Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 15
4 Orð og tunga
á miðöldum hafi lagt hið fyrra að jöfnu við „ráðningarsprota“ Guðs
(þann sem þó gat einnig birst sem „miskunnarsproti“). Sú er þó ekki
endilega meining biblíutextans; þannig var virga líka notað um þann
„kvist“ sem mun „fram spretta … af stofni Ísaí“.6 Í sama spádómi mun
Guð svo að vísu „ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns“ og
er þar einnig virga á latínunni, þá í bareflismerkingunni. Orðið gat
líka haft svipaða merkingu og baculus; hirðisstafur t.d. kallast virga
pastoris.
Í sumum fornmálsdæmunum er ráðning veitt með sprota sem
menn virðast bera með sér að staðaldri og tæplega til þess eins að lemja
fólk. Þannig segir Trójumanna saga (1963:92) frá því þegar Ódysseifur
reiddist manni í orðaskiptum, „stóð upp …, mælti harðliga til hans
og hleypur að honum og lýstur hann með sprota sínum, þeim er ger
var af fílsbeini“. Eins gerir Höskuldur Dala-Kollsson í Njálu (Ísl.s.
135) þegar ungir strákar gantast með kynlífsvanda bróður hans: „Þá
reiddist Höskuldur og laust sveininn með sprota … en sprotinn kom í
andlitið og sprakk fyrir.“ Líkt fer Örvar-Oddi (Örv.O. 1888:14) þegar
völva hefur flutt honum óvelkominn spádóm. „Hann sprettur upp
við … og rekur sprotann á nasar henni svo að þegar lá blóð á jörðu.“
Oddur „hafði í hendi“ sprotann áður en hann hitti völvuna, en
handritum ber á milli hvort það var „stór sproti“, „einn búinn sproti“
eða „búsproti“ (sama stað, nm.). Ef búsproti er upphaflegi leshátturinn,
þá sýna hinir að afritarar hafa illa skilið orðið, en það ætti að merkja
sprota til einhvers konar búverka, e.t.v. sem keyri á búpening.7 Eitt-
hvað líkt búsprotanum kann að vaka fyrir þýðanda Rómverja sögu
(2010:212) þar sem hann segir af liðssafnaði uppreisnarmanna nokk-
urra, og hafa þeir ekki eiginleg vopn handa öllu liði sínu heldur var
það „margt er ekki hafði utan sprota og lurka“. Hvort tveggja eru
barefli, sprotarnir væntanlega handhægari en lurkarnir. Með þeim
mátti þó veita þung högg ef marka má lýsingu sama rits (2010:225)
á dauða Remusar sem var lostinn „undir kinnarbeinið með einum
hjarðrekastaf eða sprota með svo þungu höggi og slagi að þegar
fékk hann bana af“. Þarna kynni hjarðrekastafurinn einmitt að vera
búsproti. Og þá öðru nafni keyrisproti, en það orð kemur fyrir í
landafræði Hauksbókar (1892–1896:177) þar sem taldir eru upp helgir
dómar í Miklagarði. Þar er í upphafi „rit það er drottinn vor ritaði
6 Samkvæmt Viðeyjarbiblíu og síðari þýðingum; í Guðbrandsbiblíu „vönd“ sem
skyldi „upprenna af kyni Jesse“. Hér eft ir vefnum Biblían, Jesaja 11. Á þann vef eru
sótt ar íslenskar biblíutilvitnanir hér eft ir.
7 Svo ONP sem giskar á „til at drive kvæg med? / for goading catt le?“.
tunga_20.indb 4 12.4.2018 11:50:27