Orð og tunga - 26.04.2018, Page 119

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 119
108 Orð og tunga ar kemur orðið lögreglumaður fyrst fyrir á prenti á bls. 48 í 10. hefti Skírn is árið 1836 en lögregluþjónn nokkrum árum seinna eða 1844 í sama tímariti (sbr. ROH, undir lögreglumaður og lögregluþjónn). Um upp runa og myndun þessara orða stingur Bjarki upp á að lög reglu- mað ur sé e.t.v. þýtt úr e. policeman en á hinn bóginn að d. politibetjent liggi til grundvallar orðinu lögregluþjónn. Sennilegt þykir að síðara orð ið, lögregluþjónn, sé tökuþýðing á d. politibetjent en allólíklegt er að lögreglumaður sé leitt af e. policeman, einkum ef hugað er að því hve lítið enskra áhrifa gætir á máli fyrri hluta 19. aldar (um ensk áhrif sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2004). Rétta skýringin mun þá vera sú að bæði lögreglumaður og lögregluþjónn séu tökuþýðingar á dönskum starfs heitum, politimand annars vegar og politibetjent hins vegar (sbr. neðar).6 Með þetta í huga lá leið mín í Þjóðskjalasafnið þar sem ég athug aði nokkur 19. aldar sóknarmannatöl úr Reykjavík7 í leit að eldri dæm- um um þetta orð. Sóknarmannatöl, eða sálnaregistur öðru nafni, eru íbúaskrár þar sem ýmsar aðrar upplýsingar koma einnig fram, m.a. starfsheiti. Niðurstaða þeirrar leitar er sú að tökuorðin pólití mað ur og pólitíþjónn, og einkum það síðara, virðast lifa góðu lífi á fyrri helm- ingi 19. aldar (sbr. 9. nmgr.). Fyrstu lögregluþjónar Reykja víkur, þeir Ole Biörn, Vilhelm Nolte, Henrik Kragh og Magnús Jóns son, eru því skráðir ýmist með hreinu dönsku starfsheitunum tugt mester8, politi- mester eða politibetjent eða -betjener, eða íslensku töku þýð ing un um 6 Politi kemur í dönsku úr þ. Polizei ‘s.m.’ (sbr. DDO, undir politi) sem aft ur á móti mun hafa verið aðlagað úr miðlat. policia < síðlat. polītīa ‘stjórnsýsla’ (sbr. EWdS, undir Polizei og Du Cange, undir politia). Latneska orðið mun vera lán úr fgr. πολιτεία ‘s.m.’ sem leitt er af πολίτης ‘borgarbúi’ < πόλις ‘borgríki’. Orðið er mjög útbreitt heiti á ríkislöggæslustofnun og er t.d. að fi nna í ítölsku (polizia), ensku (police), frönsku (police), sænsku (polis), fi nnsku (poliisi), rússnesku (полиция). Til gamans má geta þess að nútímagríska notar hins vegar annað orð, þ.e. αστυνομία. Orðið er afl eidd samsetning og eru hlutar hennar άστυ < fgr. ἄστυ ‘borg’, νόμος = fgr. ‘lög, regla’ + vsk. -ία, sem myndar nafnorð m.a. úr öðrum nafnorðum. Tengt gríska orðinu πόλις er einnig orðið pólitík en í íslensku mun það vera tökuorð úr dönsku. Gríska orðið, sem liggur pólitík til grundvallar, er πολιτική (τέχνη) ‘stjórnspeki’. 7 Þau eru í kössunum BC/4–9 á Þjóðskjalasafni Íslands. Í BC/4 eru tvö sóknarmanna- töl. Annað þeirra nær yfi r tímabilið 1784–1804 en hitt frá 1805 til 1824. Í BC/5 er eitt sóknarmannatal sem nær yfi r tímabilið 1825–1834. Í BC/6–7 eru tvö bindi. Fyrra bindið nær yfi r árið 1835 og svo tímabilið 1840–1845 en það síðara frá 1846 til 1853. Í BC/8–9 eru einnig tvö bindi. Annað þeirra nær yfi r tímabilið 1854–1861 en hitt yfi r árin 1862–1867. 8 Í orðabók sinni (MO, undir tugtmester, 2. merking), útskýrir Matt hias Moth orðið tugtmester sem „detsamme som en politimester.“ tunga_20.indb 108 12.4.2018 11:50:48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.