Orð og tunga - 26.04.2018, Page 111

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 111
100 Orð og tunga er þá ákvæðisorðið en skýr það sem metandi er. Engin örugg dæmi eru um sambærilegt hlutverk kýr í öðrum orðum. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að merking kýrskýr, einkum sú jákvæða, líkist orðum sem oft eru talin með forskeytislíki. Forliðnum kýr í þessum dæmum má skipta út fyrir ‘mjög’ sem bendir til þess að liðurinn hafi þróast frá merkingunni ‘heimskur’ yfir í ‘mjög skýr’. Það gæti líka e.t.v. ýtt undir hugmyndina um áhersluforlíki að seinni liðurinn skýr fær oft aukaáherslu, kýr’skýr, alveg þræl’skýr. Það þýðir með öðrum orðum að lesið hefur orðið að áherslulið, orðið sé ekki samsett heldur hafi orðasafnsgerst sem slíkt. Sá þáttur styður líka stigbreytingu, sbr. (5), enda standa ákvæðisorðin með orðum sem hægt er að meta merk- ingarlega. Mæling, með öðrum orðum stigbreyting, er þó umdeilanleg og háð takmörkunum; nefna má t.d. að í samanburði persóna gengur stig breytingin naumast.12 Spennandi gæti orðið að fylgjast með því hvort orðum eins og kýrskýr muni fjölga og þá hvert hlutverk kýr verður. Í því sambandi má vísa til þess sem fram kemur hjá Arcodia (2012:384). En þar segir að ein afleiðing merkingarrýrnunar/merkingarhvarfs sé að þeim orð- um fjölgi sem hafi orðið í sínu breytta hlutverki sem áhersluliðar. Um virkni slíks liðar er þó erfitt að segja. Hjá Þorsteini G. Indriðasyni (2016b) kemur fram að virkni áhersluliða (líkja) sé t.d. ekki mikil í samanburði við þau afleiðsluviðskeyti sem séu virkust.13 3.2 Rím og hlutverk þess Á einn mikilvægan þátt hefur ekki verið minnst en það er rímið í orð- inu kýrskýr: annars vegar kýr, hins vegar skýr. Hér er ekki aðeins sér- hljóða rím heldur líka samhljóðarím. En segja má að orðið falli nokk uð vel að tveimur lögmálum þeirra Coopers og Ross (1975) um orða pör og samsetningar, hvað það er sem aðgreinir fyrra og seinna orðið. 12 Dæmi um þetta væri t.d.: ii. a. ??Hildur er kýrskýrari en Frosti en Drífa er kýrskýrust allra. b. *Hildur er bráðskýrari en Frosti en Drífa er bráðskýrust allra. Til samanburðar væri fróðlegt að skoða orðið barngóður sem er af gerðinni N+L, rétt eins og kýrskýr. Á Tímarit.is eru t.d. allnokkur dæmi um orðið í miðstigi. Svo virðist sem dæmi um raunverulegan samanburð (barnbetri en X) séu heldur færri en þau sem ekki sýna hann. 13 Þett a er þó alls ekki ljóst. Þorsteinn vísar t.d. til orða Ascoop og Leuschner (2006: 245–246) sem segja að líki séu mjög frjósöm í þýsku. Því er við að bæta að Ascoop og Leuschner (2006) nefna sérstaklega talað mál. Í nútímamáli er kýrskýr án efa mest notað í óformlegu máli, einkum þó talmáli. tunga_20.indb 100 12.4.2018 11:50:47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.