Orð og tunga - 26.04.2018, Page 36
Katrín Axelsdóttir: Þórarinn í þágufalli 25
Í áðurnefndu einkaskjalasafni Björns K. Þórólfssonar (2004) eru
þessi þrjú dæmi um myndina Þórarinum en þau eru frá 18. og 19. öld:
(6) a. fyrir höldnum héraðsrétti … af ... sýslumanni Þóraren-
um Jónssyni ... (Dæmi úr Eyjafirði 1753. Eimreiðin II,
114. Borið saman við frumritið (þingb.))
b. Dativ Þorarinum kemur fyrir í bréfi síra Jóns Stein-
gríms sonar til Lýðs sýslum. Guðmundssonar dags. 15.
júní 1784.
c. … Bréfi þessu, er eg sendi med Syni mínum Þórarinum
(Bréf síra Gísla Skúlasonar í Vesturhópshólum til Jóns
landlæknis Þorsteinssonar, dags. 11. júní 1846)
Dæmið í (6a) er í þingsvitni teknu í Eyjafjarðarsýslu 1753 og þarna
er minnst á sýslumanninn, Þórarin Jónsson (1719–1767), ættföður
Thor ar ensenættar. Hann var Norðlendingur (bjó á Grund í Eyjafirði
og ætt aður frá Grenivík). En þótt Þórarinn hafi verið Norðlendingur
og textinn ritaður norðanlands er auðvitað ekki víst að skrifarinn
hafi verið þaðan. Í (6b) er vísað til Jóns Steingrímssonar eldklerks
(1728–1791). Hann bjó sem kunnugt er lengi í Mýrdal og kann að hafa
vanist myndinni þar, en hann var Skagfirðingur að uppruna. Í (6c)
er vitnað til Gísla Skúlasonar í Vesturhópshólum, Húnavatnssýslu.
Enginn með þessu nafni virðist þó hafa verið uppi á þessum stað og
tíma. En í manntalinu 1845 er Gísli Gíslason (1786–1860), prestur í
Vesturhópshólum; einn sona hans hét Þórarinn. Þetta er væntanlega
hann. Gísli Gíslason var Húnvetningur, faðir hans bjó í Refasveit. Kona
Gísla og móðir Þórarins var Ragnheiður Vigfúsdóttir Þórarinssonar,
sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, systir Bjarna Thorarensen.
Þórarinsnafnið er úr fjölskyldu Ragnheiðar og kannski er beygingin
þaðan líka; Gísli kann að hafa vanist henni úr þeirri átt. Dæmið gæti
því bent til Rangárvallasýslu, en þaðan er elsta dæmið sem fundist
hefur um Þórarinum, dæmið í Fóstbræðrasöguhandritinu sem nefnt
var hér að framan. En hér er þess að gæta að Ragnheiður átti ættir
að rekja norður í land; afi hennar var Þórarinn Jónsson sýslumaður,
sá sami og nefndur er í (6a). Það er því hæpið að draga hér miklar
ályktanir.
Í ROH eru fáir seðlar með myndinni Þórarinum og aðeins einn
þeirra gefur vísbendingar um útbreiðsluna. Neðst er fangamark
Björns K. Þórólfssonar en á seðlinum er þó að öllum líkindum rithönd
Jakobs Benediktssonar orðabókarritstjóra (Guðrún Kvaran, munnl.
heimild). Seðillinn er ekki dagsettur en vera má að hann tengist
tunga_20.indb 25 12.4.2018 11:50:31