Orð og tunga - 26.04.2018, Page 172
Málfregnir 161
brjósts, kviðar, grindarbotns, efri útlims og neðri útlims. Alls eru 524
hugtök í orðasafninu.
Orðasafn í líffærafræði. II. Líffæri mannsins kom út 2016. Í orðasafninu
eru ýmis almenn heiti í líffærafræðinni og síðan helstu heitin í hverju
líffærakerfi fyrir sig. Kaflaheitin eru þessi: Almenn heiti; Stöður, ásar,
snið og hlutar líkamans; Líkamssvæði; Hjartað og æðar þess; Önd-
un ar færi; Meltingarfæri; Þvag- og kynfæri; Innkirtlakerfi; Eitilkerfi;
Tauga kerfi; Skynfærakerfi og loks Húð, húðbeður og brjóst. Alls eru
669 hugtök í orðasafninu.
Orðasafn í líffærafræði. III. Æðakerfið kom út 2017, og í því eru 487
hugtök. Í orðasafninu eru ensk, íslensk og latnesk heiti á slagæðum,
bláæðum og vessaæðum mannsins.
Hugtökin í þessum orðasöfnum eru ekki í stafrófsröð heldur í
kerfisröð þar sem skyld hugtök eru flokkuð saman í kafla og skilgreind.
Á þennan hátt er auðveldara fyrir notendur orðasafnsins að sjá hvað
greinir að náskyld hugtök. Þessari uppröðun er ætlað að uppfylla
þarfir sem flestra þeirra sem áhuga hafa á líffærafræði mannsins,
s.s. nemenda, kennara og starfsmanna í heilbrigðisþjónustu. Í öllum
orðasöfnunum í líffærafræði er einnig stafrófsraðaður hluti með ensk-
íslenskum og íslensk-enskum orðalistum.
Við skipulagningu íðorðastarfs er mikilvægt að hafa þarfir ákveð-
ins markhóps í huga. Val á hugtökum verður þá markvissara og
nota gildi íðorðasafnanna verður meira. Það hefur einmitt verið haft
í huga við vinnslu þeirra íðorðarita sem hér eru kynnt. Þau eiga það
öll sam eiginlegt að markhópur þeirra er fyrst og fremst nemendur í
há skóla námi. Með því að vinna að slíkum íðorðasöfnum er stuðlað
að fram gangi fræðastarfs á íslensku og enn fremur unnið í samræmi
við Mál stefnu Háskóla Íslands þar sem hvatt er til að miðla íslenskum
íðorðum til stúdenta og almennings.
Íðorðaritin fimm voru gefin út á prenti en jafnframt eru þau að-
gengileg sem pdf-skjöl á heimasíðu Orðabankans og Rafhlöðunni sem er
rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Öll orð, sem koma fyrir í íðorðaritunum fimm, er einnig að finna í
Orðabankanum. Með útgáfu íðorðaritanna öðlast notendur betri yfir-
sýn yfir hugtök í fræðigreininni og einnig er komið til móts við ósk
margra notenda sem vilja fá að skoða orðasöfn í heild sinni.
tunga_20.indb 161 12.4.2018 11:51:00