Orð og tunga - 26.04.2018, Side 36

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 36
Katrín Axelsdóttir: Þórarinn í þágufalli 25 Í áðurnefndu einkaskjalasafni Björns K. Þórólfssonar (2004) eru þessi þrjú dæmi um myndina Þórarinum en þau eru frá 18. og 19. öld: (6) a. fyrir höldnum héraðsrétti … af ... sýslumanni Þóraren- um Jónssyni ... (Dæmi úr Eyjafirði 1753. Eimreiðin II, 114. Borið saman við frumritið (þingb.)) b. Dativ Þorarinum kemur fyrir í bréfi síra Jóns Stein- gríms sonar til Lýðs sýslum. Guðmundssonar dags. 15. júní 1784. c. … Bréfi þessu, er eg sendi med Syni mínum Þórarinum (Bréf síra Gísla Skúlasonar í Vesturhópshólum til Jóns landlæknis Þorsteinssonar, dags. 11. júní 1846) Dæmið í (6a) er í þingsvitni teknu í Eyjafjarðarsýslu 1753 og þarna er minnst á sýslumanninn, Þórarin Jónsson (1719–1767), ættföður Thor ar ensenættar. Hann var Norðlendingur (bjó á Grund í Eyjafirði og ætt aður frá Grenivík). En þótt Þórarinn hafi verið Norðlendingur og textinn ritaður norðanlands er auðvitað ekki víst að skrifarinn hafi verið þaðan. Í (6b) er vísað til Jóns Steingrímssonar eldklerks (1728–1791). Hann bjó sem kunnugt er lengi í Mýrdal og kann að hafa vanist myndinni þar, en hann var Skagfirðingur að uppruna. Í (6c) er vitnað til Gísla Skúlasonar í Vesturhópshólum, Húnavatnssýslu. Enginn með þessu nafni virðist þó hafa verið uppi á þessum stað og tíma. En í manntalinu 1845 er Gísli Gíslason (1786–1860), prestur í Vesturhópshólum; einn sona hans hét Þórarinn. Þetta er væntanlega hann. Gísli Gíslason var Húnvetningur, faðir hans bjó í Refasveit. Kona Gísla og móðir Þórarins var Ragnheiður Vigfúsdóttir Þórarinssonar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, systir Bjarna Thorarensen. Þórarinsnafnið er úr fjölskyldu Ragnheiðar og kannski er beygingin þaðan líka; Gísli kann að hafa vanist henni úr þeirri átt. Dæmið gæti því bent til Rangárvallasýslu, en þaðan er elsta dæmið sem fundist hefur um Þórarinum, dæmið í Fóstbræðrasöguhandritinu sem nefnt var hér að framan. En hér er þess að gæta að Ragnheiður átti ættir að rekja norður í land; afi hennar var Þórarinn Jónsson sýslumaður, sá sami og nefndur er í (6a). Það er því hæpið að draga hér miklar ályktanir. Í ROH eru fáir seðlar með myndinni Þórarinum og aðeins einn þeirra gefur vísbendingar um útbreiðsluna. Neðst er fangamark Björns K. Þórólfssonar en á seðlinum er þó að öllum líkindum rithönd Jakobs Benediktssonar orðabókarritstjóra (Guðrún Kvaran, munnl. heimild). Seðillinn er ekki dagsettur en vera má að hann tengist tunga_20.indb 25 12.4.2018 11:50:31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.