Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 37

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Optical Studio kynnir nýja vorlínu frá Cartier. Cartier á nú stórglæsilega innkomu á gleraugnamarkaðinn eftir nokkurt hlé. í þunnu lofti og kulda. Fjöldi þeirra sem komist hafa alla leið upp á topp er ekki svo ýkja mikill. Stærsta fjall heims Þótt verulega vanti á að hann nái lengst út í geim frá jörðu stendur alltént eftir að með sína 8.850 metra er Everest hæsta fjall veraldar yfir sjávarmáli. Stærsta fjall heims verð- ur aftur á móti eldfjallið óvirka Mauna Kea á Hawaii sé miðað við jarðskorpuna eingöngu. Eldstöðin rís aðeins 4.205 metra yfir sjávar- mál en er 6.000 metrar undir sjó. Með öðrum orðum er meira en helmingur fjallsins neðansjávar. Því telst Mauna Kea rúmlega 10 kíló- metra hátt, eða stærsta fjall heims. Eldfjall þetta er aðeins einnar milljónar ára gamalt og varð til við jarðskorpuhreyfingar eftir að Kyrrahafsplatan gekk yfir jarð- hitasvæði Hawaii. Gríðarlegur kvikustrókur streymdi úr iðrum jarðar og þegar gosið linnti látum stóð Mauna Kea eftir. Síðast gaus fjallið fyrir 4.600 árum. Það er með- al annars frægt fyrir stærstu stjörnufræðirannsóknarstöð heims, sem staðsett er efst í fjallinu, en kjarni hennar er þrjátíu metra stjörnusjónauki sem kostaði 1,4 milljarða dollara. Þar sem fjallstind- urinn er ofar 40% lofthjúps jarðar og loftið einstaklega þurrt og sjaldnast ský á himni er staðurinn ákjósanlegur til stjörnurannsókna. Tæknilega séð má segja að sá sem gengur á tind Mauna Kea standi á hæsta bletti heims. Þangað er afar auðveldur gangur og finnst fæstum tiltökumál enda stærir sig enginn af því klifri. Í leiðinni er Mauna Kea hæsta eldfjall heims. En vegna hnattlögunarinnar eru svæði við miðbaug sem teygja sig hærra til lofts, eins og til að mynda hitt óvirka eldfjallið, Chimborazo í Ekvador, miðað við jarðarmiðju. Þetta fjall er ekki einu sinni hæst í Andesfjöllunum en nýtur þess að vera aðeins eina gráðu suður af mið- baug jarðar. Er tindur þess 21 millj- ón fet yfir jarðarmiðju. Everest sit- ur 28 gráður norðan við miðbaug, eða þriðjung leiðarinnar til norður- pólsins, og kemst ekki á lista yfir 20 hæstu tinda jarðar sé miðað við hæð fjalla frá jarðarmiðju. Ísfell nær lengst til lofts Uppruni nafns Chimborazo þykir óljós. Fræðingar segja það samsett úr tveimur orðum; schingbu sem þýðir konur í fornu máli Cayapa- indjána og razo. Útkoman úr því er „Snækonur“ en meðal íbúa í grennd fjallsins gengur það einróma undir nafninu Urcorazo, eða „Ísfell“. Að sögn mannfræðinga hefur Chimbo- razo verið talið heilagt frá því löngu áður er Kólumbus sigldi til Mið- Ameríku. Nýtur það enn sömu lotn- ingar „vegna nálægðarinnar við Guð“ og hina heilögu anda. Þótt mun léttara sé að klífa Chimborazo en Everest þá hefur fjallið sínar áskoranir. Er það um tveggja vikna leiðangur að ná á tindinn. Mikill jökull er efst á fjallinu og hlíðum þess. Þar getur orðið mjög erfitt veður og snjóflóðahætta er mikil. Nú mun eflaust sitt sýnast hverj- um um hæð fjalla. Í stuttu máli telst Everest hálægast þar sem hæð þess yfir sjávarmáli er meiri en annarra fjalla. Eyjan Mauna Kea er stærra fjall sé reiknað út frá jarðskorpunni, þ.e. grunni fjallsins og upp á topp. Fæst þá enn stærra fjall en Everest, eða ríflega 10 kíló- metra hátt. Munar þar rúmum kíló- metra. Á Chimborazo komast menn hins vegar næst guðum sínum. Wikimedia Commons/Rdevany Everest fjall Hæð fjallsins hefur aldrei verið sú sama í þeim tilvikum sem hún hefur verið mæld. Reuters Fjallganga Það er eitthvert mesta afrek fjallamennskunnar að klífa nepalska fjallið Everest.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.