Orð og tunga - 26.04.2018, Side 41
30 Orð og tunga
c. En ekki gefur það átyllu til að rita Kristjánardóttir,
Hansardóttir, Guðbrandarbiflía, ... þótt einhver gæti
sagzt hafa lært það af „Þórarinum heitinum“, „Hjört“
eða „Eigli“, sem lært hefði að tala fyrir meira en 100
árum. (Björn Sigfússon 1941/1942:192)
d. „Ég trúi það sé farið að sneyðast um hjá Þórarinum á
Kleifum og Halli á Fjalli,“ svaraði Einar í Nesi. (Sigríður
Gísladóttir frá Vík 1965:45)
Dæmin í (13a–b) eru í vísum. Höfundur þeirrar fyrri er Jón Hjaltalín,
fæddur 1749 eða 1750, skáld og prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en
vísan er í ljóðabréfi til Lofts Guðmundssonar hreppstjóra, ortu í byrj un
19. aldar. Jón var ættaður úr Reykjavík, faðir hans var Oddur Hjaltalín
lögréttumaður á Rauðará. Síðari vísan birtist í vesturheimsblaðinu Lög-
bergi árið 1913, en höfundur hennar er Sigurbjörn Jóhannsson (1839–
1903), bóndi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, sem fluttist vestur um
haf 1889. Vísan er ein nokkurra vísna um bændur og bæi í Laxárdal
í sömu sýslu en hér er að öllum líkindum ort um Þórarin Jónsson
(1865–1922), bónda á Halldórsstöðum í Laxárdal. Dæmið í (13c) er
í tímaritinu Útvarpstíðindum, í þætti Björns Sigfússonar Orðabelg en
það virðist vera e.k. málvöndunarþáttur. Hér fjallar Björn um nokkrar
eignarfallsmyndir sem eru að hans mati rangar. Af umfjölluninni er
ljóst að Birni þykir ekki mikið til um þágufallsmyndina Þórarinum,
en hana þekkir hann greinilega vel. Síðasta dæmið, í (13d), er í
framhaldssögu í Vikunni árið 1965, „Hvini í stráum“. Höfundurinn,
Sigríður Gísladóttir frá Vík, er í kynningu sagður vera ómenntuð
alþýðukona „sem nú hefur á efri árum látið undan ævilangri löngun
sinni til að skrifa skáldsögur“. Í kynningunni segir enn fremur að
sagan sé skrifuð „með hinu lifandi tungutaki alþýðunnar“. Nú væri
fróðlegt að vita hvort Sigríður var frá Vík í Mýrdal eða kennd við
einhvern bæ með þessu nafni. En hér er ekki allt sem sýnist. Nokkrum
tölublöðum síðar var upplýst að Sigríður frá Vík hefði orðið til í
hugarheimi blaðamanna á Vikunni, einkum eins þeirra (Sigríður frá
Vík afhjúpuð 1965). Sá maður, Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, f. 1938,
er úr Mosfellssveit. En myndina Þórarinum segist hann aðspurður
hafa lært af konu sem bjó í Mosfellssveit þegar hann var að alast
upp. Konan, sem var fædd 1898, hafði flust þangað úr Landbroti í
Skaftafellssýslu en hún var í æsku búsett í Mýrdal og e.t.v. fædd þar.
Þrjú dæmanna í (13) benda til tiltekinna landsvæða. Eitt bendir til
Reykjavíkur eða Kjósarsýslu, (13a), og annað til Suður-Þingeyjarsýslu,
tunga_20.indb 30 12.4.2018 11:50:32