Orð og tunga - 26.04.2018, Side 124
Matteo Tarsi: Að halda upp lögum og reglu 113
ganga úr skugga um ástæðu þess skal fyrst velta fyrir sér sambandi
samsettra liða í orðunum tveimur og nánar tiltekið hvar höfuð (eða
haus) samsetninganna tveggja liggur. Höfuð samsetninga getur verið
af tvennu tagi: formlegt og/eða merkingarlegt. Þar sem samsetningar
hafa alltaf formlegt höfuð, og beygjast samkvæmt kyni, tölu og
beyg ingarflokki þess, geta sumar samsetningar verið höfuðlausar í
merk ingarfræðilegum skilningi. Lögregla er ein slík samsetning en
merk ingarviðmið liggur utan samsetningarinnar og ekki er hægt að
útskýra merkingu orðsins einungis með því að nota samsettu lið-
ina, þ.e. lögregla táknar hvorki lög né reglu, heldur er hún frekar sú
stofnun sem heldur uppi lögum og reglu. Þar að auki má einnig segja
að samkvæmt skilgreiningu fornindverskrar málfræði teljist lögregla
til svokallaðra dvandva-samsetninga, þ.e. samsetninga þar sem liðirnir
eru hliðskipaðir eins og þeir væru tengdir með aðaltengingunni og. Á
hinn bóginn hefur lögreglumaður, sem og lögregluþjónn, merkingarlegt
höfuð, þ.e. maður, eða þjónn, og merking þess orðs er þar af leiðandi
‘maður sem vinnur hjá, þjónar lögreglu’ eða öllu heldur ‘maður sem
hefur umsjón með að halda uppi lögum og reglu’. Það er einmitt þessi
síðari merking sem er upprunalegust en á fjórða og fimmta áratug 19.
aldar voru orðin lögreglumaður og lögregluþjónn smíðuð í samkeppni
við dönsku tökuþýðingarnar pólitímaður og pólitíþjónn. Pólití gat
einn ig verið notað sjálfstætt og merkt tvennt: ‘lögreglumaður/þjónn’
annars vegar og ‘lögreglustofnun’ hins vegar. Ef það þýddi ‘lög reglu-
maður/þjónn’ var algengt að það væri samsett með maður eða þjónn.
Til þess að orðið lögregla gæti ótvírætt táknað stofnunina var bætt
greini við orðið. Þess vegna er stofnunin sjálf kölluð lögreglan. Að
vísu var tímabil þar sem bæði orðin, lögregla og pólití, háðu einvígi
í orðaforðanum og sést það t.d. í eftirfarandi textabroti frá 1839 úr
Tíðindum frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík (1, fyrri
deild, bls. 26–27):
§. 1 áhrærir gapastokks-straff og sjálfskapaðar pólitíbætur, er
ekki nema 4 mörkum. Þareð hið fyrrgreinda straff , sem smán-
arstraff , er afmáð hvað Ísland snertir, með kóngsbréfi 24ða
Júlí 1808 §. 9, og, að því leyti við þekkjum til, ekki fi nnst getið
í neinum síðan útgengnum lagaboðum, hvörki í þeim, sem
varða misbrotum, nè lögreglu-yfi rsjónum, þarf ekki hèr að
eyða þarum fl eirum orðum.
orðsins iudex. Bæði latnesku orðin munu eiga rætur sínar að rekja til orða-
sambandsins ius dicere ‘að segja lögin’ (Benveniste 1969:114).
tunga_20.indb 113 12.4.2018 11:50:50