Orð og tunga - 26.04.2018, Page 152
Stefanie Bade: Hvernig meta Íslendingar fólk með hreim? 141
ar. Með öðrum orðum, tvískipting í inn- og úthóp er ekki föst heldur
er þeim sem tala með hreim úthlutað tiltekinni stöðu á einhverjum ás
sem nær yfi r allan skala hreims, frá þeim sem er skynjaður sem inn-
fæddur eða svipaður innfæddum hreim til þess sem er skynjaður sem
lengst frá innfæddum hreim. Einnig má nefna rannsókn Kolbrúnar
Eyjólfsdóttur (2017) sem byggist á spurn ingalista í netkönnun meðal
418 Íslendinga um viðhorf til inn fl ytj enda á Íslandi. Rannsóknin
leiddi í ljós að viðhorf reyndust mark tækt neikvæðari gagnvart inn-
fl ytj end um sem tilheyra úthóp held ur en innfl ytjendum í innhóp.
Niður stöður könnunar Kolbrúnar Eyjólfsdótt ur styðja þannig niður-
stöð ur þessarar könnunar.9
Útkomu pólska upplesarans hvað varðar einkennið dugleg má e.t.v.
tengja við það hvernig pólskum innfl ytjendum er lýst í fj ölmiðlum
sem duglegum, einkum fyrir hrun 2008 (sbr. t.d. Morgunblaðið 22. júlí
2006). Með tilliti til þess að mikið var um marktækan mun varð andi
pólska upplesarann og þátt inn menntun, og að þeir sem voru með
grunnskólapróf og minna lögðu að jafnaði jákvæðara mat á upp les ar-
ann en hinir með hærri menntun, má velta vöngum yfi r mögulegum
ástæðum. Spyrja má hvort Pólverjar og þar með pólskur hreimur
sé áberandi í tilteknu vinnuumhverfi þar sem tækifæri gefst til að
stað festa eða hafna staðalmyndinni um duglegan Pólverja. Síðan er
það þess virði að kanna hvort kynni af tilteknum hreim hafi áhrif á
skynjun hreimsins og/eða mat á honum (sbr. Kang og Ginther 2017).
Sú spurning kemur upp hvort hlustendur hafi aðgang að einhverri
hugrænni eða hljóðfræðilegri mynd dulinni í undirmeðvitund við
skynjun erlends hreims.
Nokkur hætt a á skekkju fylgir því að nota hulinspróf þar sem það
getur vakið mismunandi viðbrögð að hver talandi talar með sínum
rómi, tónfalli, tónhæð og talhraða. Auk þess er líklegt að mismunandi
niðurstöður fengjust ef hlustendur fengju upplýsingar um öðruvísi
aðstæður en að auglýst væri eft ir leikskólastarfsfólki. Enn fremur er
ekki öruggt að niðurstöður þessarar könnunar séu í raun og veru
duld ar þar sem fyrri rannsóknir sem beindust að viðhorfum fólks
benda til þess að íslenskur almenningur hafi ákafl ega háa málvitund
(Leon ard og Kristján Árnason 2012:94, sbr. Halldóru Björt Ewen og
T. Kristiansen 2006, Hönnu Óladótt ur 2009). Eins og rætt var hér á
9 Óljóst er í könnun Kolbrúnar Eyjólfsdótt ur frá hvaða löndum innfl ytjend ur koma
og hver skilyrði fl okkunar í inn- og úthóp voru þó að skilgreint hafi verið að með-
limir innhóps tilheyrðu vestrænum þjóðum og meðlimir úthóps tilheyrðu ekki
vest rænum þjóðum.
tunga_20.indb 141 12.4.2018 11:50:56