Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 171
160 Orð og tunga
þessi fræði og markmiðið með því var að samræma sérhæfðan orða-
forða í stjórnmálafræði og finna íslensk orð og skilgreiningar sem
sátt ríkir um. Við hvert hugtak í orðasafninu eru stuttar og hnit mið-
aðar skilgreiningar og stundum einnig skýringar sem auka nota gildi
þess enn frekar. Meginforsendur við val á hugtökum í íðorða safnið
voru tvær: Annaðhvort þurfti hugtakið að teljast til grunn hugtaka í
stjórnmálafræði eða tengdum fræðigreinum (svo sem alþjóða sam-
skiptum, opinberri stjórnsýslu eða Evrópufræðum) eða að það teldist
til hugtaka sem væru í deiglunni í samtímanum, hvort sem er innan
fræðasamfélagsins eða í almennri stjórnmálaumræðu. Við verkefnið
var stuðst við fjölda alþjóðlegra fagorðabóka í stjórnmálafræði og al-
þjóðasamskiptum, auk annarra orðabóka og hjálpargagna. Hug tök um
var skipt upp í sjö undirsvið: 1) kenningar og tengd hugtök, 2) íslenskir
stjórnmálaflokkar, 3) opinber stjórnsýsla, 4) Evróputengd hugtök, 5)
alþjóðamál og almennt um stjórnmálafræði, 6) öryggis- og varnarmál,
7) grunnhugtök með alfræðiívafi. Þá var haft samband við um 20 menn
sem vitað var að byggju yfir sérstakri þekkingu á efninu eða hluta þess
og þeir beðnir að lesa orðasafnið yfir og koma með athugasemdir.
Þessir einstaklingar komu ýmist úr fræðasamfélaginu, stjórnsýslunni,
stjórnmálalífinu eða fjölmiðlum. Ítrekaðar athugasemdir við sömu
hug tökin gáfu góða vísbendingu um að þar væri úrbóta þörf. Lögðu
nokkrir yfirlesaranna fram tillögur að hugtökum og svo til öll hug-
tökin skiluðu sér í lokaútgáfu íðorðasafnsins. Dr. Silja Bára Ómars-
dóttir (2018) aðjunkt við stjórnmálafræðideild HÍ, sem var í ritstjórn
íðorða safnsins, segist oft sjá tilvísanir í íðorðasafnið í ritgerðum
nemenda sinna. Það má því fullyrða að íðorðasafnið uppfylli þörf
fyrir efni af þessu tagi. Einnig má benda á íslensk orð sem hafa náð
að festa rætur, t.d. víxlhæði (enska: interdependence) en engin formleg
þýðing var á því orði áður en íðorðasafnið kom út.
Þriðja, fjórða og fimmta heftið í íðorðaritröðinni eru orðasöfn í
líffærafræði. Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir var ritstjóri orða safn-
anna og annaðist þá vinnu að draga íslensku og latnesku heitin út úr
Íðorðasafni lækna í Orðabankanum (www.ordabanki.hi.is), bera þau
saman við alþjóðlegu líffæraheitin, Terminologia Anatomica, setja inn
ensk heiti og gera drög að skilgreiningum hugtaka. Hannes Petersen,
prófessor í líffærafræði, sat í ritstjórninni og gaf ábendingar og orða-
nefnd Læknafélags Íslands annaðist efnislegan yfirlestur.
Orðasafn í líffærafræði. I. Stoðkerfi kom út 2013. Þetta orðasafn nær
yfir stoðkerfið, þ.e. bein, liðamót og vöðva. Í orðasafninu eru almenn
heiti í stoðkerfi og sérkaflar eru um stoðkerfi höfuðs, háls, baks,
tunga_20.indb 160 12.4.2018 11:51:00