Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 122
Matteo Tarsi: Að halda upp lögum og reglu 111
manna, Hallgrímur Scheving, lagði einnig stund á að safna orðum. Þó
að varðveittu orðasöfnin séu öll afrit með annarri hendi en Hallgríms
eru þau vissulega ómetanleg heimild um íslensku á 19. öld. Handritin,
sem geyma orðasöfn Hallgríms, eru varðveitt á Landsbókasafni Ís-
lands og bera eftirfarandi safnmörk: Lbs. 220 8vo, Lbs. 283–285 4to, ÍB
359 4to.
Lbs. 220 8vo, sem jafnframt er elst þessara handrita, er með hendi
Konráðs Gíslasonar (sbr. Finnboga Guðmundsson 1969:167). Það er
skrifað 1830 eða skömmu seinna og er viðbótarorðasafn við orðabók
Björns Halldórssonar frá 1814 (sbr. Jakob Benediktsson 1969:99 og
Guð rúnu Kvaran 2008:156). Þar koma orðin lögregla og lögreglumaður
hvergi fyrir en merkingin ‘lögreglumaður’ er skráð undir orðinu siða-
meistarasveinar á bls. 400 þar sem svo er vitnað í 3. árgang Skírnis. Rétt
er þó að þetta orð kemur ekki fyrir í 3. árgangi Skírnis, heldur í hinum
fjórða, á bls. 32, en sá árgangur er einmitt frá 1830.
Lbs. 283–285 4to er afrit Páls Pálssonar stúdents á orðasafni Hall-
gríms sem inniheldur ýmis orð úr mæltu og daglegu máli íslensku
(sbr. Guðrúnu Kvaran 2008:158). Óvíst er hvenær Hallgrímur byrjaði
að safna orðum fyrir þetta orðasafn en hvað snertir orðið sem hér er
rætt um er ljóst að það hefur verið skráð eftir 1839. Er þar vitnað í
ævisögu Benjamins Franklins eftir Jón Sigurðsson sem og í Tíðindi frá
nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík frá 1839 (sbr. 9. nmgr.
og neðar). Í orðasafninu koma fyrir orðin lögreglumenn, lögreglustjórn
og lögregluyfirsjón (Lbs. 284 4to, fol. 180v) sem og siðamenn (Lbs. 285
4to, fol. 21v). Orðin lögreglumenn og siðamenn eru útskýrð sem „Politi“.
Í skýringu á orðinu lögreglumenn er svo vitnað í 10. hefti Skírnis (bls.
48) og í áðurn efnda ævisögu Franklins (Jón Sigurðsson og Ólafur
Pálsson 1839:46). Tilvitnanir um orðið siðamenn eru svo á sama stað í
ævisöguriti Franklins og í 13. hefti Skírnis (bls. 31).
Síðasta orðasafn Hallgríms er varðveitt í ÍB 359 4to og gengur
undir nafninu Florilegium. Í handritinu, sem ritað er með hendi
séra Magnúsar Grímssonar (Guðrún Kvaran 2011:52), eru einungis
tökuorð en merkilegt er að pólití er þar hvergi skráð. Á hinn bóginn
skráir Hallgrímur elstu löggæsluembættisnöfnin tugtmeistari og vakt-
ari. Hann lætur enga skýringu fylgja fyrra orðinu en hið síðara er út-
skýrt sem „vörður, hirðir, gætir, vöktunarmaður“.
Ef marka má heimildirnar sem voru athugaðar þá er líklegt að
þar fyrir. Í bréfinu sjálfu (Lbs. 341 a III fol.) er hins vegar notað orðið pólití. Þar að
auki virðist Finnur nota enn annað orð yfir ‘lögreglumaður’, þ.e. pólitíþénari, sem
er vissulega tökuþýðing á d. polititjener.
tunga_20.indb 111 12.4.2018 11:50:49