Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 42
Brot af því besta Helgarblað 19. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ
Bílrúðumeistarinn
Allt á einum stað þegar skipta þarf um rúðu
lærður Bifreiðasmíðameistari sér um allar rúðuísetningar
Þegar bílrúða brotnar eða fær á sig sprungu er gott að hringja í Bílrúðumeistararann, Dalvegi
18, Kópavogi, í síma 571-1133, og
panta tíma. eftir það er séð um allt
sem á að gera á einum stað, hratt og
örugglega. „Það fer rafræn sending
frá okkur á tryggingafélagið þannig
að viðskiptavinurinn þarf aldrei að
vera í neinu sambandi við það frekar
en hann vill. Það er mikilvægt að
þetta sé ekki flókið fyrir viðskiptavin-
inn. Hann geti bara hringt í eitt númer
og síðan sé gengið frá öllu á einum
stað,“ segir Páll gunnlaugsson, eig-
andi Bílrúðumeistarans.
Páll er lærður bifreiðasmíðameist-
ari og það er góð tilfinning fyrir við-
skiptavini að vita af rúðuísetningunni
í höndum faglærðs og þrautreynds
manns. Páll hefur starfað við rúðu-
ísetningar allt frá áriu 2001, en hann
stofnaði Bílrúðumeistarann árið 2011.
Hefur verið mikill vöxtur í viðskiptun-
um vegna góðrar þjónustu að sögn
Páls.
upprunagæði á ísettu gleri – Hægt
að nota plástra og sleppa við rúðu-
skipti við minniháttar skemmdir
„ég legg áherslu á að nota gler
sem er af sömu gæðum og upp-
runalega glerið í bílnum og því getur
bíleigandinn treyst því að fá jafngóða
rúðu og var upphaflega,“ segir Páll,
En eru rúðubrot í bílum algeng?
„Það er ótrúlega mikið um rúðu-
brot. algengast er að eitthvað komi
í rúðuna, steinn sem skemmir hana
og ef hún brotnar ekki strax þá klárar
frostið og hitabreytingarnar verkið.
en ef fólk nýtir sér þessa plástra sem
bæði eru í boði hjá mér og trygginga-
félögunum, þá eru þeir settir yfir
skemmdina strax, bíleigandinn kemur
síðan með bílinn til mín og ég get
fyllt upp í skemmdina án þess að
það þurfi að skipta um rúðu. Þetta
er auðvitað miklu ódýrari kostur og
getur gengið ef skemmdin er á lítt
áberandi stað á rúðunni, utan sjóns-
viðs ökumanns. auk minni kostnaðar
þarf eigandinn þá ekki að greiða fyrir
neina sjálfsáhættu.“
Biðtími frá því hringt er í 571-1133
vegna rúðubrots er vanalega 1–2
dagar.
Páll segir að rúðubrot vegna
skemmdarverka séu sjaldgæfari en
það sem hann kallar, rúðubrot af
eðlilegum ástæðum. skemmdarverk
ganga þó oft í bylgjum og stundum
verði mörg rúðubrot á stuttum tíma
vegna skemmdarverkafaraldurs.
Þess má geta að Páll er fljótur að
leysa þau algengu vandamál þegar
hliðarrúður festast í upphölurum. Þá
er hægt að koma með bílinn beint í
Bílrúðumeistarann sem losar rúðuna
og skiptir um upphalarann. að sögn
Páls eru þessi vandamál algeng
þegar byrjar að frjósa á veturna.
Býr til sinn eigin ís
Við gerum ísinn sjálfir, bæði í Ögurhvarfi og á selfossi, og það er enginn með þennan
ís nema við. Við erum með alvöru
rjómaís, mjög góðan, og síðan erum
við með þennan gamla, kalda ís, sem
er vatnskenndur, en hann er mjög
vinsæll hjá unga fólkinu,“ segir Jón
magnússon, eigandi skalla í Ögur-
hvarfi.
ísinn hefur ávallt verið aðalsmerki
skalla og stendur alltaf fyrir sínu
og nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda.
„ef það bara rétt glittir í sólina þá
bókstaflega fyllist allt hérna, sólin
fyllir alla lífsgleði og allir vilja fá sér
ís,“ segir atli Jónsson, sonur Jóns
magnússonar. Þeir feðgar reka skalla
í Ögurhvarfi. skalli er líka á selfossi,
þar eru aðrir eigendur en náið sam-
starf er á milli staðanna og á selfossi
er sami góði skallaísinn einnig búinn
til frá grunni á staðnum. skalli er líka
vinsæll vegna mikils úrvals góðra
skyndirétta og er í senn veitingastað-
ur og ísbúð. íssalan tekur mikinn kipp
á sumrin, ekki síst ef sést til sólar, eins
og fyrr segir. girnilegur, fjölbreyttur
og ferskur nammibar spillir þar ekki
fyrir.
skalli á sér langa sögu og hóf
starfsemi sem sjoppa og ísbúð í
lækjargötu árið 1973. Það voru í
raun nemendur í menntaskólanum í
reykjavík sem gáfu staðnum nafn:
„í lækjargötu var sjoppa áður en
skalli var opnaður en hana rak sköll-
óttur maður. menntaskólakrakkarnir
töluðu um að kíkja á skalla þegar þeir
fóru í þá sjoppu og þar með varð
nafnið til,“ segir atli.
eins og mörg góð fyrirtæki hvílir
skalli á gömlum grunni en þróast
jafnframt í takt við tímann og er sívin-
sæll. sem fyrr segir er skalli á tveimur
stöðum, í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi og
á austurvegi 46 á selfossi.
Á báðum stöðunum er ísinn að-
alsmerkið en fjölbreytt úrval góðra
skyndibita nýtur einnig mikilla vin-
sælda.