Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2018, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 19. janúar 2018fréttir Ó lga er meðal Sjálfstæðis­ manna í Vestmannaeyjum vegna ákvörðunar fulltrúa­ ráðs flokksins um að halda ekki prófkjör, þess í stað mun full­ trúaráðið kjósa um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sjálf­ stæðisflokkurinn er í yfirburða­ stöðu í bænum og hefur Elliði Vignis son, oddviti Sjálfstæðis­ flokksins, verið bæjarstjóri síðustu tólf ár. Á fundi fulltrúaráðsins milli jóla og nýárs var tillaga um uppstill­ ingu felld og því stefndi allt í próf­ kjör. Aníta Óðinsdóttir, formaður fulltrúaráðsins, sem segir í samtali við DV að hún styðji prófkjör, segir að athugasemdir hafi borist eftir fundinn og því ákveðið að boða annan fund til að ákveða endan­ lega hvort farið yrði í prófkjör. Fulltrúaráð „í vasanum“ Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, var búinn að boða þátttöku sína í prófkjöri, hann segir í samtali við DV að smalað hafi verið á seinni fundinn til að koma í veg fyrir að Elliði þyrfti að fara í prófkjör. Vill hann meina að á sínum 12 árum í bæjarstjórn væri Elliði búinn að raða samstarfsfólki sínu, fjöl­ skyldu og mökum í fulltrúaráð­ ið. Tillaga um prófkjör var felld með 28 atkvæðum á móti 26, einn seðill var auður og einn ógildur. Elís segir að sú tillaga hafi verið óraunhæf, of margir þyrftu að taka þátt í prófkjörinu og tíminn væri of naumur. Lagði hann því fram breytingartillögu um að 10 manns þyrfti í prófkjör í stað 14, sú tillaga var felld. Niðurstaða fundarins var að farið yrði í röðun sem gengur út á að fulltrúaráðið kýs á listann. Elís segir að margir séu ósáttir við niðurstöðuna því fulltrúaráðið sé „í vasanum“ á bæjarstjóranum, sendi hann lista með nöfnum þeirra sem eiga að hafa kosið gegn prófkjöri á blaðamann DV til að sýna fram á tengsl fulltrúanna við bæjarstjór­ ann og bæjarfulltrúa Sjálfstæðis­ flokksins. Viðmælendur DV sem flokkast mega sem andstæðingar Elliða innan Sjálfstæðisflokksins segja að ekki sé um ræða neina sér­ staka fylkingu sem stefni á klofningsframboð, þeir sem vilji prófkjör séu einungis þreyttir á að hafa sama odd­ vitann í 12 ár og tími sé kominn á breytingu. Nafn Írisar Róberts­ dóttur grunn­ skólakennara var ítrekað nefnt í tengslum við bar­ áttuna fyrir prófkjöri og hugsanlegt fram­ boð fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn, hún vildi ekki ræða við blaðamann DV þegar eftir því var leitað. Leynilisti í umferð Listi, sem inniheldur annað orða­ lag en listi Elísar, er í umferð en enginn viðmælenda DV kannast við að hafa útbúið þann lista. Listann má sjá hér til hliðar. Margir sem eru á listanum kannast við að hafa kosið á móti próf­ kjöri, sumir vildu ekki ræða við DV en einn bæjar­ fulltrúi, Páll Marvin Jónsson, sagðist hafa greitt atkvæði með því að fara í prófkjör en er sáttur við þá niður­ stöðu að fara í röðum. „Þetta er leið til að sætta ákveðin sjónarmið. Það er fylking hér sem vill prófkjör og önnur fylking sem vill ekki próf­ kjör. Með röðun mun fulltrúaráð­ ið, þeir sem starfa innan flokksins, fá tækifæri til að kjósa fólk á lista,“ segir Páll Marvin. Einn viðmæl­ andi sagði að lítið væri að marka orð Elísar þar sem hann ynni fyrir Eimskip og vildi komast að í bæjarstjórn til að koma í veg fyrir að bærinn tæki yfir rekstur Herjólfs. Elís hafnar því alfar­ ið og segist ekki hafa neitt að fela, verið væri að nota skoð­ anir hans um rekstur Herjólfs til að drepa málinu á dreif. Elliði hefur sagt að hann hefði verið tilbúinn að gefa kost í sér í prófkjöri ef það yrði niðurstaðan en Elís segir að það standist ekki skoðun heldur hafi Elliði beitt sér gegn prófkjöri með öllum tiltækum ráðum. Ekki er þó allt sem sýnist, viðmælendur DV draga margir í efa sýn Elísar á málin, á það líka við um viðmælendur sem tengjast ekki bæjarstjóranum. „Ástæðan fyrir því að Elliði kaus gegn því að fara í prófkjör hefur ekkert að gera með hræðslu við kjósendur, hann veit að staða sín er sterk. Þetta snýst um að gera það sem er þægi­ legast og koma í veg fyrir að karlar verði í öllum efstu sætunum,“ seg­ ir einn viðmælandi DV. Ekkert sem styður samsæris­ kenningar um spillingu Viðmælendur DV innan minni­ hlutans í Vestmannaeyjum segja að málið snúist um nokkra einstaklinga innan Sjálfstæðis­ flokksins sem hafi reynt að kom­ ast á lista fyrir kosningarnar 2014 en ekki haft erindi sem erfiði og séð fram á að hið sama myndi ger­ ast fyrir kosningarnar í vor. „Ég hef ekki orðið vitni að spillingu í kringum bæjarstjórann, sem full­ trúi minnihlutans er það mitt starf að finna eitthvað á Elliða en það er ekki auðvelt. Það sem fólk er ekki alltaf að átta sig á er að þetta er lítið bæjarfélag og það segir sig sjálft að fólk þekkir hvert ann­ að. Þótt ég sé ekki á sama stað og Elliði í stjórnmálum þá hef ég ekki orðið vitni að neinu sem styður samsæriskenningarnar um spill­ ingu,“ segir Auður Ósk Vilhjálms­ dóttir, bæjarfulltrúi E­listans. n Dularfullur listi í Vestmannaeyjum n Deilt um prófkjör sjálfstæðismanna n listi yfir meinta stuðningsmenn elliða í umferð Ari Brynjólfsson ari@pressan.is Á móti prófkjöri skellti á blaðamann Á móti Á móti „Ég var á móti prófkjöri „mjög óviðeigandi að spyrja um þetta „Ég er ekkert heitur með eða á móti, þetta er bara niðurstaðan „tjái mig ekki um þetta „Ég gef þetta ekki upp„finnst það mjög óviðeigandi hjá ykkur að eltast við þetta „Ég hefði kosið með uppstillingu á fyrri fundinum, en ég kaus með prófkjöri á síðasta fundi Elliði vill konur og ungt fólk á listann Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði í samtali við mbl. is að hann hafi talað fyrir leiðtogaprófkjöri til að tryggja aðkomu kvenna og ungs fólks á lista Sjálfstæðisflokksins. Bendir hann á að í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar þá hafi þrír karlar raðast í þrjú efstu sætin. Aníta Óðinsdóttir, formaður fulltrúaráðsins, gefur lítið fyrir það í samtali við DV: „Það var síðast prófkjör hér í Vestmannaeyj- um árið 1990, það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.“ Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, lagðist gegn prófkjöri, andstæðingar Elliða innan flokksins segja lítið að marka þá afstöðu þar sem sonur Elliða sé varaformaður Eyverja. Páll vildi prófkjör Páll Magnús- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sat báða fundina og hann segir að niðurstaðan hafi komið á óvart. Sagði hann í samtali við Vísi að hann hefði stutt það eindregið að fara í prófkjör: „Ég tel að þetta sé afar óheppileg niðurstaða fyrir flokkinn í Vestmannaeyjum,“ sagði Páll. Vélstjóri á Herjólfi Elís Jónsson gaf kost á sér í prófkjör eftir fund fulltrúaráðsins milli jóla og nýárs, hann er ekki sáttur við niðurstöðuna. Leynilistinn Listinn á að sýna þá 28 sem Elliði á að hafa smalað á fund fulltrúaráðsins til að koma í veg fyrir prófkjör og sýna fram á tengsl þeirra sem eiga sæti í fulltrúaráðinu. Enginn sem DV ræddi við vildi segja hvaðan listinn kæmi. Bæjarstjóri Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 2006 og gefur kost á sér til að halda áfram í kosningunum í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.