Orð og tunga - 26.04.2018, Side 93

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 93
82 Orð og tunga túlkuðu hið sama. Það má segja að sé skýr umfremd, sbr. Gardani (2015:539). Slíkt myndi þá skerpa enn frekar á merkingunni, sbr. Gardani (2015:546). Eins er líka hugsanlegt að enda þótt viðskeytin væru tvö væri annað, væntanlega það síðara, merkingarfræðilega tómt, sbr. Haspelmath (1993).27 Hugmyndir þeirra Gardanis og Haspelmaths eru ekki vænlegar hér. Ástæðan er af tvennum toga. Annars vegar er það vegna þess að nýjar sagnir með breytingarmerkingu eru aldrei með -na. Hin ástæð- an er sú að börn virðast hneigjast til að skeyta -st aftan við breyt ing ar- sagnir með -na. Eins og oft hefur verið vikið að er líklegasta skýr ingin sú að -na sé ekki lengur virkt sem viðskeyti heldur sé það orðið hluti rótarinnar. Því sé greið leið að bæta við öðru viðskeyti.28 5.2 Viðskeyti og beygingarendingar Röð viðskeyta er ekki tilviljunarkennd. Almenna reglan er sú að merk- ingarfræðilegar upplýsingar komi á undan þeim beyg ing ar fræði legu sem eru í niðurlagi orðsins. Þetta má t.d. lesa hjá Bybee (1985:24 o.v.) þar sem hún gerir grein fyrir tengslum viðskeytis við sagnrót. Hún segir að þar sem viðskeytin hafi áhrif á merkingu rótarinnar standi þau næst henni, nær en t.d. ending fyrir mynd, horf, tíð, persónu eða tölu.29 Hjá Croft (2003:206–209) kemur m.a. fram að í raun og veru byggist þetta á einu (nr. 28) af algildum Greenbergs (1966:93) um að afleiðslumerkið komi á milli rótar og beygingar. Þetta er líka inntakið hjá Haiman (1985:105–108) í „The Distance Principle of Iconicity“ um fjarlægðina (e. conceptual–distance hypothesis) sem byggist á því að því nánari sem einingarnar eru að hlutverkum, því nær hvor annarri standi þær. Sjá líka Mairal og Gil (2006:29–30). Ef litið er til íslensku þá má taka dæmi af kyrrstæðu sögninni vaka andspænis vakna eða 27 Ýmsar fleiri kenningar eru til um hlutverk tveggja viðskeyta. Kroch (1994:180−201), sbr. líka Pintzuk (2003:525) og Hale (2005:172−174), hefur orðið tíðrætt um það sem kallað hefur verið hömlunaráhrif (e. blocking eff ect). Í því felst að í keppni tveggja forma, merkingarlega skyldra eða sem gegni sama hlutverki, verði að lokum annað ofan á í þeirri samkeppni enda leyfi mál ekki tvö form af slíkum toga; samkeppnin er því málfræðileg (e. grammar competition). 28 Endurtúlkun á hlutverki viðskeytis er vel þekkt. Það á t.d. við um viðskeytið -rænn. Það eru átt aorðin svokölluðu sem varpa bestu ljósi á það ferli. Sjá nánar hjá Margréti Jónsdótt ur (2006:285–299). 29 Bybee (1985:15) tekur dæmi af latnesku ástandssögninni caleō ‘ég er heitur’ and- spænis calesō ‘ég verð heitur’ þar sem -s, sjálft breytingarviðskeytið, kemur á undan persónuendingunni en á eft ir sagnrótinni. tunga_20.indb 82 12.4.2018 11:50:43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.