Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 4

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 ALICANTE Netverð á mann frá kr. 39.900 báðar leiðir m/sköttum og tösku.Flugsæti Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 39.900 Báðar leiðir m/sköttum og tösku Séra Ólafur Jóhannsson, sókn- arprestur í Grensáskirkju, sem úr- skurðarnefnd þjóðkirkjunnar taldi hafa gerst sekan um siðferðisbrot gegn tveimur konum hefur áfrýjað báðum úrskurðum til áfrýjunar- nefndar þjóðkirkjunnar. Fimm konur kærðu athafnir séra Ólafs í sinn garð til kirkjunnar til úrlausn- ar. Í úrskurði kirkjunnar eru at- hafnir hans taldar sannaðar en Ólafur var fundinn sekur um sið- ferðisbrot í tveimur málanna og refsingar krafist af biskupi í einu þeirra. Ólafur fer þess á leit við áfrýjunarnefnd að báðir úrskurð- irnir verði felldir úr gildi og hafnar um leið öllum kröfum gagnaðila. Hann krefst þess einnig að kostn- aður við störf áfrýjunarnefndar verði felldur á kirkjumálasjóð. Lögmaður Ólafs gerir athuga- semdir við málsmeðferð hjá úrskurð- arnefnd þjóðkirkjunnar í báðum úr- skurðum. Í öðrum þeirra bendir hann á að atvik málsins áttu að hafa gerst fyrir 13 árum og að aðilum ber ekki saman um málavexti og lítill sam- hljómur milli þeirra. „Í málatilbúnaði gagnaðila lýsir hún ekki í raun inni- haldi neinna samtala heldur stað- hæfir það eitt að áfrýjandi hafi sagt eitthvað sem hún metur nú, þrettán árum síðar, af kynferðislegum toga. Nefndin færir það eitt til sönnunar að framkvæmdastjóri Kirkjuhússins hafi að beiðni gagnaðila, gefið einhliða yfirlýsingu í tilefni af málinu um sam- tal sem hún hafi átt við gagnaðila en lýsi ekki innihaldi þess í raun. Þetta sönnunarmat úrskurðarnefndar er ótækt og uppfyllir engan veginn kröf- ur réttarfars,“ segir í annarri áfrýj- unarbeiðni Ólafs. Í hinni áfrýjunarbeiðni Ólafs segir lögmaður hans m.a. að ekki sé sam- ræmi milli þess sem úrskurð- arnefndin kveður í málavaxtalýsingu sinni, og áfrýjandi kannist við, og þess sem hún síðan leggur til grund- vallar í forsendum sínum. „Þar eru honum [Ólafi] lögð orð í munn og prjónað við það sem áfrýjandi sjálfur heldur fram.“ Segir hann úrskurð- arnefndina túlka hugtakið kyn- bundna áreitni svo vítt að hugtakið gæti tekið til nánast hverskonar sam- skipti kynjanna. Í gær ákvað Agnes Sigurðardóttir biskup að framlengja leyfi sr. Ólafs frá störfum ótímabundið meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embætt- inu. mhj@mbl.is Mál séra Ólafs til áfrýjun- arnefndar þjóðkirkjunnar & Gerir athugasemdir við málsmeðferð innan kirkjunnar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikill meirihluti félagsmanna í Fé- lagi grunnskólakennara felldi ný- gerðan kjarasamning FG og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær og urðu úrslitin þau að nei sögðu 2.599 eða 68,52% en já sögðu 1.128 eða 29,74%. Auðir seðlar voru 66. Á kjör- skrá voru 4.697 félagsmenn og greiddu 3.793 atkvæði eða 80,75%. FG og Samband íslenskra sveitar- félaga skrifuðu undir kjarasamning- inn 13. mars sl. 71.500 og 55.000 kr. eingreiðslur Gildistími samningsins var frá 1. apríl nk. til 31. mars á næsta ári en fyrri samningur rann út í lok nóv- ember í fyrra. Samningurinn kvað á um 3% launahækkun 1. apríl, 71.500 kr. eingreiðslu um næstu mán- aðamót til að bæta upp þann tíma sem samningar voru lausir og 1. febrúar á næsta ári átti svo að koma til 55.000 kr. eingreiðslu fyrir mán- uðina janúar til mars 2019. Þá kvað samningurinn á um að greiddar yrðu annaruppbætur, 85.000 kr. í júní og 85.000 kr. í desember. Einnig var samið um breytingu á menntunarkafla þar sem persónu- álag upp á 2% fengist fyrir hverjar 30 ECTS-einingar sem geri að verk- um að laun félagsmanna geti breyst mismunandi mikið og verið allt frá 3% upp í 5%, 7%, 12% ,,allt eftir því hve mikla menntun [sic] þeir hafa bætt við sig í gegnum tíðina [...],“ eins og sagði m.a. í kynningu á efni samningsins sem kennarar hafa nú fellt. Horfið var frá vinnumati og samið um breytt vinnufyrirkomulag. Málefnalegar viðræður „Það eru vonbrigði að þetta skyldi fara svona,“ segir Inga Rún Ólafs- dóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. „Við munum hitta samninganefnd kennara fljótlega og fara yfir þetta saman,“ segir hún. Inga Rún segir aðspurð að í þess- um samningum hafi samninganefnd sveitarfélaganna gert allt sem hún gat gert. ,,Þetta voru mjög málefna- legar viðræður en niðurstaðan var svo felld.“ Mikill meirihluti kennara felldi samninginn & Launahækkanir gátu verið allt frá 3% upp í 5%, 7% og 12% eftir menntun Morgunblaðið/Hari Í skólastofu Samningur grunn- skólakennara rann út í nóvember sl. Hvatning til góðra verka voru skilaboðin sem fólust í því þegar Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverf- isráðherra var færð að gjöf geispa, en svo er gróð- ursetningarverkfærið sem íslenskir skógræktendur gjarnan nota kallað. Það var Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Landssamtaka skógareigenda og bóndi á Breiðavaði á Eiðaþinghá, sem afhenti ráðherranum þetta þarfaþing í tilefni af alþjóðlegum degi skógar sem var í gær. Við sama tilefni var frumsýnt myndband sem Skógræktin hefur látið gera og fjallar um skóg- rækt og sjálfbærar borgir en mikil vakning er í um- ræðu um þau efni. Morgunblaðið/Eggert Ráðherrann fékk geispu að gjöf „Það eru vonbrigði að hann hafi ver- ið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,“ sagði Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, við mbl.is í gær. „Það sem er alvarlegt í þessu er að stjórnmálaafl geti með beinum hætti beitt sér í atkvæðagreiðslu kjara- samnings. Það er alvarleg þróun að stéttarfélagið sé notað á þennan hátt. Hitt er ekki launungarmál að fé- lagsmenn vildu fá meira,“ sagði Ólaf- ur. Hann vísaði til herferðar sem and- stæðingar samningsins háðu á sam- félagsmiðlum þar sem félagsmenn voru hvattir til að fella hann. Þar af eru tveir af 12 manna samn- inganefnd sem hafi gert mikið í því að fella hann. Þetta eru að sögn Ólafs Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins, og Jón Ingi Gíslason, formaður kjör- dæmisráðs framsóknarmanna í Reykjavík. thorunn@mbl.is Grímulaus áróður í gangi gegn samningnum Kaup Seltjarnarnesbæjar á húsinu Ráðagerði, því vestasta í bænum, fyrir 100 milljónir króna eru í höfn. Bærinn hafði forkauprétt á húsinu sem var byggt árið 1890. Það hefur verið í einkaeign en verður í framtíð- inni nýtt fyrir til dæmis ýmsa menn- ingarstarfsemi. „Ég sem menningarfulltrúi bæjar- ins lýsi yfir miklum áhuga á því að geta nýtt húsið í menningar- eða ferðatengda starfsemi og vil samráð við bæjarbúa um það sem þeir vilja helst sjá á þessum stað,“ segir María Björk Óskarsdóttir. Efla innviði ferðaþjónustu Umræða hefur verið um uppbygg- ingu á vesturhluta Seltjarnarness síðustu misseri auk þess sem kallað hefur verið eftir aðgerðum í tengslum við ferðatengda þjónustu og útiveru á svæðinu. „Með kaupum á Ráðagerði opnast miklir mögu- leikar fyrir okkur til að nýta húsið og þá lóð sem því fylgir auk þess sem ráðrúm gefst til að vinna hugmynda- vinnu og meta hvernig það muni best þjóna íbúum og gestum. Húsið er kjörið sem áningarstaður fyrir íbúa og ferðamenn til dæmis sem kaffi- hús, sögusafn, upplýsingaveita um Seltjarnarnes, náttúruna, umhverf- ið, fuglalífið, fornminjarnar og fleira. Einnig sem móttöku- eða fundarað- staða,“ segir María Björk. Hún minnir á að í skýrslu hóps sem vann við mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi hafi verið nefnt að útbúa þyrfti salern- isaðstöðu og efla innviði ferðaþjón- ustu. Með kaupum á Ráðagerði er stórt skref stigið til þess, því margir fari um þessar slóðir, svo sem vestur á Gróttu. sbs@mbl.is Seltjarnarnesbær kaupir Ráðagerði á 100 millj. kr. & Kaffihús, sögusafn, upplýsingaveita eða fundarstaður Ljósmynd/Jón Sigurjónsson Seltjarnarnes Ráðagerði er vestast í bænum og út undir Gróttu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.