Orð og tunga - 26.04.2018, Side 93
82 Orð og tunga
túlkuðu hið sama. Það má segja að sé skýr umfremd, sbr. Gardani
(2015:539). Slíkt myndi þá skerpa enn frekar á merkingunni, sbr.
Gardani (2015:546). Eins er líka hugsanlegt að enda þótt viðskeytin
væru tvö væri annað, væntanlega það síðara, merkingarfræðilega
tómt, sbr. Haspelmath (1993).27
Hugmyndir þeirra Gardanis og Haspelmaths eru ekki vænlegar
hér. Ástæðan er af tvennum toga. Annars vegar er það vegna þess að
nýjar sagnir með breytingarmerkingu eru aldrei með -na. Hin ástæð-
an er sú að börn virðast hneigjast til að skeyta -st aftan við breyt ing ar-
sagnir með -na. Eins og oft hefur verið vikið að er líklegasta skýr ingin
sú að -na sé ekki lengur virkt sem viðskeyti heldur sé það orðið hluti
rótarinnar. Því sé greið leið að bæta við öðru viðskeyti.28
5.2 Viðskeyti og beygingarendingar
Röð viðskeyta er ekki tilviljunarkennd. Almenna reglan er sú að merk-
ingarfræðilegar upplýsingar komi á undan þeim beyg ing ar fræði legu
sem eru í niðurlagi orðsins. Þetta má t.d. lesa hjá Bybee (1985:24 o.v.)
þar sem hún gerir grein fyrir tengslum viðskeytis við sagnrót. Hún
segir að þar sem viðskeytin hafi áhrif á merkingu rótarinnar standi
þau næst henni, nær en t.d. ending fyrir mynd, horf, tíð, persónu eða
tölu.29 Hjá Croft (2003:206–209) kemur m.a. fram að í raun og veru
byggist þetta á einu (nr. 28) af algildum Greenbergs (1966:93) um að
afleiðslumerkið komi á milli rótar og beygingar. Þetta er líka inntakið
hjá Haiman (1985:105–108) í „The Distance Principle of Iconicity“ um
fjarlægðina (e. conceptual–distance hypothesis) sem byggist á því að
því nánari sem einingarnar eru að hlutverkum, því nær hvor annarri
standi þær. Sjá líka Mairal og Gil (2006:29–30). Ef litið er til íslensku
þá má taka dæmi af kyrrstæðu sögninni vaka andspænis vakna eða
27 Ýmsar fleiri kenningar eru til um hlutverk tveggja viðskeyta. Kroch (1994:180−201),
sbr. líka Pintzuk (2003:525) og Hale (2005:172−174), hefur orðið tíðrætt um það
sem kallað hefur verið hömlunaráhrif (e. blocking eff ect). Í því felst að í keppni
tveggja forma, merkingarlega skyldra eða sem gegni sama hlutverki, verði að
lokum annað ofan á í þeirri samkeppni enda leyfi mál ekki tvö form af slíkum
toga; samkeppnin er því málfræðileg (e. grammar competition).
28 Endurtúlkun á hlutverki viðskeytis er vel þekkt. Það á t.d. við um viðskeytið
-rænn. Það eru átt aorðin svokölluðu sem varpa bestu ljósi á það ferli. Sjá nánar hjá
Margréti Jónsdótt ur (2006:285–299).
29 Bybee (1985:15) tekur dæmi af latnesku ástandssögninni caleō ‘ég er heitur’ and-
spænis calesō ‘ég verð heitur’ þar sem -s, sjálft breytingarviðskeytið, kemur á
undan persónuendingunni en á eft ir sagnrótinni.
tunga_20.indb 82 12.4.2018 11:50:43