Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 35

Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 35
24 Orð og tunga Þeir sem hér halda á penna eru allir af vestanverðu landinu en talsvert langt er á milli þeirra og ekkert sem bendir til staðbundins málfars.6 Á vefnum Tímarit.is eru nokkur dæmi um þágufallsmyndina Þórarini, hið elsta frá 1912 í tímaritinu Ingólfi .7 Birni M. Ólsen hefur verið töm myndin Þórarini: (4) af því að allir þeir goðar, sem því þingi áttu að halda, vóru venslaðir Þórarini. (Björn M. Ólsen 1929–1939:364) Dæmið er í einum af fj ölmörgum fyrirlestrum sem Björn fl utt i um Ís- lendingasögur á árunum 1911–1917.8 Björn var Húnvetningur, fædd- ur 1850. Engin dæmi eru um þágufallsmyndirnar Þórarin og Þór ar ini í ritmálssafni Orðabókar Háskólans (ROH). 3 Nýjungin Þórarinum Björn K. Þórólfsson (1925:76) segir að mannsnafnið Þórarinn hafi á Suðurlandi haft myndina Þórarinum frá því um 1700 og hann nefnir að myndin komi fyrir í handritinu AM 566 c 4to sem sé skrifað árið 1705 á Rauðalæk í Rangárvallasýslu en bærinn er skammt frá Hellu. Björn tilgreinir engan stað í handritinu né dæmafj ölda. Þett a er handrit af Fóstbræðra sögu en nafnið Þórarinn kemur tvívegis fyrir í þágufalli í útgáfu með nútímastafsetningu: (5) a. hann trúði eigi til fulls þeim Þorgrími og Þórarni (Íslendinga sögur og þættir II 1987:812) b. bjuggu til mál á hönd Þórarni um víg Þorgeirs (Íslendinga sögur og þættir II 1987:816) Í fyrra skiptið er í AM 566 c 4to orðmyndin Þórarinum (35v2). Í hinu tilvikinu er annað orðalag og eignarfallsmynd („a hendur Þorarins“, 38v11). Í handritinu er því líklega ekki nema eitt dæmi um Þórarinum. 6 Gísli Jónsson (1699–1781), prestur á Staðarhóli (Saurbæjarþingum) í Dalasýslu, var úr Álftaneshreppi, Finnur Jónsson (1704–1789) var frá Hítardal í Mýrasýslu og Sigurður Ólafsson (1732–1810), klausturhaldari á Kirkjubæjarklaustri, var úr Barðastrandarsýslu. Þess má geta að allir þrír lærðu í Skálholtsskóla. 7 Á vefnum kunna einnig að vera dæmi um þágufallsmyndina Þórarin en leit að þeim er tímafrek. 8 Þeir sem bjuggu fyrirlestrana til prentunar segja í formála: „Eins og við er að búast, eru fyrirlestrarnir skrifaðir currente calamo [‘með hlaupandi penna’, ‘í flýti’], og jafnvandvirkur fræðimaður og B. M. Ó. hefði breytt miklu og lagað, ef hann hefði séð um prentun þeirra.“ (Björn M. Ólsen 1929–1939:IV). tunga_20.indb 24 12.4.2018 11:50:31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.