Orð og tunga - 26.04.2018, Side 21

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 21
10 Orð og tunga merking orðsins, kemur óvíða fram í fornum textum. Órækast dæmi er í biblíuþýðingunni Stjórn (1862:200). Senan er í Egyptalandi þar sem byrlara faraós hafði dreymt merkan draum: „Eg þóttist sjá einn vínvið fyrir mér, á hverjum voru þrír vínviðis-teinungar eður sprotar, og sýndist mér vísirinn vaxa smám þeim.“ Annað handrit hefur frá- brugðna leshætti: „þrír ungviðis-sprotar eður hríslur“, en Vulgata hef ur tres propagines, þ.e. vísar að nýjum greinum sem vaxa þar sem vínviður hefur verið klipptur. Hér má liggja á milli hluta hvort „ung- viði“ er mislestur fyrir „vínviði“ eða öfugt, og hvort það eru „hrísl ur“ eða „teinungar“ sem afritari setur inn sem einhvers konar leið rétt ing- ar tilraun. Til samans sýna leshættirnir þýðanda og skrifara sem hvor- ugur er viss um hvað eigi að kalla þennan nývöxt á vínviði. Báð um kemur í hug sproti, jafnframt því sem annar nefnir teinung og hinn hríslu. Þá er ógetið eins texta þar sem líka mun rétt, þótt ekki sé það eins augljóst, að skilja sprota sem hluta af lifandi gróðri. Þetta er Þorsteins þáttur forvitna, varðveittur m.a. í Flateyjarbók (1868:431–432), í syrpu hennar af þáttum tengdum Haraldi konungi harðráða. Þorsteini verð- ur það á að forvitnast í púss konungs og finna þar „hefti tvö er honum þótti hafa gulls lit, en honum sýndist sem tré væri í endann“. Hefti er ‘handfang, stutt skaft (eins og á hníf)’. Hér eru hefti konungs úr gulli af litnum að dæma, en endarnir eins og tré, þ.e. með sýnilegum árhringum. Fyrir forvitnina leggur konungur fyrir Þorstein þraut, nánast forsendingu. Hann á að færa konungi nýtt hefti, svo samstætt hinum fyrri „að eg megi skilja að af einum við sé“. Það er fyrir vitrun Ólafs helga og leiðarvísun einsetumanns að Þorsteinn finnur rétta staðinn, hólm nokkurn skógi vaxinn, „en skógurinn sá er allur að sjá sem gull, og er þar orma bæli“ – orma í merkingunni ‘dreka’.19 Þorsteinn komst í hólminn. „Allur viður var þar sem á gull sæi, og þar sá hann fagran sprota og að þar hafði verið skorað af.“ Þorsteinn „skorar af tvö hefti“ og sleppur með þau frá drekanum – enn með hjálp Ólafs helga. Haraldur konungur þekkir að heftin eru „af því tré“ sem hin fyrri og launar Þorsteini vel. 19 Skipti þeirra Þorsteins og drekans eiga sér hliðstæður í öðrum frásögnum, t.d. af drekanum Jakúlusi í Ingvars sögu víðförla. Orðalagið að dreki eða ormur „rísi á sporðinn“ er sameiginlegt með Margrétar sögu. tunga_20.indb 10 12.4.2018 11:50:28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.