Orð og tunga - 26.04.2018, Page 125
114 Orð og tunga
Í textabrotinu sést greinilega að þegar árið 1839 gat lögregla táknað
stofnunina en þá var pólití enn í fullri notkun og var síðara orðið þá
reyndar mun algengara en hitt.
Þar sem líta má á lögreglumaður/-þjónn sem tökuþýðingu á d.
politimand/-betjent er enn óútskýrt hvaðan orðið lögregla sjálft kemur,
þ.e. hvert orðmyndunarferli þess er.
Kveikjan að lausninni var lestur greinar eftir franska málfræðinginn
Émile Benveniste (1958) þar sem hann útskýrir afleiðslu nokkurra lat-
neskra sagnorða á borð við salutare ‘að heilsa’ sem almennt er talið
leitt af orðinu salus ‘heilsa’. Hann kallar sagnorð af þessu tagi „verbes
délocutifs“ en hann telur þau ekki vera leidd af nafnorðinu sem slíku,
heldur reyndar af orðatiltæki sem, nota bene, er venjulega sagt við
tiltekna athöfn. Lat. salutare væri þar af leiðandi leitt af lat. salus, ekki
sem nafnorði, heldur sem föstu orðtaki.
Þó að augljóst sé að orðið lögregla sé ekki myndað af svipuðum
ástæðum og lat. salutare12 má ekki útskýra þetta orð sem einfaldlega
samsett af orðunum lög og regla.
Í þessu sambandi skal huga að eftir far andi: 1) orðið kemur fyrst
fyrir í samsetningunni lögreglumaður ‘mað ur sem heldur uppi lögum
og reglu’; 2) lögregla er esósentrísk sam setn ing. Það er dvandva-sam-
setning en ekki karmadhāraya-sam setn ing. Merkingarviðmiðið liggur
ekki inni í orðinu, heldur utan þess. 3) lögregla virðist ekki þýða hér
‘ein hvers konar regla’ þó að orð ið hafi mjög sjaldan verið notað í
merk ingunni ‘lagaregla’.13
Ef rétt er athugað þá mætti útskýra þessa dvandva-samsetningu
með því að segja að til þess að það sé hægt að mynda hana þurfi
tvennan lög og regla að vera til sem orðapar í orðaforðanum, t.d. í
föstu orðatiltæki. Slíkt orðatiltæki gæti þar af leiðandi verið að halda
uppi lögum og reglu enda er grunnmerking orðsins lögregla ‘sem
12 Það að lögregla falli strangt tiltekið ekki inn í skilgreiningu Benveniste skýrist að því
leyti að orðatiltækið, sem liggur orðinu til grundvallar, er ekki hrópað né sagt við
neina (venjubundna) athöfn, t.d. handtöku (Alessandro Parenti, tölvubréfaskipti,
15. apríl 2016) en það er reyndar fast orðasamband sem útskýrir nánar verkefni
stofnunarinnar (og þeirra manna sem henni þjóna).
13 Dæmi eru til um að orðið lögregla hafi verið notað í merkingunni ‘lagaregla’. Þessi
dæmi eru öll frá öndverðri 19. öld (sbr. ROH, undir lögregla). Samt sem áður sýna
dæmin ekki að orðið lögregla hafi upprunalega merkt ‘e-k regla’, þ.e. ‘lagaregla’
(ekki eru til eldri dæmi um það), heldur frekar það að orðið regla gat í þessari
merkingu verið ýmist myndað með stofn- eða eignarfallssamsetningu. Þetta er
ekki sjaldgæft fyrirbæri og gerist sögulega séð einnig í orðunum lögréttur og laga-
réttur þar sem fyrra orðið birtist mun seinna en það síðara (sbr. ROH, undir lög-
réttur og lagaréttur).
tunga_20.indb 114 12.4.2018 11:50:50