Orð og tunga - 26.04.2018, Side 127

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 127
116 Orð og tunga tvennt, ‘lögreglumaður’ og ‘lögreglustofnun’, var orðið lögregla fyrst notað í stað pólití ‘lögreglumaður’, þ.e.: pólitímaður : pólití ‘lögreglumaður’ = lögreglumaður : x → lögregla ‘lögreglumaður’ Síðan fékk orðið lögregla einnig merkinguna ‘lögreglustofnun’ sem var hin merkingin sem danska tökuorðið pólití hafði.15 Að lokum ber að nefna að lögregla er oft stytt í daglegu tali í lögga sem felur í sér báðar merkingarnar ‘lögreglumaður’ og ‘lögreglustofn- un’. Einnig er til karlkennd mynd af styttingunni, þ.e. löggi, en þá hefur orðið einungis merkinguna ‘lögreglumaður’. Báðar myndirnar, lögga og löggi, koma fyrst fyrir á fimmta áratug 20. aldar, samkvæmt Tímarit.is, og ber að skilgreina sem stuttnefni. 3 Samantekt Í greininni var fengist við sögu orðsins lögregla. Leitað var að uppruna og sögð deili á orðmyndun þessa embættisnafns sem með réttu má skilgreina sem 19. aldar nýyrði. Samkvæmt heimildum birtist umrætt orð fyrst árið 1836 í samsetningunni lögreglumaður en árið 1844 kemst samheitið lögregluþjónn fyrst á prent. Bæði orðin, lögreglumaður og lög regluþjónn, ber að skilgreina sem tökuþýðingar, annað orðið á d. politi mand en hitt á d. politibetjent. Í 19. aldar íslensku voru einnig not uð dönsku tökuorðin pólitímaður, pólitíþjónn og pólití og gat það síðasta merkt tvennt: ‘lögreglumaður/-þjónn’ annars vegar og ‘lög- reglustofnun’ hins vegar. Um uppruna orðsins lögregla hafa verið settar fram tvær tilgátur: 1) að orðatiltækið að halda uppi lögum og reglu búi að baki orðinu lögregla; 2) að Konráð Gíslason, frekar en Jónas Hallgrímsson, sé höfundur þessa orðs en báðir þessir Fjölnismenn skrifuðu textann þar sem orðið lög reglumaður birtist í fyrsta sinn, þ.e. Skírnisfréttirnar 1836. Um 1. lið ber að segja að merkingarviðmið orðsins lögregla liggur ekki inni í orðinu heldur utan þess. Þessi esósentríska samsetning af gerðinni dvandva skýrist þannig að orðapar, sem hún er sett saman af, 15 Það að lögregla eigi uppruna sinn í samsettum orðum á borð við lögreglumaður en ekki öfugt fær einnig óbeina staðfestingu í orðabók Blöndals. Í henni eru talin orð með lögregla að fyrra lið en ekki sjálft orðið lögregla (sbr. Blönd., undir lögreglubók og Blönd.viðbætir, undir lögreglu-). Merkingarnar ‘lögreglustofnun’ og ‘lögreglumaður’ eru skráðar undir „?pólití“ (um spurnarmerkt orð í Blöndalsorðabókinni sjá Vetur- liða Óskarsson 1997:26). tunga_20.indb 116 12.4.2018 11:50:50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.