Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 6

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Írland - eyjan græna sp ör eh f. Sumar 6 Eire, eyjan græna Írland, býður upp á svo ótalmargt sem gleður; fallegt landslag, áhugaverða sögu, söngva, sagnir og skemmtilegt kráarlíf. Frá Dublin verður farið m.a. til Connemara skagans, skoðum Moherklettana, tökum ferju yfir Shannonfljótið og komum við í borginni Cork. 5. - 12. júní Fararstjóri: Jón Baldvin Halldórsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 182.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Litlu mátti muna að illa færi á heimili Sólveigar Láru Kjærnested fyrir stuttu þegar lítill leikfangabolti í samstarfi við sólina kveikti næstum því í sófanum í stofunni. „Ég kom heim úr vinnunni og settist í sófann. Eftir nokkrar mín- útur verður mér litið til hliðar og þá liggur glær lítill bolti á gólfinu við sófann og það rýkur úr honum. Mér finnst það skrýtið og tek hann upp og þá sé ég að hann er farinn að bræða gat á sófann,“ segir Sólveig Lára. Þetta gerðist í góðviðrinu fyrir tveimur vikum. Sólin skein sterkt inn um stofugluggann á boltann sem endurkastaði sólargeislunum á sóf- ann svo áklæðið var farið að brenna. „Ef ég hefði ekki verið heima á þessari stundu hefði geislinn getað farið inn í fyllinguna og eldur brotist út. Gatið kom á sófann á aðeins nokkrum mínútum og ég reikna með að það hefði getað haldið áfram. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa sest í sófann í þann stutta tíma sem ég stoppaði heima,“ segir Sólveig Lára. Börnin hennar áttu boltann sem var glær plastbolti með glimmervökva inni í sér sem hægt var að hrista. „Þessi bolti hefði getað legið hvar sem var, nálægt mikið eldfimari efn- um og þá hefði auðveldlega getað kviknað í á smátíma.“ Sólveig Lára segir það vel þekkt að sólargeislar sem skína á spegla eða gler geti kveikt í en hún hafi ekki áttað sig á að leikfangabolti úr plasti geti valdið sama tjóni. „Eft- ir að þetta gerðist dreg ég gard- ínurnar alltaf fyrir á morgnana áður en ég fer út.“ Er þakklát fyrir að hafa sest í sófann Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldfimt Glæri plastboltinn sem næstum var búinn að kveikja í sófa Sólveigar Láru Kjærnested. & Sólin endurkastaðist af glærum bolta og bræddi gat á sófa Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og víst er að margir munu fagna þessum appelsínugulu, stór- virku götusópum. Þessir tveir voru á ferð í Ár- bænum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður fyrst ráðist í að hreinsa fjölförnustu leið- irnar, það er stofnbrautir og tengigötur auk helstu göngu- og hjólastíga. Þegar því verki er lokið verður farið í hverfi borgarinnar og húsa- götur sópaðar og þvegnar. „Fólk hefur haft samband þar sem það heldur að við séum að gleyma þeirra götu, en svo er ekki. Við munum sópa og þvo húsagöturnar þeg- ar við höfum þrifið fjölförnustu leiðirnar,“ segir Björn Ingvarsson hjá þjónustumiðstöð borgar- landsins. Hægt er að kynna sér verkáætlun vegna götuhreinsunar á vef borgarinnar. Þau hverfi sem síðast voru hreinsuð í fyrra verða hreinsuð fyrst í ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík Þau leiðu mistök urðu í frétt Morg- unblaðsins á blaðsíðu sex í gær um viðskipti Íslendinga við danska fyr- irtækið DNAtest.dk undir yf- irskriftinni „DNA-próf vinsæl hjá Íslendingum“ að sagt var að fimm Íslendingar ættu í viðskiptum við fyrirtækið á viku, í þeim tilgangi að láta gera faðernispróf, móðern- ispróf, systkinapróf o.fl. Hið rétta er að fimm Íslendingar eiga í við- skiptum við DNAtest.dk á dag, hvern dag vikunnar, sem er sjö sinnum meira en fram kom í frétt- inni. Leiðréttist það hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting vegna fréttar um viðskipti Íslendinga vegna DNA-prófa í Danmörku Ríkisstjórnin hef- ur ekki kjark til þess að leiðrétta þá óhæfu sem mikill munur á kjörum alþing- ismanna og for- stöðumanna stofnana ríkisins, skv. ákvörðun kjararáðs, og launafólks hins vegar er. Þetta segir í ályktun sem stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) samþykkti í gær. Þar er mótmælt því sem kallað er sjálftaka launa meðal stjórnenda í fyrirtækjum sem hafi farið af stað þegar kjararáð gaf tóninn. Þar er minnt á að á sama tíma sé haldið að launafólki að vera hófstillt í launakröfum til þess að viðhalda stöðugleika. Stöðugleiki sé hins veg- ar ekki til staðar hjá íslensku launa- fólki sem þurfi á sama tíma að takast á við skerðingar barna- og vaxtabóta og raunlækkun á persónuafslætti sem ekki fylgir launaþróun og hafi ekki gert lengi. „Slík ögrun verður ekki liðin og mun valda upplausn á almennum vinnumarkaði verði ekkert að gert. Stjórn LÍV skorar á stjórnvöld og stjórnir lífeyrissjóða að vinda ofan af þessari þróun aukinnar misskipt- ingar,“ segir í ályktuninni sem allt helsta forystufólk verslunarmanna- félaganna skrifar undir. Segja ögr- un ekki verða liðna & LÍV vill vinna á misskiptingunni Hjólað Nú virðist stefna í hart.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.