Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Riyadh. AFP. | Skartgripaverslun á markaði í Riyadh bráðvantar nú starfsmenn eftir að ríkisstjórn Sádi-Arabíu gaf út tilskipun um að sádiarabískir ríkisborgarar tækju við störfum útlendinga í landinu með það að markmiði að minnka atvinnuleysi meðal Sáda. Sádi-Arabía hefur lengi reitt sig á útlend- inga í verslunar- og þjónustustörfum, eink- um vegna þess að þeir eru ódýrari og skort- ur er á innfæddum íbúum með starfsreynslu. Stjórnin vill nú að Sádar taki við þessum störfum en sá hængur er á að margir þeirra eru orðnir svo vanir örlátu velferðarkerfi olíuríkisins frá vöggu til grafar að þeir fást ekki til þess. Þeir telja slík störf vera nið- urlægjandi. Á skartgripamarkaðnum Tiba í sádiarab- ísku höfuðborginni hefur þessi stefna komið verslunum í vandræði. Nokkrum þeirra hef- ur verið lokað en skortur á reyndu sádiarab- ísku starfsfólki stendur öðrum fyrir þrifum. Vilja tvöfalt hærri laun „Sádar eru nýgræðingar á þessu sviði og þurfa að öðlast reynslu,“ segir kaupmaður sem réð ættingja sína til bráðabirgða eftir að hafa þurft að segja upp reyndu starfsfólki frá Jemen. Kaupmennirnir segja að margir Sádar vilji ekki vinna lengi eða mæta til vinnu á morgnana og vilji fá tvöfalt hærri laun en vant erlent starfsfólk þótt þeir hafi enga starfsreynslu. „Þetta er að drepa fyrir- tækin okkar,“ segir einn kaupmannanna. Nokkrar verslananna hafa haldið áfram að greiða erlendum starfsmönnum sínum laun í von um að stjórnin falli frá tilskipuninni og þeir geti hafið störf að nýju. Talið er þó ólík- legt að það gerist. 40% atvinnuleysi meðal ungs fólks Tilskipunin er liður í þeirri stefnu stjórn- valda að blása lífi í einkageirann og minnka útgjöld ríkisins vegna minnkandi olíutekna. Hún hefur orðið til þess að Sádar eru nú í fyrsta skipti farnir að vinna við bílaviðgerðir, afgreiðslu á bensínstöðvum og fleiri atvinnu- greinar sem voru áður ætlaðar erlendu starfsfólki. Þessi stefna er talin vera nauðsynleg. Um helmingur íbúanna er undir 25 ára aldri og atvinnuleysið meðal ungs fólks er um 40%, samkvæmt nýjustu hagtölum. Nær tveir af hverjum þremur Sádum eru á launum hjá ríkinu og launa- og bótagreiðslur þess eru um helmingur af öllum ríkisútgjöldunum. Stjórnin bætti nýlega sölustörfum í bíl- partaverslunum, raftækjaverslunum og hús- gagnaverslunum á lista yfir atvinnugreinar sem eiga nú eingöngu að vera ætlaðar inn- fæddum Sádum þrátt fyrir viðvaranir um að það gæti skaðað fyrirtækin. Nokkrar bíla- leigur í Riyadh hafa þurft að leggja niður starfsemi vegna þess að þeim hefur verið skipað að ráða aðeins Sáda til starfa. Þurfa að breyta viðhorfunum til vinnunnar Útlendingar hafa verið um þriðjungur íbú- anna og stefna stjórnarinnar hefur orðið til þess að margir þeirra hafa ákveðið að flytja búferlum frá Sádi-Arabíu. Starfandi iðn- verkamönnum fækkaði um 300.000 á fyrstu níu mánuðum síðasta árs, samkvæmt hag- tölum frá ríkisstjórninni. Talið er að það taki að minnsta kosti ára- tug að breyta vinnumenningunni meðal inn- fæddra Sáda til að þeir geti tekið við þjón- ustu-, verslunar- og byggingarstörfum í Sádi-Arabíu, að sögn Karen Young, sérfræð- ings í málefnum Persaflóaríkja. „Lausnin á atvinnuleysisvandanum felst ekki í slíkum tilskipunum,“ segir Mohammad Bassnawi í grein í dagblaðinu Saudi Gazette. „Við þurf- um fyrst að breyta viðhorfum ungra Sáda til vinnunnar.“ Störf ætluð Sádum sem vilja þau ekki & Stjórn Sádi-Arabíu fyrirskipar að innfæddir íbúar verði ráðnir í störf útlendinga & Markmiðið er að draga úr ríkisútgjöldum vegna minni olíutekna & Margir Sádar telja störfin vera niðurlægjandi AFP Gersemar Skartgripasali afgreiðir viðskiptavin í verslun á skartgripamarkaðnum Tiba í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Slík störf eru nú eingöngu ætluð innfæddum íbúum landsins. Kúrdar halda á kyndlum á göngu upp fjall í grennd við bæinn Akra í Norður-Írak í tilefni af persneska nýárinu sem gekk í garð í gær. Margir Kúrdar taka þátt í há- tíðahöldum dagana 18. til 21. mars ár hvert, kveikja meðal annars í brennum og dansa í kringum þær til að fagna nýju ári og komu vorsins. AFP Persneska nýárið gengið í garð Mannræningjar í Nígeríu slepptu í gær 101 stúlku af 110 skólastúlk- um sem var rænt í bænum Dapchi í síðasta mánuði. Hermt er að a.m.k. fimm stúlknanna hafi látið lífið þegar þeim var rænt og að minnst ein kristin stúlka sé enn í haldi mannræningjanna. Talið er að þeir séu félagar í íslömsku öfga- samtökunum Boko Haram. Stjórnvöld í Nígeríu neita því að þau hafi greitt lausnargjald en fréttamaður breska ríkisútvarpsins í landinu telur mjög líklegt að mannræningjar hafi fengið eitt- hvað frá stjórninni fyrir að láta stúlkurnar lausar. Það geti orðið þeim hvatning til að fremja fleiri mannrán. NÍGERÍA Stúlkur leystar úr haldi íslamista Ein stúlknanna sem var rænt. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Vörulyftur og varahlutir frá sænska framleiðandanum Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.