Orð og tunga - 26.04.2018, Page 125

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 125
114 Orð og tunga Í textabrotinu sést greinilega að þegar árið 1839 gat lögregla táknað stofnunina en þá var pólití enn í fullri notkun og var síðara orðið þá reyndar mun algengara en hitt. Þar sem líta má á lögreglumaður/-þjónn sem tökuþýðingu á d. politimand/-betjent er enn óútskýrt hvaðan orðið lögregla sjálft kemur, þ.e. hvert orðmyndunarferli þess er. Kveikjan að lausninni var lestur greinar eftir franska málfræðinginn Émile Benveniste (1958) þar sem hann útskýrir afleiðslu nokkurra lat- neskra sagnorða á borð við salutare ‘að heilsa’ sem almennt er talið leitt af orðinu salus ‘heilsa’. Hann kallar sagnorð af þessu tagi „verbes délocutifs“ en hann telur þau ekki vera leidd af nafnorðinu sem slíku, heldur reyndar af orðatiltæki sem, nota bene, er venjulega sagt við tiltekna athöfn. Lat. salutare væri þar af leiðandi leitt af lat. salus, ekki sem nafnorði, heldur sem föstu orðtaki. Þó að augljóst sé að orðið lögregla sé ekki myndað af svipuðum ástæðum og lat. salutare12 má ekki útskýra þetta orð sem einfaldlega samsett af orðunum lög og regla. Í þessu sambandi skal huga að eftir far andi: 1) orðið kemur fyrst fyrir í samsetningunni lögreglumaður ‘mað ur sem heldur uppi lögum og reglu’; 2) lögregla er esósentrísk sam setn ing. Það er dvandva-sam- setning en ekki karmadhāraya-sam setn ing. Merkingarviðmiðið liggur ekki inni í orðinu, heldur utan þess. 3) lögregla virðist ekki þýða hér ‘ein hvers konar regla’ þó að orð ið hafi mjög sjaldan verið notað í merk ingunni ‘lagaregla’.13 Ef rétt er athugað þá mætti útskýra þessa dvandva-samsetningu með því að segja að til þess að það sé hægt að mynda hana þurfi tvennan lög og regla að vera til sem orðapar í orðaforðanum, t.d. í föstu orðatiltæki. Slíkt orðatiltæki gæti þar af leiðandi verið að halda uppi lögum og reglu enda er grunnmerking orðsins lögregla ‘sem 12 Það að lögregla falli strangt tiltekið ekki inn í skilgreiningu Benveniste skýrist að því leyti að orðatiltækið, sem liggur orðinu til grundvallar, er ekki hrópað né sagt við neina (venjubundna) athöfn, t.d. handtöku (Alessandro Parenti, tölvubréfaskipti, 15. apríl 2016) en það er reyndar fast orðasamband sem útskýrir nánar verkefni stofnunarinnar (og þeirra manna sem henni þjóna). 13 Dæmi eru til um að orðið lögregla hafi verið notað í merkingunni ‘lagaregla’. Þessi dæmi eru öll frá öndverðri 19. öld (sbr. ROH, undir lögregla). Samt sem áður sýna dæmin ekki að orðið lögregla hafi upprunalega merkt ‘e-k regla’, þ.e. ‘lagaregla’ (ekki eru til eldri dæmi um það), heldur frekar það að orðið regla gat í þessari merkingu verið ýmist myndað með stofn- eða eignarfallssamsetningu. Þetta er ekki sjaldgæft fyrirbæri og gerist sögulega séð einnig í orðunum lögréttur og laga- réttur þar sem fyrra orðið birtist mun seinna en það síðara (sbr. ROH, undir lög- réttur og lagaréttur). tunga_20.indb 114 12.4.2018 11:50:50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.