Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 21
10 Orð og tunga
merking orðsins, kemur óvíða fram í fornum textum. Órækast dæmi
er í biblíuþýðingunni Stjórn (1862:200). Senan er í Egyptalandi þar
sem byrlara faraós hafði dreymt merkan draum: „Eg þóttist sjá einn
vínvið fyrir mér, á hverjum voru þrír vínviðis-teinungar eður sprotar,
og sýndist mér vísirinn vaxa smám þeim.“ Annað handrit hefur frá-
brugðna leshætti: „þrír ungviðis-sprotar eður hríslur“, en Vulgata
hef ur tres propagines, þ.e. vísar að nýjum greinum sem vaxa þar sem
vínviður hefur verið klipptur. Hér má liggja á milli hluta hvort „ung-
viði“ er mislestur fyrir „vínviði“ eða öfugt, og hvort það eru „hrísl ur“
eða „teinungar“ sem afritari setur inn sem einhvers konar leið rétt ing-
ar tilraun. Til samans sýna leshættirnir þýðanda og skrifara sem hvor-
ugur er viss um hvað eigi að kalla þennan nývöxt á vínviði. Báð um
kemur í hug sproti, jafnframt því sem annar nefnir teinung og hinn
hríslu.
Þá er ógetið eins texta þar sem líka mun rétt, þótt ekki sé það eins
augljóst, að skilja sprota sem hluta af lifandi gróðri. Þetta er Þorsteins
þáttur forvitna, varðveittur m.a. í Flateyjarbók (1868:431–432), í syrpu
hennar af þáttum tengdum Haraldi konungi harðráða. Þorsteini verð-
ur það á að forvitnast í púss konungs og finna þar „hefti tvö er honum
þótti hafa gulls lit, en honum sýndist sem tré væri í endann“. Hefti
er ‘handfang, stutt skaft (eins og á hníf)’. Hér eru hefti konungs úr
gulli af litnum að dæma, en endarnir eins og tré, þ.e. með sýnilegum
árhringum. Fyrir forvitnina leggur konungur fyrir Þorstein þraut,
nánast forsendingu. Hann á að færa konungi nýtt hefti, svo samstætt
hinum fyrri „að eg megi skilja að af einum við sé“. Það er fyrir vitrun
Ólafs helga og leiðarvísun einsetumanns að Þorsteinn finnur rétta
staðinn, hólm nokkurn skógi vaxinn, „en skógurinn sá er allur að
sjá sem gull, og er þar orma bæli“ – orma í merkingunni ‘dreka’.19
Þorsteinn komst í hólminn. „Allur viður var þar sem á gull sæi, og
þar sá hann fagran sprota og að þar hafði verið skorað af.“ Þorsteinn
„skorar af tvö hefti“ og sleppur með þau frá drekanum – enn með
hjálp Ólafs helga. Haraldur konungur þekkir að heftin eru „af því
tré“ sem hin fyrri og launar Þorsteini vel.
19 Skipti þeirra Þorsteins og drekans eiga sér hliðstæður í öðrum frásögnum, t.d. af
drekanum Jakúlusi í Ingvars sögu víðförla. Orðalagið að dreki eða ormur „rísi á
sporðinn“ er sameiginlegt með Margrétar sögu.
tunga_20.indb 10 12.4.2018 11:50:28