnig var það tekið til greina að hann hafði játað strax og sagt lögreglunni vel frá. En hrotta­ skapur árásarinnar var hins vegar metinn til refsiþyngingar. Hæsti­ réttur mildaði dóminn um fjög­ ur ár í júní árið 1983 og tók tillit til þess að Gestur hefði orðið fyrir alvarlegri kynferðisárás skömmu fyrir manndrápið. Gestur lést árið 1999. n 1981 Drap þýskan blóma- skreytingar- mann eftir nauðgun n Í andlegu ójafnvægi n Skærum stungið í auga n Vinir ósáttir við fjölmiðla Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Gestur Guðjón Sigurbjörnsson Dæmdur í átta ára fangelsi. 1963 Mjólk í búðir Þann 5. september árið 1963 samþykkti borgarstjórn Reykja­ víkur að skoða leiðir til að mat­ vöruverslanir fengju að selja mjólkurvörur en Samsölubúð­ ir Mjólkursamsölurnar höfðu þá einkaleyfi á að selja mjólk­ urvörur síðan 1934. Tillagan kom frá Sigurði Magnússyni, kaupmanni í Austurveri, og var hún samþykkt einróma. Matvöruverslanir þurftu þó að uppfylla viss skilyrði og breyta þurfti heilbrigðissamþykkt borgarinnar. Á næstu árum fjaraði undan Samsölubúðun­ um þegar sífellt fleiri matvöru­ verslanir seldu mjólk. Sala var gefin að öllu leyti frjáls árið 1977. Síðustu Samsölubúðinni, við Laugaveg 162, var lokað árið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.