Orð og tunga - 26.04.2018, Side 171

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 171
160 Orð og tunga þessi fræði og markmiðið með því var að samræma sérhæfðan orða- forða í stjórnmálafræði og finna íslensk orð og skilgreiningar sem sátt ríkir um. Við hvert hugtak í orðasafninu eru stuttar og hnit mið- aðar skilgreiningar og stundum einnig skýringar sem auka nota gildi þess enn frekar. Meginforsendur við val á hugtökum í íðorða safnið voru tvær: Annaðhvort þurfti hugtakið að teljast til grunn hugtaka í stjórnmálafræði eða tengdum fræðigreinum (svo sem alþjóða sam- skiptum, opinberri stjórnsýslu eða Evrópufræðum) eða að það teldist til hugtaka sem væru í deiglunni í samtímanum, hvort sem er innan fræðasamfélagsins eða í almennri stjórnmálaumræðu. Við verkefnið var stuðst við fjölda alþjóðlegra fagorðabóka í stjórnmálafræði og al- þjóðasamskiptum, auk annarra orðabóka og hjálpargagna. Hug tök um var skipt upp í sjö undirsvið: 1) kenningar og tengd hugtök, 2) íslenskir stjórnmálaflokkar, 3) opinber stjórnsýsla, 4) Evróputengd hugtök, 5) alþjóðamál og almennt um stjórnmálafræði, 6) öryggis- og varnarmál, 7) grunnhugtök með alfræðiívafi. Þá var haft samband við um 20 menn sem vitað var að byggju yfir sérstakri þekkingu á efninu eða hluta þess og þeir beðnir að lesa orðasafnið yfir og koma með athugasemdir. Þessir einstaklingar komu ýmist úr fræðasamfélaginu, stjórnsýslunni, stjórnmálalífinu eða fjölmiðlum. Ítrekaðar athugasemdir við sömu hug tökin gáfu góða vísbendingu um að þar væri úrbóta þörf. Lögðu nokkrir yfirlesaranna fram tillögur að hugtökum og svo til öll hug- tökin skiluðu sér í lokaútgáfu íðorðasafnsins. Dr. Silja Bára Ómars- dóttir (2018) aðjunkt við stjórnmálafræðideild HÍ, sem var í ritstjórn íðorða safnsins, segist oft sjá tilvísanir í íðorðasafnið í ritgerðum nemenda sinna. Það má því fullyrða að íðorðasafnið uppfylli þörf fyrir efni af þessu tagi. Einnig má benda á íslensk orð sem hafa náð að festa rætur, t.d. víxlhæði (enska: interdependence) en engin formleg þýðing var á því orði áður en íðorðasafnið kom út. Þriðja, fjórða og fimmta heftið í íðorðaritröðinni eru orðasöfn í líffærafræði. Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir var ritstjóri orða safn- anna og annaðist þá vinnu að draga íslensku og latnesku heitin út úr Íðorðasafni lækna í Orðabankanum (www.ordabanki.hi.is), bera þau saman við alþjóðlegu líffæraheitin, Terminologia Anatomica, setja inn ensk heiti og gera drög að skilgreiningum hugtaka. Hannes Petersen, prófessor í líffærafræði, sat í ritstjórninni og gaf ábendingar og orða- nefnd Læknafélags Íslands annaðist efnislegan yfirlestur. Orðasafn í líffærafræði. I. Stoðkerfi kom út 2013. Þetta orðasafn nær yfir stoðkerfið, þ.e. bein, liðamót og vöðva. Í orðasafninu eru almenn heiti í stoðkerfi og sérkaflar eru um stoðkerfi höfuðs, háls, baks, tunga_20.indb 160 12.4.2018 11:51:00
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.