Orð og tunga - 26.04.2018, Page 44

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 44
Katrín Axelsdóttir: Þórarinn í þágufalli 33 við mál konunnar í Fróðholti sem sagt er frá á seðlinum, þetta hafi ýmsir aðrir sagt á þessum slóðum.17 En dæmi um Þórarininum eru þó ekki bundin við Rangárvallasýslu og þennan eina heimildarmann Orðabókar Háskólans. Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1951, sem á ættir að rekja vestur á firði, þekkir myndina Þór arininum, auk myndarinnar Þórarinum, sem fjallað var um í 3. kafla, og raunar enn lengri mynda en Þórarininum. Hún segir (Anna Sig ríður Einarsdóttir 2015): (15) Þannig var að pabbi [f. 1913] og bræður hans höfðu þetta í flimtingum og skensi sín á milli og tóku þá gjarnan til orða eitthvað á þessa leið: ‘O, þetta er bara ein helvísk lygin úr honum Þórarinum,’ sagt með viðeigandi leikrænum tilburðum og ef reglulega vel lá á þeim þá bættu þeir við endinguna í fíflaganginum og sögðu: ... Þórarin-inum og höfðu endingar-dræsuna þá jafnvel lengri! Bræðurnir sem þarna er sagt frá voru fæddir á Rauðasandi og þeir hafa hent gaman að máli einhvers sem bjó kannski einnig þar. Vera má að sá hafi verið aðfluttur — og hinar óvenjulegu orðmyndir hafi vakið athygli Rauðsendinga sem voru ekki vanir þeim. Það er a.m.k. engan veginn víst að Þórarinum og Þórarininum hafi verið vana legt mál á Rauðasandi eins og raunin virðist hafa verið (a.m.k. sums staðar) í Rangárvallasýslu. Steinunn J. Kristjánsdóttir, f. 1965, er ættuð úr næsta nágrenni, af Barðaströnd. Móðir hennar, Valgerður Kristjánsdóttir, hefur búið á Barðaströnd síðan á sjötta áratugnum og faðir hennar, Kristján Pétur Þórðarson, hefur búið þar alla ævi, frá 1925. Bæði kannast þau vel við myndirnar Þórarinum og Þórarininum af Barðaströnd og Rauðasandi. Þau segja myndirnar þó eingöngu hafa verið notaðar til gamans. Það kemur vel heim við vitnisburðinn í (15). Hið sama gildir um það sem Elva Björg Einarsdóttir, f. 1966 á Barðaströnd, hefur eftir frænku sinni, Guðlaugu Guðmundsdóttur (1932–2017). Maður Guðlaugar hét Þórarinn og sagði hún fólk á þessu svæði hafa átt það til í gríni að biðja „að heilsa Þórarininum“. 17 Jón man einnig eftir myndinni Þórarinum (sjá 3. kafla); hann segir bæði Þórarinum og Þórarininum hafa heyrst þegar hann var að alast upp. Sjálfum var Jóni aldrei önnur mynd töm en hin hefðbundna mynd Þórarni. — Jón var ekki í hópi reglu- legra heimildarmanna Orðabókar Háskólans. Skrifari seðilsins í (14) var Árni Böðvars son, en þeir Jón voru bræðrasynir. — Bróðir Jóns, Magnús L. Sveinsson, f. 1931, minnist myndarinnar Þórarinum og aðeins í máli konunnar í Fróðholti (um soninn Þórarin). Magnús kannast hins vegar ekki við lengri myndina Þórarininum. tunga_20.indb 33 12.4.2018 11:50:33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.