Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 111
100 Orð og tunga
er þá ákvæðisorðið en skýr það sem metandi er. Engin örugg dæmi
eru um sambærilegt hlutverk kýr í öðrum orðum. Ekki er þó hægt
að horfa fram hjá því að merking kýrskýr, einkum sú jákvæða, líkist
orðum sem oft eru talin með forskeytislíki. Forliðnum kýr í þessum
dæmum má skipta út fyrir ‘mjög’ sem bendir til þess að liðurinn hafi
þróast frá merkingunni ‘heimskur’ yfir í ‘mjög skýr’. Það gæti líka
e.t.v. ýtt undir hugmyndina um áhersluforlíki að seinni liðurinn skýr
fær oft aukaáherslu, kýr’skýr, alveg þræl’skýr. Það þýðir með öðrum
orðum að lesið hefur orðið að áherslulið, orðið sé ekki samsett heldur
hafi orðasafnsgerst sem slíkt. Sá þáttur styður líka stigbreytingu, sbr.
(5), enda standa ákvæðisorðin með orðum sem hægt er að meta merk-
ingarlega. Mæling, með öðrum orðum stigbreyting, er þó umdeilanleg
og háð takmörkunum; nefna má t.d. að í samanburði persóna gengur
stig breytingin naumast.12
Spennandi gæti orðið að fylgjast með því hvort orðum eins og
kýrskýr muni fjölga og þá hvert hlutverk kýr verður. Í því sambandi
má vísa til þess sem fram kemur hjá Arcodia (2012:384). En þar segir
að ein afleiðing merkingarrýrnunar/merkingarhvarfs sé að þeim orð-
um fjölgi sem hafi orðið í sínu breytta hlutverki sem áhersluliðar. Um
virkni slíks liðar er þó erfitt að segja. Hjá Þorsteini G. Indriðasyni
(2016b) kemur fram að virkni áhersluliða (líkja) sé t.d. ekki mikil í
samanburði við þau afleiðsluviðskeyti sem séu virkust.13
3.2 Rím og hlutverk þess
Á einn mikilvægan þátt hefur ekki verið minnst en það er rímið í orð-
inu kýrskýr: annars vegar kýr, hins vegar skýr. Hér er ekki aðeins sér-
hljóða rím heldur líka samhljóðarím. En segja má að orðið falli nokk uð
vel að tveimur lögmálum þeirra Coopers og Ross (1975) um orða pör
og samsetningar, hvað það er sem aðgreinir fyrra og seinna orðið.
12 Dæmi um þetta væri t.d.:
ii. a. ??Hildur er kýrskýrari en Frosti en Drífa er kýrskýrust allra.
b. *Hildur er bráðskýrari en Frosti en Drífa er bráðskýrust allra.
Til samanburðar væri fróðlegt að skoða orðið barngóður sem er af gerðinni N+L,
rétt eins og kýrskýr. Á Tímarit.is eru t.d. allnokkur dæmi um orðið í miðstigi. Svo
virðist sem dæmi um raunverulegan samanburð (barnbetri en X) séu heldur færri
en þau sem ekki sýna hann.
13 Þett a er þó alls ekki ljóst. Þorsteinn vísar t.d. til orða Ascoop og Leuschner (2006:
245–246) sem segja að líki séu mjög frjósöm í þýsku. Því er við að bæta að Ascoop
og Leuschner (2006) nefna sérstaklega talað mál. Í nútímamáli er kýrskýr án efa
mest notað í óformlegu máli, einkum þó talmáli.
tunga_20.indb 100 12.4.2018 11:50:47