Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Leikkonan Cynthia Nixon hefur boðið sig fram í for-
kosningum demókrata í september vegna ríkis-
stjórakosninga í New York í nóvember. Hún hóf kosn-
ingabaráttuna í fyrradag með því að ræða við
kjósendur úr röðum minnihlutahópa í Brooklyn. Nixon
er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beðmál
í borginni (e. Sex and the City) og stefnir að því að
verða fyrst kvenna til að gegna ríkisstjóraembættinu í
New York. Hún býður sig fram gegn demókratanum
Andrew Cuomo sem hefur verið ríkisstjóri í átta ár.
AFP
Nixon býður sig fram til ríkisstjóra
Plastmengunin í heimshöfunum
gæti þrefaldast á næsta áratug yrði
ekkert að gert. Þetta er niðurstaða
nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir
stjórnvöld í Bretlandi.
Plastmengun er aðeins ein ógna
sem steðja að höfunum, aðrar eru
meðal annars hækkandi sjávarborð,
hlýnun sjávar og annars konar
mengun, segir í skýrslunni sem ber
heitið Foresight Future of the Sea
Report.
Skýrsluhöfundarnir segja hins
vegar að efnahagsleg tækifæri
leynist í heimshöfunum. Er því spáð
að „hagkerfi hafanna“ tvöfaldist fyr-
ir árið 2030.
Auka þarf rannsóknir
á höfunum
Meiri þekkingar á hafinu er þörf
að mati skýrsluhöfundanna sem
segja að fara þurfi í rannsóknaverk-
efni í höfunum af sama eldmóði og
geimrannsóknir.
Skýrslan var tekin saman af sér-
fræðingum til að upplýsa ráðherra
bresku stjórnarinnar um stöðu haf-
anna til skemmri og lengri tíma litið.
Í henni er m.a. hvatt til þess að ráðu-
neyti samræmi reglugerðir sem
tengjast höfunum.
Einn höfundanna, Edward Hill,
sérfræðingur Hafrannsóknastofn-
unar Bretlands, segir að höfin séu
gríðarlega mikilvæg efnahagslegri
framtíð mannkynsins. „Níu millj-
arðar manna munu horfa til hafs eft-
ir mat í náinni framtíð. En samt vit-
um við lítið um hvað er þarna niðri.“
Hann segir að miklir fjármunir
séu settir í það að rannsaka geiminn,
þótt engar lífverur hafi fundist þar.
„Hafsbotninn er iðandi af lífi,“ segir
hann og bætir við að nauðsynlegt sé
að auka rannsóknir á því lífi.
Höfundar skýrslunnar segja að
það sé til mikils að vinna að halda
mengun í hafinu í lágmarki. Hafið sé
„matarkista nútíðar og framtíðar“
og líffræðilegur fjölbreytileiki skipti
sköpum í þeim efnum.
AFP
Plasthaugar Grafa notuð til að fjarlægja plastrusl sem safnast hefur upp á
baðströnd á vinsælum ferðamannastað á eyjunni Balí í Indónesíu.
Plastmengunin
gæti þrefaldast
& Ógnir og tækifæri í heimshöfunum
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hyggst hækka skatta á
tekjur stórra tæknifyrirtækja, sam-
kvæmt tillögum sem birtar voru í
gær. Hún vill að tæknifyrirtækin
greiði 3% skatt af veltu vegna ýmis-
konar þjónustu á netinu og áætlað er
að nýju greiðslurnar nemi alls fimm
milljörðum evra, jafnvirði rúmra 600
milljarða króna.
Skatturinn á að ná til fyrirtækja á
borð við Facebook og Google og mið-
að er við að árstekjur þeirra í heim-
inum nemi meira en 750 milljónum
evra og skattskyldar tekjur þeirra í
aðildarlöndum ESB nemi meira en
50 milljónum evra.
Stóru tæknifyrirtækin hafa verið
gagnrýnd fyrir að greiða of lága
skatta í Evrópulöndum og flytja
hagnað af viðskiptunum til landa á
borð Írland þar sem skattarnir eru
lægri. Meðalskattgreiðslur netris-
anna nema aðeins 9,5% í aðildarlönd-
um ESB en skattar annarra fyrir-
tækja nema að meðaltali 23,3%, að
sögn framkvæmdastjórnarinnar.
Stóru tæknifyrirtækin draga þessar
tölur í efa og hafa sagt að skatta-
tillögurnar séu vanhugsaðar og til
marks um „lýðhyggju“.
Evrópuþingið og öll ESB-löndin
þurfa að samþykkja skattatillögurn-
ar til að þær geti orðið að lögum en
ágreiningur er um þær meðal að-
ildarríkjanna. Írar hafa efasemdir
um að þær og önnur lönd telji að
nýju skattarnir eigi einnig að ná til
smærri tæknifyrirtækja.
Skattar netrisa hækki
& Framkvæmdastjórn ESB kynnir áform um að hækka
skatta á tekjur stórra tæknifyrirtækja af þjónustu á netinu
Boris Johnson, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði á þingi landsins í
gær að stjórnvöld í Kreml hefðu
fyrirskipað morðtilræðið við Sergej
Skripal, fyrrverandi rússneskan
njósnara sem var á mála hjá bresku
leyniþjónustunni. Hann telur að
meginmarkmiðið hafi verið að
senda andstæðingum Vladimírs
Pútíns Rússlandsforseta þau skila-
boð að þeir eigi á hættu að verða
ráðnir af dögum ef þeir styðji
mannréttindi, lýðræði og réttar-
ríki. Ráðamennirnir í Kreml hafi
valið Bretland til
að gera slíka
árás vegna þess
að Bretar hafi
gagnrýnt Rússa
fyrir brot á
mannréttindum
og lýðræðis-
reglum. Látið
hafi verið til
skarar skríða
fyrir kosningarnar í Rússlandi til
að þjappa þjóðinni saman gegn
ímynduðum óvini.
Segir Kremlverja bera ábyrgð á árásinni
BRETLAND
Boris Johnson.
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn