Orð og tunga - 26.04.2018, Side 35
24 Orð og tunga
Þeir sem hér halda á penna eru allir af vestanverðu landinu en talsvert
langt er á milli þeirra og ekkert sem bendir til staðbundins málfars.6
Á vefnum Tímarit.is eru nokkur dæmi um þágufallsmyndina Þórarini,
hið elsta frá 1912 í tímaritinu Ingólfi .7 Birni M. Ólsen hefur verið töm
myndin Þórarini:
(4) af því að allir þeir goðar, sem því þingi áttu að halda,
vóru venslaðir Þórarini. (Björn M. Ólsen 1929–1939:364)
Dæmið er í einum af fj ölmörgum fyrirlestrum sem Björn fl utt i um Ís-
lendingasögur á árunum 1911–1917.8 Björn var Húnvetningur, fædd-
ur 1850. Engin dæmi eru um þágufallsmyndirnar Þórarin og Þór ar ini í
ritmálssafni Orðabókar Háskólans (ROH).
3 Nýjungin Þórarinum
Björn K. Þórólfsson (1925:76) segir að mannsnafnið Þórarinn hafi á
Suðurlandi haft myndina Þórarinum frá því um 1700 og hann nefnir að
myndin komi fyrir í handritinu AM 566 c 4to sem sé skrifað árið 1705
á Rauðalæk í Rangárvallasýslu en bærinn er skammt frá Hellu. Björn
tilgreinir engan stað í handritinu né dæmafj ölda. Þett a er handrit af
Fóstbræðra sögu en nafnið Þórarinn kemur tvívegis fyrir í þágufalli í
útgáfu með nútímastafsetningu:
(5) a. hann trúði eigi til fulls þeim Þorgrími og Þórarni
(Íslendinga sögur og þættir II 1987:812)
b. bjuggu til mál á hönd Þórarni um víg Þorgeirs
(Íslendinga sögur og þættir II 1987:816)
Í fyrra skiptið er í AM 566 c 4to orðmyndin Þórarinum (35v2). Í hinu
tilvikinu er annað orðalag og eignarfallsmynd („a hendur Þorarins“,
38v11). Í handritinu er því líklega ekki nema eitt dæmi um Þórarinum.
6 Gísli Jónsson (1699–1781), prestur á Staðarhóli (Saurbæjarþingum) í Dalasýslu,
var úr Álftaneshreppi, Finnur Jónsson (1704–1789) var frá Hítardal í Mýrasýslu
og Sigurður Ólafsson (1732–1810), klausturhaldari á Kirkjubæjarklaustri, var úr
Barðastrandarsýslu. Þess má geta að allir þrír lærðu í Skálholtsskóla.
7 Á vefnum kunna einnig að vera dæmi um þágufallsmyndina Þórarin en leit að
þeim er tímafrek.
8 Þeir sem bjuggu fyrirlestrana til prentunar segja í formála: „Eins og við er að búast,
eru fyrirlestrarnir skrifaðir currente calamo [‘með hlaupandi penna’, ‘í flýti’], og
jafnvandvirkur fræðimaður og B. M. Ó. hefði breytt miklu og lagað, ef hann hefði
séð um prentun þeirra.“ (Björn M. Ólsen 1929–1939:IV).
tunga_20.indb 24 12.4.2018 11:50:31