Orð og tunga - 26.04.2018, Side 9

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 9
viii Orð og tunga stöðu viðskeytanna tveggja með tilliti til orðmyndunar, merkingar og notkunar. Í annarri grein Margrétar Jónsdóttur segir frá orðinu kýrskýr sem hefur vissa sérstöðu í orðaforðanum bæði orðmyndunar- og merk- ingarlega. Orðið merkir ýmist ‘heimskur’ (eldri merkingin) eða ‘(afar/ mjög) skýr/greinilegur/greinargóður’ (yngri merkingin). Matteo Tarsi segir frá myndun og sögu orðsins lögregla. Hann færir rök fyrir því að orðasambandið að halda uppi lögum og reglu liggi þar til grundvallar og rekur orðið til Konráðs Gíslasonar. Matteo lýsir þró un inni hvað varðar orðmyndun og merkingu og setur hana meðal ann ars í samhengi við tökuorðið pólití. Hann rökstyður að orðið lög- reglu maður hafi verið stytt í lögregla og að síðar hafi lögregla einnig fengið merkinguna ‘lögreglustofnun’. Grein Stefanie Bade fjallar um rannsókn sem hún gerði á viðhorf- um Íslendinga til þeirra sem tala íslensku með erlendum hreim. Stefanie beitti hulinsprófi (e. verbal guise technique) til að finna viðhorf hinna íslensku þátttakenda. Rannsóknin leiddi margt for vitni legt í ljós. Meðal annars benda niðurstöður hennar til þess að Íslendingar gefi fólki jákvæðari einkunnir fyrir persónueinkenni (t.d. sjálfstæð, greind, aðlaðandi o.fl.) ef þeir tengja hinn erlenda hreim þess við nálæg („vestræn“) lönd heldur en þegar hreimurinn er talinn tengjast Austur-Evrópu og Asíu. Stefnt hefur verið að því að birta í Orði og tungu ritdóm um nýlega orðabók eða annað viðamikið orðfræðilegt eða málfræðilegt verkefni í hverjum árgangi eða því sem næst. Að þessu sinni skrifar Helga Hilmisdóttir ritdóm um Íslenskt orðanet Jóns Hilmars Jónssonar sem var opnað á vefnum á síðari hluta árs 2016. Eins og Helga segir í rit- dómnum er hér um að ræða margþætt verk með ógrynni upp lýsinga um orðasambönd í íslensku og um íslenska málnotkun. Frá og með 18. árgangi var tekinn upp sérstakur þáttur, Málfregnir, aftast í tímaritinu sem ætlaður er styttri greinum um hagnýtta íslenska mál fræði. Ágústa Þorbergsdóttir segir í þessu hefti frá ritröðinni Íð- orða rit Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ágústa hefur stýrt ritröðinni frá upphafi og átt samvinnu við höfunda og rit- stjóra úr röðum fræðimanna í viðkomandi sérgreinum. Íðorðaritin eru í senn prentuð og aðgengileg á vefnum. Fram kemur í grein Ágústu að háskólanemar séu helsti markhópur þeirra íðorðarita sem komin eru út í ritröðinni. Þeim áfanga var náð 2017 að allir árgangar Orðs og tungu frá upp- hafi eru nú aðgengilegir á Tímarit.is, vef Landsbókasafns Íslands – tunga_20.indb viii 12.4.2018 11:50:26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.