Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 68
68 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
O
ttó
A
u
g
lýsin
g
astofa
teppaflísar
Sterkar og einfaldar í lögn
FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
Ég held að ég stingi hausnum í sandinn og afneiti því að ég sé orð-inn fertugur,“ segir Rökkvi Vésteinsson, leiðsögumaður oguppistandari, en hann á 40 ára afmæli í dag. „Þessi störf
styrkja hvort annað enda snúast þau bæði um að vera skemmtikraft-
ur.“
Rökkvi starfar aðallega hjá Bustravel.is og er í dagsferðum í rútum
og hefur einnig aðeins verið í gönguleiðsögnum. Næsta uppistand hjá
honum er síðan á Akranesi á laugardaginn. „Ég er að spá í að kalla það
Fertugur fauskur að reyna að vera fyndinn. Ég man að ég talaði um
fertugt fólk sem gamalt og nú er ég orðinn fertugur en hef ekki þrosk-
ast eins mikið og ég hélt að ég myndi gera.
Ég er síðan hægt og rólega að byrja með „podcast“-þætti, en ég er
nýhættur með útvarpsþátt sem ég var með í tvö ár. Þar ætla ég að
henda fram alls konar skoðunum á krassandi hátt sem maður mundi
ekki geta gert á hvaða útvarpsstöð sem er.“
Rökkvi er síðan á leið til Montréal þar sem hann hóf uppistands-
ferilinn sinnaf einhverju viti. „Þar tók ég þátt í uppistandskeppnum, en
þetta var miklu meira stökk en ég hélt að vera með uppistand á ensku.
Síðan hef ég verið með uppistand á þýsku, sænsku og dönsku, ég var
t.d. með uppistand á dönsku á Grænlandi í fyrra og nú er ég orðinn
tungumálanörd í uppistandi. Það er samt alltaf erfitt að vera með uppi-
stand á þýsku. Það er sagt að Þjóðverjar séu ekki fyndnir, en ég held að
það sé erfiðara að vera fyndinn á þýsku. Þýskan er svo „strúkteruð“.“
Eiginkona Rökkva er Anne Steinbrenner ferðaskipuleggjandi og
dætur þeirra eru Laufey 8 ára og Embla 6 ára.
Á sviði Rökkvi verður með uppistand í Dularfullu búðinni á Akranesi
laugardaginn 24 mars n.k. og mun þá m.a fjalla um þennan háa aldur.
Með uppistand á
ýmsum tungumálum
Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag
M
agnea Kristín Mar-
inósdóttir fæddist á
Akureyri 22.3. 1968.
Hún ólst þar upp og
var í sveit á sumrin
hjá ömmu sinni, Magneu Kristínu Sig-
urðardóttur, á Hóli í Köldukinn.
Magnea var í Barnaskóla og Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Hún lauk
stúdentsprófi frá MA 1988, BA-prófi í
stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands
og Kaupmannahafnarháskóla 1995,
námskeiðum í opinberri stjórnsýslu
og stjórnun við Endurmennt-
unarstofnun HÍ 1997 og í al-
þjóðalögum við HÍ 2001, og meist-
araprófi í átaka- og friðarfræðum við
School of Foreign Service í George-
town-háskóla, Washington DC, 2004.
Til námsins hlaut hún Fulbright-styrk
og styrk frá samtökum bandarískra
háskólakvenna (International Fel-
lowship of the American Association
of University Women) auk styrks til
að gera rannsókn á aðgerðum til að
stemma stigu við kynbundnu ofbeldi í
flóttamannabúðum í Tansaníu frá the
Institute for the Study of Int-
ernational Migration.
Magnea hefur auk þess lokið fjölda
námskeiða í þróunar-, mannúðar- og
Magnea Marinósdóttir, sérfr. hjá velferðarráðuneyti – 50 ára
Við Háls í Fnjóskadal Magnea, ásamt afkomendum afa hennar og ömmu í móðurætt, Olgeirs og Þóru á Vatnsleysu
í Fnjóskadal. Myndin var tekin á samkomu sem haldin var í tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli þeirra.
Barist fyrir réttindum
stríðshrjáðra kvenna
Í Palestínu Magnea með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga, 2017.
Í dag, 22.mars, fagna hjónin Kol-
brún Gunnarsdóttir og Erling Jón
Sigurðsson demantsbrúðkaupi. Þau
hafa verið gift í 60 ár. Á morgun, 23.
mars, fagnar Erling 80 ára afmæli
sínu.
Kolbrún og Erling hafa verið búsett
mestallan sinn hjúskapartíma í
Reykjavík á Langholtsvegi, fyrir ut-
an nokkur ár á Skagaströnd. Þau
eiga fimm börn, sextán barnabörn
og átta barnabarnabörn.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
Akureyri Gabriel Björn Sigurðs-
son fæddist 22. mars 2017 kl.
23.17 og á því eins árs afmæli í
dag. Hann vó 3.355 g og var 51
cm langur við fæðingu. Foreldrar
hans eru Auður Birna
Þorsteinsdóttir Blöndal og Sig-
urður Haukur Valsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
$ Unnið í samvinnu við viðmælendur.