Orð og tunga - 26.04.2018, Side 153
142 Orð og tunga
undan er fl okkun merkingarkvarða (e. semantic diff erential scales) í
ákveðin persónueinkenni sveigjanleg eft ir samhengi, markmiði og
um fangi hverrar könnunar. Rannsóknir í mismunandi löndum, og
þar með mismunandi málfarslegu, lýðfræðilegu og félagslegu um-
hverfi , þarfnast hugtaka sem eru nýtileg í nákvæmlega því umhverfi .
Stétt skipt samfélag þarf önnur hugtök en samfélag sem byggist á
skiptingu eft ir þjóðerni. Segja má að niðurstöður þessarar könnunar
gefi til kynna að íslenskt samfélag sé skipt á grundvelli þjóðernislegs
bakgrunns íbúa þar sem viðhorfi n til upplesara í þessari könnun
benda til þess að fólk telst tilheyra innhópi eða úthópi vegna til tek-
ins hreims. Nokkuð óljóst er þó hvaða hljóðfræðileg einkenni ráða
því hvort einhver sem talar með hreim tilheyrir innhópnum eða út-
hópnum. Útbúa þarf hljóðfræðilega greiningu upptakna sem sýnir
frá vik í ólíkum hreim frá framburði innfæddra Íslendinga og gæti sú
greining enn fremur nýst við að kanna samspil hljóðfræðilegs forms,
þ.e. einkenna erlends hreims, og félagsmálfræðilegs hlutverks er-
lends hreims, þ.e. stöðu mismunandi hreims í málsamfélaginu. Til
þess að skilja málfarslega staðalmyndun (e. linguistic stereotyping) eða
stimplun, og ástæður fyrir henni, skiptir miklu máli að nota mis mun-
andi nálgun, þ.e. eigindlega og megindlega, og gera tilraunir með ein-
staklings- og hópviðtölum, málvísindalegri kortlagningu (e. linguistic
mapping) og greiningu orðræðu um innfl ytjendur í fj öl miðlum, svo að
einhver dæmi séu nefnd.
6 Lokaorð
Erlendur hreimur er fyrirbæri sem verður meira og meira áberandi í
daglegu lífi og samskiptum á Íslandi þar sem tíundi hver íbúi lands-
ins er af erlendum uppruna og hefur annað tungumál en íslensku að
móðurmáli. Þó að hefðbundið mat á íslensku hafi öldum saman ein-
kennst af aðgreiningu milli staðlaðs máls og frávika frá því er líklegt
að slíkt líkan hafi vikið fyrir nokkuð margslungnu líkani sem byggt
er á því hversu mikið einstaklingurinn tengist við viðmælandann á
grundvelli þess hversu „innfæddur“ hann hljómar. Með öðrum orð-
um þá ræður hreimur því hvort Íslendingar líti á þann sem talar sem
hluta af sínum hóp eða ekki. Samt sem áður er óljóst hvort frávik
frá íslenskum framburði geti valdið aðgreiningu milli innhóps og
út hóps eingöngu á grundvelli hreims. Rannsóknir í löndum með
lengri sögu innfl ytjenda sýna að framburður tengdur neikvæðum
tunga_20.indb 142 12.4.2018 11:50:56