Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 20
Starf forstöðumanns Snorrastofu er óskastarf Bergs Þorgeirssonar. Hann hafði áður rekið starfsþjálf- unarstaðinn Örva í Kópavogi en var í framhaldsnámi í Gautaborg þegar hann sá starfið í Reykholti auglýst. Þar sameinaðist rekstur og fræðastörf. Hann er nú að draga fram drögin að doktorsverkefni sínu sem hann varð að leggja til hliðar þegar hann fékk starfið. Vonast til að ljúka því innan ekki of langs tíma. Snorrastofa var stofnuð árið 1995 sem menningar- og miðaldasetur í Reykholti. Tenging þess við nafn Snorra Sturlusonar segir mikið um viðfangsefni þess. Bergur var ráðinn fyrsti forstöðumaður setursins á árinu 1998 og fagn- ar því tuttugu ára starfsafmæli á þessu ári um leið og hann heldur upp á sextugsafmæli sitt og fagnar mikilvægum áföngum í starfi Snorrastofu. Doktorsritgerðin tekin fram FORSTÖÐUMAÐUR Í 20 ÁR Tákn Turninn við Reykholtskirkju. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 irnir sem Snorri fékk frá Noregi hafi verið tilsniðnir og einungis þurft að setja húsin saman í Reyk- holti. Bergur segir að útgáfa ritsins sé mikilvægur þáttur í því verkefni að fá heillega mynd af Reykholti á tím- um Snorra en það hafi einmitt verið markmið Reykholtsverkefnisins sem unnið hefur verið að í nærri tuttugu ár. Reykholtsverkefnið er þverfag- legt. Þar leggur fjöldi fræðimanna til efni og taka þeir tillit til rann- sókna hver annars en spyrja sam- eiginlegra spurninga. „Þetta er ef til vill stærsta þverfaglega verkefni á sviði húmanískra fræða sem unnið hefur verið að hér á landi,“ segir Bergur. Í annarri bók um Snorra Sturlu- son og Reykholt, Snorri Sturluson and Reykholt, sem Guðrún Svein- bjarnardóttir og Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor ritstýra eru dregnar saman niðurstöður Reyk- holtsverkefnisins. Ritið er gefið út af Museum Tusculanum Press í Dan- mörku í samvinnu við Sagnfræði- stofnun Háskóla Íslands og Snorra- stofu og er lokabindi verkefnisins. Bergur segir mikinn feng að því að fá sérhæft útgáfufyrirtæki á þessu sviði til að gefa bókina út. Það tryggi gæði efnisins með ritrýni og út- breiðslu ritsins. Í ritinu er tekið tillit til nýjustu rannsókna og Bergur segir að þar komi fram nýjar kenningar, meðal annars um hlutverk Snorra í tilurð Íslendingasagna og bókmennta- greinarinnar í heild. Raunar er fjallað um ævi og umsvif Snorra og Reykholt frá ýmsum sjónarhornum. Þriðja bókin sem er að koma úr prentsmiðjunni þessa dagana er fyrsta bindið af fimm í ritröð um nið- urstöður verkefnis Snorrastofu og fleiri aðila um norræna goðafræði. Það fjallar um notkun á norrænni goðfræði frá miðöldum og fram til ársins 1830. Ritstjóri er Margaret Clunies Ross, fv. prófessor í Sydney í Ástralíu. Ritið er vandað, gefið út af Brepols Publishers í Belgíu, en meiri- hluti kostnaðarins við það er greidd- ur af áströlskum rannsóknarsjóðum. Nú sér fyrir endann á goða- fræðiverkefninu því efnið í seinni bækurnar er nánast tilbúið en ritin munu koma út á næstu árum. Bergur segir að síðasta heildarrit um goða- fræði hafi fyrst komið út árið 1936. Ýmislegt hafi gerst í rannsóknum síð- an og því fylli goðafræðiverkefnið í eyðu í fræðunum. Bergur getur þess að heildarkostn- aður við verkefnið verði um 170 millj- ónir kr. Hann er að mestu greiddur af erlendum rannsóknarsjóðum, beint til fræðimanna í hverju landi fyrir sig. Ný verkefni í undirbúningi Snorrastofa hefur með þessum rit- um komið að útgáfu alls um 18 bóka. Flest ritanna eru alþjóðleg fræðirit. Markhópurinn er fræðimenn, kenn- arar og nemendur í miðaldafræðum en einnig áhugafólk. Til að koma meira til móts við al- menning hér á landi vinnur Guðrún Sveinbjarnardóttir að bók á íslensku um Reykholt í ljósi fornleifa. Er þetta samantekt úr þeim tveimur fræðirit- um sem Snorrastofa gaf út ásamt Þjóðminjasafni Íslands um fornleifa- rannsóknir í Reykholti. Starfsfólk Snorrastofu hefur ýmis ný verkefni á prjónunum sem taka við af Reykholtsverkefninu og goða- fræðiverkefninu. Bergur nefnir tvö. Annars vegar er rit um höfund- arverk Snorra og framhaldslíf. Leit- ast verður við að varpa ljósi á það hversu mikilvægt hlutverk Snorra var og er í menningarsögunni. Hins vegar er Þingeyraverkefnið svokallaða. Það er unnið í samvinnu við landeigendur á Þingeyrum í Húnaþingi og Steinunni Kristjáns- dóttur fornleifafræðing. Snorrastofa mun leggja af mörkum þekkingu á miðaldahandritum þar sem klaustrin koma við sögu og miðlun upplýsinga í gestastofu á Þingeyrum. Snorri kom víða við. Til dæmis tengdist hann Þingeyraklaustri í gegn um Styrmi Kárason ábóta þar og síðar í Viðey. Bergur hefur áhuga á að tengja Reykholt betur við aðra staði sem komu við sögu Snorra, til dæmis Odda á Rangárvöllum. Ótalinn er þá undirbúningur að út- gáfu á ævisögu Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson á norsku. Það er gert í samvinnu við For- eningen Snorres venner sem eru holl- vinasamtök Snorrastofu í Noregi. Snorri er mikilvægur í Noregi og seg- ir Bergur að samvinna við Norðmenn sé mjög gefandi. Stærsti áfangi í starfinu til þessa & Tveimur stórum rannsóknarverkefnum á vegum Snorrastofu í Reykholti fer senn að ljúka & Gefin eru út þrjú alþjóðleg fræðirit um Snorra Sturluson, Reykholt og norræna goðafræði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fræðirit Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var staddur í Reykholti. Við það tækifæri afhenti Bergur Þor- geirsson honum eintök af tveimur af útgáfuverkum Snorrastofu. Þau fara í bókasafn embættisins í Bessastaðastofu. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Í mínum huga er þetta stærsti áfanginn í starfi Snorrastofu frá upp- hafi. Hér eru birtar niðurstöður rann- sókna sem lengi hafa verið stundaðar. Það er mikilvægt að sjá fyrir endann á þessum verkefnum og hefur áhrif á ímynd stofnunarinnar og möguleika hennar til að efna til nýrra verkefna,“ segir Bergur Þorgeirsson, forstöðu- maður Snorrastofu sem er menning- ar- og miðaldasetur í Reykholti í Borgarfirði. Hann vísar til þess að um þessar mundir eru að koma út þrjú fræðirit á ensku sem grundvallast á alþjóð- legum rannsóknum sem Snorrastofa hefur staðið fyrir eða tekið þátt í. Bækurnar marka upphaf loka tveggja stórra verkefna Snorrastofu, Reykholtsverkefnisins og goðafræði- verkefnisins. Tilsniðin hús frá Noregi? Bókin um miðaldabyggingar í Reykholti, The Buildings of Medieval Reykholt. The Wider Context, er framhald útgáfu af niðurstöðum forn- leifarannsókna sem lauk í Reykholti á árinu 2007. Ritstjórar eru Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræð- ingur og Bergur. Þær leiddu meðal annars í ljós byggingar frá tímum Snorra Sturlusonar sem einstakar eru hér á landi. Í bókinni er safn greina ýmissa fræðimanna þar sem leitað er að fyrirmyndum bygging- anna, aðallega í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku og á Bretlands- eyjum. Í bókinni og á ráðstefnunni sem hún byggist á komu fram hugmyndir þess efnis að húsin í Reykholti hafi jafnvel komið tilsniðin frá Noregi þótt Bergur taki fram að útilokað sé að sannreyna það. Í umræðum á ráð- stefnunni kom fram að samskonar hús frá 13. öld eru til í Noregi með númeruðum viðum og bendir það til einhverskonar fjöldaframleiðslu. Því má leika sér að þeirri hugsun að við- Snorrastofa efnir til málþings um nýjar þýðingar eddukvæða í tilefni af þýðingum Knuts Ødegård sem komu út í tvímála útgáfu í fjórum bindum á árinum 2013 til 2016. Auk þess verður fagnað og vakin athygli á öðrum þýðingum og útgáfum sem nýlega hafa komið út. Í fyrri hluta dagskrárinnar kynna Knut og Jon Gunnar Jørgensen pró- fessor norsku þýðinguna. Í seinni hlutanum gera Lars Lönnroth prófessor og dr. Carolyne Larrington grein fyrir þýðingum sínum á sænsku og ensku. Gerður Kristný rithöfundur spjallar um endurvinnslu sína á eddukvæði og Vésteinn Ólason prófessor flytur inngangserindi um það hvernig eddu- kvæðin urðu heimsbókmenntir. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur flytur þjóðlega tónlist með tengsl við fornan kveðskap. Málþingið verður haldið í Reykholtskirkju næstkomandi laugardag, 24. mars, og stendur frá kl. 13 til 17.30. Málþingið fer að mestu leyti fram á íslensku. Rætt um þýðingar eddukvæða MÁLÞING Í REYKHOLTSKIRKJU Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.