Orð og tunga - 26.04.2018, Page 137
126 Orð og tunga
málnotanda og hversu mikillar virðingar hann teljist njóta (sjá t.d.
Ball 1983, Kang og Rubin 2009, T. Kristiansen 2006, Ladegaard 1998,
Ryan og Sebastian 1980).
Við skynjun erlends hreims kallast oft fram ákveðnar hugmyndir
eða tilfi nningar, þ.e. staðalmyndir, um persónueinkenni erlenda
mál hafans (Moyer 2013:85) sem síðan birtast í tilteknum viðhorfum.
Sá sem talar með hreim getur orðið fyrir félagslega neikvæðu mati
(Munro o.fl . 2006:68) þó að það eigi ekki alltaf við þar sem staðal-
mynd ir geta einnig verið jákvæðar (Giles og Niedzielsky 1998). Sam-
kvæmt því sem nefna mætt i „tilgátu um mállega staðalmyndun“ (e.
linguistic stereo typing hypothesis) geta meira að segja örstutt dæmi með
er lendu tali, þar sem tilbrigði í máli tengjast hópi sem er litið niður á,
kall að fram neikvætt mat á upplesaranum (Kang og Rubin 2009:2) en
það getur haft í för með sér félagslega, andlega og fj árhagslega ókosti
fyrir þann sem talar með hreim (Lippi-Green 1997, Kinzler o.fl . 2009).
Mál leg staðalmyndun er fyrirbæri þar sem áberandi afb rigði í máli
sem hafa félagslega þýðingu eru tengd við ákveðna hópa. Þannig
mynd ast tenging milli tungumáls og félagslegrar sjálfsvitundar (e.
social identities, sjá Honey 1997, G. Kristiansen 2001).
Á Íslandi leiddi megindleg forprófun með tveimur rýnihópum í
ljós að yngri kynslóðin væri umburðarlyndari en hinir eldri gagnvart
er lendum hreim eða einhverjum framburði undir útlenskum áhrif-
um sem sker sig úr frá hinum íslenska staðli (Bade og Isenmann
væntanl., sjá einnig Kristján Árnason 2003). Það þýðir hins vegar
ekki að mikilvægi staðlaðs máls, einkum sem helsta tákns íslenskrar
þjóðarvitundar, sé á verulegu undanhaldi (sbr. T. Kristiansen og
Vikør 2006). Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á viðhorfum til
ensku (Halldóra Björt Ewen og T. Kristiansen 2006, Hanna Óladótt ir
2009, Kristján Árnason 2006), nýjunga í íslensku (Finnur Friðriksson
2008) og hljóðfræðilegs breytileika (Kristín Ingibjörg Hlynsdótt ir
2016). Ef frá er talin eigindleg forprófun þar sem könnuð voru við-
horf til staðlaðrar íslensku og frávika frá henni bæði almennt og með
áherslu á erlendan hreim og tölvumiðluð samskipti (e. computer-
mediated communication, Bade og Isenmann væntanl.), hefur vantað
rannsóknir á óhefðbundinni málnotkun, þ.e. málnotkun sem stangast
á við þá sem hefur tíðkast hér áður. Samnorræna verkefnið MIN (Mo-
derne importord i språka i Norden) hafði það að markmiði að kanna
viðhorf til ensku og enskra tökuorða í sjö málsamfélögum og staðfestu
niðurstöðurnar að íslenskur almenningur aðhylltist hreintungustefnu
mest Norðurlandabúa (T. Kristiansen og Vikør 2006).
tunga_20.indb 126 12.4.2018 11:50:52