Orð og tunga - 26.04.2018, Page 37
26 Orð og tunga
útvarpsþættinum frá 1973 sem minnst var á í 2. kafla. Efst á seðlinum
stendur:9
(7) dat. Þórarinum um allt Suðurl. austur að Skeiðarársandi.
Þetta eru forvitnilegar upplýsingar, talað er um allt Suðurland austur
að Skeiðarársandi. Þetta kemur ekki illa heim við það sem Björn K.
Þórólfsson (1925) nefnir og rætt hefur verið. En þessi ummæli benda
þó til frekari heimilda um Suðurland en þeirrar sem Björn getur
sérstaklega (AM 566 c 4to).
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og tengd skjöl frá sama
tíma (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1–11, 13 1913–1943,
1990), upphafi 18. aldar, er góð heimild um karlmannsnöfn. Bókin
náði til alls landsins en lýsingar Múla- og Skaftafellssýslna brunnu
í Kaupmannahöfn. Nafnið Þórarinn kemur þrettán sinnum fyrir í
þágufalli í því sem eftir er af jarðabókinni og í tengdum skjölum. Í
sjö skipti kemur fyrir hin hefðbundna mynd Þórarni. Dæmin eru öll
af norðanverðu landinu en víðfeðmu svæði. Tvö eru úr Vopnafirði
(tvisvar sami maður), tvö úr Öxarfirði (tvisvar sami maður), tvö úr
Víðidal í Húnavatnssýslu (tvisvar sami maður) og eitt úr Staðarhreppi
í Strandasýslu.10 Í hin skiptin sex er um að ræða myndina Þórarinum.
Öll dæmin eru úr Rangárvallasýslu, Eyjafjallasveit nánar tiltekið, og
þarna er um að ræða þrjá menn.
Í TOH eru nokkrir seðlar með upplýsingum um Þórarinum. Kveikj-
an að flestum þeirra, ef ekki öllum, er útvarpsþátturinn frá 1973 sem
nefndur var í 2. kafla.
(8) a. „honum Þórarinum“ (Reykjavík, Á.B. [= Árni Böðvars-
son])
b. Ekki held ég, að hér sé mikið sagt – hjá honum Þór-
ar in. Aftur getur margan hent að segja – hjá honum
Þór arinum. (Kristján Jónsson, Snorrastöðum, Hnappa-
dalssýslu)
c. Þórarini hef ég ekki heyrt, en aðeins heyrt bregða fyrir
– Þórarinum – (frá honum Þórarinum) vafalaust fyrir
áhrif greinisins. (Guðmundur Ingi Kristjánsson, Holti,
Önundarfirði)
9 Ýmislegt fleira stendur á seðlinum en það er allt einnig að finna í bók Björns K.
Þórólfssonar (1925) og einkaskjalasafni hans (2004) og hefur þegar verið nefnt. —
Um aðra seðla með Þórarinum í ritmálssafninu, sjá (9a–b) hér á eftir.
10 Dæmin úr Vopnafirði eru í lýsingunni á Þingeyjarsýslu, en maðurinn sem rætt er
um var búsettur í Vopnafirði.
tunga_20.indb 26 12.4.2018 11:50:32