Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 63
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
✝ Ólafur EiríkurÞórðarson
fæddist í Fagra-
hvammi í Garði 4.
apríl 1943. Hann
lést 13. mars 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Svein-
björg Rannveig
Sveinbjörnsdóttir,
f. 13. nóvember
1915, d. 30. ágúst
1990, frá Eiði í
Garði og Þórður Sigursteinn
Jörgensson, f. 1. september
1909, d. 17. febrúar 1984, frá
Hjallakróki í Ölfusi. Systkini
Ólafs eru: Halldór Sveinbjörn, f.
17. september 1941, d. 1. júlí
2007. Anna, f. 1. apríl 1946. Jór-
unn Jóhanna, f. 16. ágúst 1947.
Marta, f. 15. nóvember 1948, d.
8. janúar 2014. Ingibjörg Þor-
gerður, f. 25. júlí 1951. Hafliði, f.
9. mars 1954. Birna, f. 11. apríl
1956. Ólafur átti fósturbróður,
Magnús Gíslason, f. 5. ágúst
1932, d. 6. júní 2013.
Leising, f. 10. apríl 1989. 3)
Björn Árni Ólafsson, f. 25. apríl
1974, kona hans er Kristbjörg
Marta Jónsdóttir, f. 13. nóv-
ember 1972, börn þeirra eru a)
Marta Líf Bjarnardóttir, f. 18.
júní 2002, b) Eldey Gígja Bjarn-
ardóttir, f. 3. janúar 2008, c)
Skarphéðinn Ármann Bjarn-
arson, f. 16. september 2010. 4)
Ástmar Ólafsson, f. 18. desem-
ber 1980, d. 17. júlí 2001.
Ólafur tók gagnfræðapróf frá
Núpi í Dýrafirði árið 1959. Hann
útskrifaðist sem vélstjóri 1964
og var vélstjóri á ýmsum bátum
1964-1968 og aftur árin 1972-
1975. Einnig vann hann við
húsasmíðar hjá Skarphéðni Jó-
hannssyni tengdaföður sínum.
Hann tók sveinspróf í húsasmíði
1975. Ólafur var lengst af vél-
stjóri á Keflvíkingi KE-100.
Ólafur og Álfheiður bjuggu á
Hæðargötu 5 á meðan þau
byggðu hús sitt á Hæðargötu 3.
Á Hæðargötu 3 bjuggu þau síð-
an saman alla tíð. Ólafur tók
þátt í starfi UMFN og Fram-
sóknarflokksins, á þeim vett-
vangi áttu íþrótta- og æskulýðs-
mál hug hans.
Útför Ólafs fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 22.
mars 2018, klukkan 15.
Ólafur kvæntist
15. desember 1963
Álfheiði Skarphéð-
insdóttur, f. 22. jan-
úar 1945. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Guðmunds-
dóttir, f. 27. júlí
1914, d. 27. febrúar
1983, og Skarphéð-
inn Jóhannsson, f.
5. nóvember 1919,
d. 18. janúar 2005.
Synir Ólafs og Álfheiðar eru:
1) Skarphéðinn Rúnar Ólafsson,
f. 8. nóvember 1963, d. 8. mars
1989, 2) Þórður Jörgen Ólafs-
son, f. 21. maí 1966, kona hans
er Kimberly Ólafsson, f. 30. júlí
1966. Börn þeirra eru a) Sævar
Þórðarson, f. 13. júlí 1984, kona
hans er Christina Þórðarson, f.
9. desember 1986, börn þeirra
eru Tyler, f. 3. október 2006,
Særún, f. 10. september 2009, og
Thor, f. 18. nóvember 2010. b)
Ólöf Rún Þórðardóttir, f. 2. maí
1989, maður hennar er Dan
Elsku tengdapabbi.
Þú tókst mér opnum örmum
frá byrjun, þú varst alltaf að
gantast og segja frá og þannig
var það fram á síðasta dag.
Ég kallaði þig alltaf Ólaf en
þú baðst mig um að kalla þig
Óla. Annars fannst þér eins og
ég væri að skamma þig.
Ég dáðist oft að hvað þú varst
skapgóður, það var sama hvort
einhver var pirraður í kringum
þig, þér tókst alltaf að halda ró
þinni. Þetta er eitthvað sem ég
reyni að kenna börnunum mín-
um, barnabörnunum þínum.
Þegar það kom í ljós að Marta
Líf okkar væri eins einstök og
hún er þá tókuð þið Álfheiður
strax vel í það að vera stuðn-
ingsfjölskylda hennar. Þær eru
ófáar stundirnar sem hún hefur
átt með ykkur. Hún elskaði að
fara til ykkar og hefði örugglega
viljað búa þar á stundum. Þú
varst alltaf duglegur að leika við
hana, fara með hana í bíltúra,
skoða merka staði á Suðurnesj-
unum og auðvitað að kaupa ís.
Þetta er eitthvað sem hún á allt-
af eftir að búa að og hún man
þetta svo sannarlega ennþá.
Eldey Gígja elskaði að búa til
skyrgraut með þér þegar hún
var hjá ykkur en það er besti
grautur sem hún hefur fengið og
Skarphéðinn okkar er enn að
tala um bátana sem hann smíð-
aði með þér úti í bílskúr og þið
áttuð bara eftir að mála einn
þeirra.
Þetta eru allt minningar sem
þau eiga um þig vegna þess hve
þú varst iðinn við að gera
skemmtilega hluti með þeim og
vildir að þeim liði vel.
Elsku tengdapabbi, takk fyrir
að vera alltaf til staðar þegar á
þurfti að halda. Þú varst klett-
urinn í fjölskyldunni. Við skul-
um passa vel upp á Álfheiði okk-
ar.
Farðu í friði og ég bið að
heilsa strákunum þínum.
Kristbjörg Marta Jónsdóttir.
Elsku Óli afi.
Þú og Álfa amma voruð alltaf
svo góð við mig. Þið voruð
stuðningsfjölskyldan mín í 10 ár
og voruð amma mín og afi minn
í rúm 15 ár. Þið voruð svo þol-
inmóð. Ef ég vildi heyra sama
lagið aftur og aftur þá var það í
lagi. Ef ég vildi skoða sömu
staðina aftur og aftur þá var það
í lagi. Takk fyrir að fara með
mig í Skessuhelli. Takk fyrir að
fara með mig í sund. Takk fyrir
að sýna mér landnámsdýrin.
Takk fyrir að fara með mig út
um allt í heimsóknir til vina
ykkar. Takk fyrir að syngja fyr-
ir mig. Takk fyrir ferðirnar um
Suðurnesin og sérstaklega í
Garðinn. Takk fyrir sögurnar
ykkar og sönginn. Takk fyrir að
fara með mig til Bandaríkjanna.
Takk fyrir að koma með mér a
sumarhátíðirnar hjá CP-félag-
inu. Takk fyrir að mæta með
mér á lokaböllin í Reykjadal.
Takk fyrir að hafa tekið mér
eins og ég er. Takk fyrir að gera
líf mitt betra. Takk fyrir að hafa
verið amma mín og afi. Takk
fyrir allar minningarnar, ég
gleymi ykkur aldrei. Ég mun
passa ömmu og vera þolinmóð
við hana eins og þið voruð við
mig.
Afi söng fyrir mig Klappa
saman lófunum en breytti loka-
línunni, hann vildi ekki tína egg
úr spóunum:
Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum,
tölta á eftir tófunum,
og telja þær á rófunum.
Marta Líf Bjarnardóttir.
Sagt er að fólk í hrútsmerk-
inu sé einlægt, fljótfært, hvat-
víst, líflegt, sjálfstætt, stórtækt
og uppátækjasamt. Óli var í því
merki og með þetta allt.
Óli var þrettán árum og viku
eldri en ég, ef hann átti afmæli á
sunnudegi þá átti ég afmæli
næsta sunnudag á eftir. Alltaf
hringdi hann í mig og óskaði
mér til hamingju með afmæl-
isdaginn minn.
Líklega hef ég verið um
tveggja ára aldur og hann fimm-
tán þegar hann fór á Núp í skóla
og á sumrin á sjóinn. Óli kom
lítið sem ekkert heim eftir það.
Hann byrjaði snemma að búa.
Sóst var eftir nafna í draumi
þegar mamma gekk með Óla, en
ekkert varð af þeirri nafngift.
Fimm börnum seinna kom að
Birni, ég ber nafnið sem Óli átti
að bera og svo kom hann með
Björn.
Við vorum systkinin sem átt-
um bara stráka, sex samtals . Sá
yngsti af þeim fæddist á Selfossi
á mjög snjóþungum degi í jan-
úarmánuði svo vart var fært á
milli húsa. Óli og Álfheiður
komu keyrandi úr Njarðvík til
að heimsækja mig í öllum snjón-
um og færðu mér hlýjan og fal-
legan útigalla á Tóta litla.
Óli og Tóti voru víkingar, líkir
í háttum, ljósir yfirlitum, hávær-
ir, með góða matarlyst og miklir
vinir. Eitt sinn bað strákurinn
frænda sinn um að keyra sig og
dömu, í Corvettunni, á tíunda-
bekkjar lokaball. Óli var sko til.
Allar limósíur féllu í skuggann
þegar Corvettunni var straujað
inn eftir Stapaplaninu með al-
vöru kaggahljóði.
„Hvað er að frétta af Tóta?“
spurði Óli daginn áður en hann
kvaddi. Tóti er í námi í Lundi og
verður fjarri þegar Óli verður
jarðaður.
Óli og Álfa komu oft til okkar
Gunna og eftir að kaffið og kex-
ið var komið á borðið byrjaði
spjallið. Við systkinin héldum
orðinu en þegar athyglin fór í að
dýfa kexinu í kaffið hægðist á
okkur og makarnir tóku við. Þá
rifjuðu þau upp dagana í Off-
íseraklúbbnum, en þar unnu þau
saman um tíma.
Eitt sinn hittumst við Óli hjá
mömmu. Ég hafði verið að
kaupa innréttingu í eldhúsið og
ætlaði ég að drífa mig heim til
að rífa þá gömlu niður. Þá sagði
hann: „Hvernig ferðu að með
vatnið?“ Með þessum orðum var
hann komin í heilsdags hjálpar-
starf. Þarna var gott að eiga
stóra bróður.
Allra síðustu daga hitti ég
hann á hverjum degi. Fór í
kaffitímanum yfir í næsta hús á
spítalann. Óli hafði beðið mig
um smá greiða daginn áður og
ég kom snemma daginn eftir til
að segja honum að hann hefði
gengið upp. Óli kvaddi stuttu
eftir að ég kom á spítalann.
Nú þegar hef skrifað þetta er
ég að hlusta á Everybody Hurts
með R.E.M. og hugsa til Óla og
Álfheiðar þegar þau misstu
drengina sína, þá þurftu þau að
halda áfram. „Hold On“ eins og
segir í laginu.
Birna.
Óli Þórðar ólst upp suður í
Garði, þar sem úthafsaldan lem-
ur ströndina nótt sem nýtan
dag. Ungir menn þar eyddu
flestum stundum við leik í fjöru-
borðinu og áttu sér flestir þann
draum að komast á sjóinn, helst
fyrir fermingaraldur jafnvel á
árabátum ef ekki var annað í
boði.
Karlmennskan efldist við
keipinn og löngunina til að
verða fullgildur sjómaður, annað
stóð aldrei til. Já, sjómennskan
„meitlaði svip og stældi kjark“.
Óli var hraustmenni til lík-
ama og sálar, þó aldrei sæist
hann reyna að neyta aflsmunar
eða að troða einhverjum um
tær, enda naut hann trausts
samferðamanna sinna. Hann
kynntist ungur að árum æsku-
ást sinni Álfheiði Skarphéðins-
dóttur úr Njarðvíkum og þar
bjuggu þau alla sína búskapar-
tíð. Við sem þetta skrifum
byggðum okkur öll hús við sömu
götuna ásamt Óla og Álfheiði á
sjöunda áratugnum og hafa góð
vináttutengsl verið með okkur
öllum síðan. Hann var ekki að-
eins sjómaður, heldur skrapp
hann stundum í land og lauk þá
námi í húsasmíði og pípulögn-
um, ásamt námi í vélstjórn, sem
hann nýtti þegar hann var til
sjós, enda var hann í innsta eðli
sínu sjómaður og unni sjó-
mennsku alla tíð.
Þau hjónin eignuðust fjóra
mannvænlega drengi, sem allir
drógu dám af foreldrum sínum,
hver á sinn hátt. En þó að Óli
hafi alltaf hrifist af sjónum og
því sem þar að laut þá fór Ægir
konungur mjög óblíðum höndum
um þau hjónin þegar hann hrifs-
aði til sín bæði elsta soninn,
Skarphéðin, og þann yngsta,
Ástmar, báða á besta aldri og
má nærri geta hvort slíkur
harmur og áfall hefur ekki sorf-
ið inn að kviku þeirra hjóna. En
aldrei heyrðist eitt einasta
gremju- eða reiðiorð af vörum
þeirra, þá var reyndar eitthvað
sem nú kallast áfallahjálp ekk-
ert í orðabókinni. Þau unnu bara
úr þessu, hvort á sinn hátt að
því er okkur virtist. Óli bjó sér
til hjúp sem fólst í glettni og
stríðni og oft tókst honum að
láta blóð viðmælandans renna
örar og þá var tilganginum náð,
ekki gert til að særa neinn, enda
gerði hann oftast mest grín að
sjálfum sér og kom öðrum til að
brosa. Við vinir og nágrannar
þeirra höfum oft hugsað sem
svo, úr hverju er svona fólk
byggt, sem hefur slíkar taugar
og sýnir slíkt æðruleysi í öllu því
mikla mótlæti sem þau hjónin
hafa mætt á lífsleiðinni? Það má
kannski segja um lífshlaup
þeirra nú, þegar Óli hefur kvatt
þetta jarðlíf eftir hetjulega bar-
áttu við illvígan sjúkdóm og Álf-
heiður þrotin að kröftum og
heilsu, komin á sjúkrastofnun:
„Bognuðu aldrei, en brotnuðu í
bylnum stóra seinast“. Við vin-
irnir drúpum höfði í minningu
góðs granna og vinar.
Við vottum eftirlifandi sonum
þeirra Þórði og Birni Árna
ásamt fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð og biðjum al-
mættið að vernda þau öll um
ókomin ár.
Sigríður (Sigga) og Þór-
hallur (Halli), Svala og
Hilmar, Eygló og Ragn-
ar, Þóra Harðar.
Ólafur Eiríkur
Þórðarson
✝ Helga Guð-björg Brynj-
ólfsdóttir fæddist 1.
október 1926 að
Steinsstöðum í
Öxnadal. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 6. mars 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Laufey
Sumarrós Jóhann-
esdóttir, f. 4. maí
1892, d. 15. janúar
1950, og Brynjólfur Sveinsson, f.
17. júní 1888, d. 25. júlí 1980.
Systkini hennar eru Stefanía,
f. 1911, d. 2007, Sveinbjörg, f.
1912, d. 1976, Árni, f. 1913, d.
1932, Ingimar, f. 1914, d. 1999,
Anna, f. 1916, d. 2007, Geir-
þrúður, f. 1918, d. 2009, Björn, f.
1920, d. 2001, Gunnar, f. 1921, d.
1984, Þórdís, f. 1922, d. 2009,
Sveinn, f. 1923, d. 1985, Helga
Guðbjörg, f. 1925, d. 1926, Krist-
ín, f. 1928, Árni, f. 1932, d. 2005,
Þorbjörg, f. 1935, d. 1976.
Gunnlaugsdóttir, f. 3. júlí 1948, og
Gunnar Rafn, f. 12. júní 1949,
maki Fanney Kristbjarnardóttir,
f. 24. september 1949.
Barnabörnin eru 29, barna-
barnabörnin eru 58 og langa-
langömmubörnin þrjú.
Árið 1936 fluttust foreldrar
hennar ásamt börnum að Efsta-
landskoti, þar sem Helga bjó til
fullorðinsára. Hún fluttist síðan
til Akureyrar, þar sem hún réði
sig í vist hjá Páli Lineberg og
Þórhildi konu hans, en fór aftur
heim til að annast heimilið í veik-
indum móður sinnar og flutti síð-
an aftur til Akureyrar eftir lát
hennar.
Hún var mikil stoð og stytta
Þorbjargar systur sinnar sem
fékk lömunarveiki sem barn og
var fötluð upp frá því.
Helga vann ýmis störf um æv-
ina ásamt því að sinna barnaupp-
eldi og húsmóðurstörfum. Hún
vann á kvöldvöktum hjá Verk-
smiðjum SÍS, síðan hjá Niður-
suðuverksmiðju K. Jónssonar en
lengst af vann hún sem skoð-
unarkona hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa.
Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 22. mars
2018, klukkan 13.30.
Árið 1950 giftist
Helga Einari Egg-
erz Eggertssyni
húsasmíðameistara,
f. á Akureyri 9.
ágúst 1925, d. 13.
nóvember 1985.
Börn þeirra eru
Laufey Brynja, f. 22.
desember 1947,
maki Guðmundur
Karl Sigurðsson, f.
20. febrúar 1945,
Hulda f. 9. september 1949, maki
Jóhann Steinar Jónsson, f. 19.
nóvember 1949, Hallfríður Lilja,
f. 1. febrúar 1951, maki Jónas
Sigurjónsson, f. 30. júlí 1949,
Gunnar, f. 28. janúar 1954, maki
Pála Svanhildur Geirsdóttir, f. 24.
febrúar 1958, Birgir f. 11. ágúst
1955, maki Ragnheiður Stein-
grímsdóttir, f. 2. nóvember 1953,
Anna, f. 30. september 1964, maki
Arinbjörn Kúld, f. 29. desember
1960. Synir Einars eru Hreinn, f.
19. ágúst 1945, maki Sigríður
Amma Helga var einstök
manneskja. Hún lifði lífinu af
æðruleysi og smitandi lífsgleði.
Einstaklega hjartahlý, hjálpsöm
og skemmtileg. Hún var algjör
húmoristi, gerði mest grín að
sjálfri sér en sjaldan að öðrum.
Hún var ákveðin og vissi hvað
hún vildi. Hún vildi hafa fallegt og
snyrtilegt í kringum sig og vildi
sjálf vera vel til fara. Hún var
mikil barnagæla og alltaf til í að
leika sér við börnin. Hún átti
stórt pláss í hjörtum okkar allra,
ömmubarna og langömmubarna.
Hún ljómaði þegar hún hélt á
langalangömmubarninu sínu
yngstu Helgu síðasta sumar.
Þegar amma Helga varð 91 árs í
haust bakaði hún sjálf afmælis-
tertur og bauð okkur í kaffi.
Þegar ég var krakki reyndum
við stundum að fá hana og Dúllu
systur hennar til að taka út úr sér
fölsku tennurnar, þegar þær létu
það eftir okkur grettu þær sig
þannig að við veltumst um af
hlátri. Þegar ég var unglingur
var ég að vinna með ömmu tvö
sumur á frystihúsi ÚA þar sem
hún vann í áratugi. Þegar ég var
orðin fullorðin hjálpaði hún mér
oft að þrífa eftir flutninga og ferð-
aðist með mér bæði innan lands
og utan. Hún átti ótrúlega auð-
velt með að slaka á og fá sér kríu.
Sofnaði í nokkrar mínútur, oft
sitjandi í stól, og vildi sjaldnast
viðurkenna að hún hefði sofnað.
Amma var einstaklega skap-
góð og sagði alltaf að það væri
hægt að leysa öll mál. Hún var
klár kona og með allt á hreinu
fram að síðasta andardrætti. Því
miður var ég stödd hinum megin
á hnettinum en náði að kveðja
hana með nútímatækni á Face-
time, sem við höfðum stundum
notað saman til að spjalla við
barnabörnin hennar sem bjuggu
erlendis.
Í huganum er blanda af sökn-
uði og þakklæti. Það eru forrétt-
indi að fá að eiga ömmu sína í
hálfa öld, ömmu sem var líka vin-
kona og fyrirmynd.
Elsku amma Helga, ég þakka
þér fyrir ljúfa vináttu, alla hjálp-
ina, hláturinn og hlýjuna.
Helga Björg Jónasardóttir.
Nú vaki ég alein og komið er kvöld
og kyrrð yfir heimili mitt.
Ég skrifa á himinsins heiðríkju tjöld
í huganum nafnið þitt.
(Friðrik Hansen)
Glaðlynd, hjálpsöm, góð vin-
kona og mér meira sem systir en
móðursystir.
Þannig man ég Helgu, en hún
var tólfta í röð fimmtán systkina.
Ég mun hafa verið fimm eða sex
ára þegar ég var af einhverjum
ástæðum send ásamt eldri bróð-
ur mínum til ömmu og afa í
Efstalandskoti. Helga var þá enn
í föðurhúsum, og sagði hún mér
síðar að ég hefði verið haldin
mikilli heimþrá, en með glað-
værð sinni og léttri lund tókst
henni að fá stelpu til að gleyma
öllu óyndi.
Frá því ég var unglingur hef-
ur vinátta okkar Helgu vaxið og
dafnað, og margs er að minnast,
enda samveran mikil og sérstak-
lega meðan Tobba systir hennar
bjó hjá henni. Ógleymanlegar
stundir eru óteljandi, einkum úr
Strandgötunni og Hjalteyrar-
götunni.
Sumarbústaðaferðirnar sem
farnar voru, og meðan Einars
manns Helgu naut við var hann
bílstjóri og sá um liðið, en eftir
hans daga tók minn maður við
því embætti. Lífið hennar Helgu
var ekki alltaf auðvelt en með-
fætt glaðlyndi leiddi hana gegn-
um alla erfiðleika. Á síðari árum
voru gönguferðir og búðaráp í
uppáhaldi hjá okkur frænkun-
um, en Helga elskaði að kaupa
sér falleg föt, enda alltaf klædd
samkvæmt nýjustu tísku.
Að lokum, takk fyrir samveru
liðinna áratuga, elsku Helga. Þú
sannaðir að gleðin felst ekki í
hlutum, hún býr í okkur sjálfum.
Við Guðjón sendum öllum ást-
vinum Helgu kærleikskveðjur og
biðjum Guð að vaka yfir þeim.
Erla Halls.
Helga Guðbjörg
Brynjólfsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar