Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 41

Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 41
30 Orð og tunga c. En ekki gefur það átyllu til að rita Kristjánardóttir, Hansardóttir, Guðbrandarbiflía, ... þótt einhver gæti sagzt hafa lært það af „Þórarinum heitinum“, „Hjört“ eða „Eigli“, sem lært hefði að tala fyrir meira en 100 árum. (Björn Sigfússon 1941/1942:192) d. „Ég trúi það sé farið að sneyðast um hjá Þórarinum á Kleifum og Halli á Fjalli,“ svaraði Einar í Nesi. (Sigríður Gísladóttir frá Vík 1965:45) Dæmin í (13a–b) eru í vísum. Höfundur þeirrar fyrri er Jón Hjaltalín, fæddur 1749 eða 1750, skáld og prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en vísan er í ljóðabréfi til Lofts Guðmundssonar hreppstjóra, ortu í byrj un 19. aldar. Jón var ættaður úr Reykjavík, faðir hans var Oddur Hjaltalín lögréttumaður á Rauðará. Síðari vísan birtist í vesturheimsblaðinu Lög- bergi árið 1913, en höfundur hennar er Sigurbjörn Jóhannsson (1839– 1903), bóndi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, sem fluttist vestur um haf 1889. Vísan er ein nokkurra vísna um bændur og bæi í Laxárdal í sömu sýslu en hér er að öllum líkindum ort um Þórarin Jónsson (1865–1922), bónda á Halldórsstöðum í Laxárdal. Dæmið í (13c) er í tímaritinu Útvarpstíðindum, í þætti Björns Sigfússonar Orðabelg en það virðist vera e.k. málvöndunarþáttur. Hér fjallar Björn um nokkrar eignarfallsmyndir sem eru að hans mati rangar. Af umfjölluninni er ljóst að Birni þykir ekki mikið til um þágufallsmyndina Þórarinum, en hana þekkir hann greinilega vel. Síðasta dæmið, í (13d), er í framhaldssögu í Vikunni árið 1965, „Hvini í stráum“. Höfundurinn, Sigríður Gísladóttir frá Vík, er í kynningu sagður vera ómenntuð alþýðukona „sem nú hefur á efri árum látið undan ævilangri löngun sinni til að skrifa skáldsögur“. Í kynningunni segir enn fremur að sagan sé skrifuð „með hinu lifandi tungutaki alþýðunnar“. Nú væri fróðlegt að vita hvort Sigríður var frá Vík í Mýrdal eða kennd við einhvern bæ með þessu nafni. En hér er ekki allt sem sýnist. Nokkrum tölublöðum síðar var upplýst að Sigríður frá Vík hefði orðið til í hugarheimi blaðamanna á Vikunni, einkum eins þeirra (Sigríður frá Vík afhjúpuð 1965). Sá maður, Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, f. 1938, er úr Mosfellssveit. En myndina Þórarinum segist hann aðspurður hafa lært af konu sem bjó í Mosfellssveit þegar hann var að alast upp. Konan, sem var fædd 1898, hafði flust þangað úr Landbroti í Skaftafellssýslu en hún var í æsku búsett í Mýrdal og e.t.v. fædd þar. Þrjú dæmanna í (13) benda til tiltekinna landsvæða. Eitt bendir til Reykjavíkur eða Kjósarsýslu, (13a), og annað til Suður-Þingeyjarsýslu, tunga_20.indb 30 12.4.2018 11:50:32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.